Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 327 Frægð Einsteins Björgun Hrólfs Framh. af bls. 325 þó nú muni hann flestum gleymd- ur. Enda hefir ný kynslóð risið upp á þessu 42 ára tímabili, en hin eldri orðið fáliðuð. Þó eru þeir þrír menn, sem þarna áttu hlut að máli, allir á lífi enn. Hjálmar Þorláksson flutti burt úr hjeraðinu eftir að hann hætti búskap á Þorljótsstöðum og býr nú, ásamt uppkomnum börnum sínum, að VillingadÖlum í Eyja- firði. Hrólfur Þorsteinsson bjó lengi að Ábæ í Austurdal, en nú að Stekkjarflötum í Skagafirði. Stefán í Bjarnastaðalilíð, sem átti sinn vasklega þátt í því að Hrólfi varð bjargað, bjó lengi þar í framsveitinni og dvelur enn á þeim slóðum. Hjálmar er meðalmaður að vexti, og þó í þreknara lagi, og var talinn sterkur vel. Hann er hægur í framgöngu og yfirlætis- laus, skemtilegur í viðtali, greind- ur í besta lagi og hagmæltur eins og hann á að nokkru leyti kyn til. Skáldkonan Elinborg Lárus- dóttir og hann eru hálfsystkin — sammæðra. Hjálmar er nú kominn fast að sjötugu og farinn allmjög að heilsu. Akureyri á gangnasunnudaginn 1942 Þormóður Sveinsson. Verksmi(''ja í Hamrahöll Framh. af bls. 326 himingeiminn. Útvarpstækjum hefir verið komið fyrir, svo að verkamennirnir fái notið tónleika við vinnu sína. Og þegar á alt þetta er litið verður að hafa það hugfast, að kostnaðurinn við að ljúka verk- stæði þessu varð elcki meiri held- ur en við tilsvarandi „ofanjarðar- verkstæði". ógift eldri kona fann ráð til að fá Skota til að krjúpa fyrir framan sig. — Hún ljet eitt penny detta á gólfið!. I. lbert Einstein mun vera sá vísindamaður samtíðarinnar sem langoftast er nefndur, og at' mörgum er talinn langfremstur, af sumum, jafnvel mesti vitsnillingur sem nokkurntíma hafi uppi verið. Það var aðeins einn maður, sem gat keppt við hann, og af sumum var talinn jafnvel ennþá fremri, læknirinn og draumafræðingur- inn Sigmund Freud, Gyðingur einsog Einstein. Þessi stórkost- lega frægð Einsteins er eitt af hinum dularfullu táknum þessara tíma. Það er viðurkent, að ein- ungis örfáir menn muni liafa þá þekkingu í stærðfræði, sem þarf til að geta dæmt um hvað það er, sem Einstein hefir eiginlega gert; eða með öðrum orðum, það eru aðeins örfáir menn sem geta átt álit sitt á honum undir eigiu mati. Og þó eru, að því er segir í bók um Einstein, sem jeg leit í, víða um lönd, menn allra stjetta, frá þjónum upp í þjóðhöfðingja, sem votta honum virðingu sína, vinsemd og þjónustusemi. Og má til marks um það hafa það sem segir í grein um Einstein í „Tím- anum“, að yfirmaðurinn á einu af hinum stórkostlegu farþega- skipum, sem fara milli Evrópu og Ameríku, hafi boðið honum bestu salkynnin sem á því skipi var að hafa; en það er óefað ekki rjett að hafa orðið „klef“ um þesskonar farbúðir. II. Frægð Einsteins er árangur af því hve mjög hefir verið um hann skrifað og af hve mikilli hrifni, og er það svo sem auðvit- að, að enginn verður ágætur af engu, og að eitthvað þarf að vera til að skrifa um. En þó hlýt- hr hverjum þeim, sem ekki er al- veg ókunnugur sögu vísindanna, að virðast þessi mikla frægð dá- lítið tortryggileg. Því að vana- lega hefir verið svo, að einmitt þeir, sem hugsað höfðu hinar stærstu hugsanir og gert hinar stærstu uppgötvanir, hafa haft meira að segja af sljóleika og jafnvel hatri og ofsóknum en at- læti slíku sem Einstein hefir mætt. Ilöfundur hinnar þýddu grein- ar í „Tímanum" segir: „Mjer virðist Einstein vera hamingju- samur maður. Mjer finst mun meira til um heimspeki hammgju hans en afstæðiskenningu lians. Það (þ. e. heimspeki hamingju hans) tel jeg frábæra heimspeki. Hann kveðst vera hamingjusam- ur sökum þess að hann vænti sjer einskis af öðrum. Hann vænt- ir sjer eigi fjár, nafnbóta nje lofs. Hann unir sjer við það að rækja störf sín, leika á fiðlu sína og sigla báti sínum“. Það er óneitanlega meir en lít- ið gaman að svona „heimspeki". Einstein hefir verið lofaður meir en nokkur vísindamaður annar. Jeg efast ekki um að hann segi það satt, að löngun í lof spilli ekki lifi hans. Og heldur ekki í nafnbætur. Háskólar og hvers- kyns vísindastofnanir hafa kepst um að biðja hann að þiggja slíkt af því tagi sem þar er kostur á. Og ekki síður skiljanlegt er það, að fjárskortur sje honum ekki til ama. En ótrúlegt er það um mikinn vitring, ef honum kemur ekki ein- hverntíma í hug, að þessi ham- ingjusemi hans, sem byggist á því að hann væntir sjer einskis af öðrum, kunni þó að standa í nokkru sambandi við einmitt það, hversu með ólíkindum mikið hann hefir hlotið af öðrum. 24. sept. Helgi Pjeturss. Þjónninn (við gest, sem er bú- inn að bíða lengi): Hvers óskið þjer, herra? **•* ^ Gesturinn (kuldalega): Jeg kom hingað upphaflega til þess að fá morgunverð, en ef miðdeg- isverðurinn er tilbúinn núna, þá er best að jeg fái mjer kvöldverðl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.