Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 2
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Striðið hefir leitt i ljós bröðurhug og hugprýði Norðmanna - Samtal við norska skáldið Nordahl Grieg. Nordahl Grieg, skáld og höf- uðsmaður í norska hernum á fertugsafmæli í dag. Það er ekki hár aldur, þegar þess er gætt, að hann er fyrir löngu orð- inn frægur fyrir ritstörf sín, ljóð og leikrit, og það er ekki ofmælt, að hann sje meðal allra kunn- ustu núlifandi Norðmanna. Leikrit hans vöktu fyrir löngu feiknamikla athygli, einkum „Vor ære og vor makt", sem fjallar um styrjaldaráhrif í hlutlausu landi, hið stórbrotna og áhrifa- mikla leikrit „Nederlaget", en í það hefir hann sótt yrkisefni í febrúarbyltinguna í París, og einnig „Men imorgen", ádeila á vígbúnað og hergagnaframleiðslu. Bkkert af leikritum hans hef- ir enn verið sýnt hjer á landi, -þau eru ofviða okkar litla leik- húsi, en ljóð hans eru kunn að nokkru í hinum ágætu þýðingUm Magnúsar Ásgeirssonar. Þó annað hefði ekki komið til, var hann á tímum friðarins bú- inn að afla sjer ævarandi frægð- ar fyrir skáldskap sinn, en síðan stríðið um Noreg hófst, hefir hann skráð nafn sit't óafmáanlegu ]etri í sögu þjóðar sinnar. Þegar Þjóðverjar brutust inn í Noreg, var hann við herþjón- ustu í Norður-Noregi, og tók þátt í orustunum í Noregi, þar til þær fjellu niður í það sinn. Meðal annars fekk hann það hlutverk, sem frægt er orðið, að koma gullforða þjóðarinnar und- an innrásarmönnunum og úr landi. Og meðan ægilegar orustur geysuðu alt um kring, orti hann hið ódauðlega kvæði sitt „17. mai 1940". Kvæðið var sent frá vígstöðvunum til London og les- ið í útvarp til Noregs á þjóðhá- tíðardaginn. Út úr óvissu og öng- þveiti undanhaldsins ómaði þessi sterka rödd, sem flutti þjóðinni í senn hvatningu til nýrra dáða Nordahl Grieg. og fyrirheit um endurheimt lands- ins í hendur Norðmanna sjálfra. En framundan var hin langa og harða barátta, sem enn stendur yfir. Nordahl Grieg fylgdi kon- ungi sinum og ríkisstjórn úr landi, til þess að berjast áfram. Og nú hófst nýr þáttur í her- þjónustu hans. Honum var fengið einstætt verkefni í hernum: það að vera skáld. Okkur kemur þetta máske kunnuglega fyrir sjónir, af því að við þekkjum hliðstæð dæmi úr fornsögunum, vitum, að þær eru einmitt til orðnar, að miklu leyti, upp úr sögnum þeim, sem varðveittust í kvæðum forn- skálanna, er kváðu um orustur og afreksverk víkinga og þjóð- höfðingja, sem þau fylgdu. En nú á tímum er þetta ein- stætt starf. Og í nútímahernaði verður það ærið miklu umsvifa- meira en áður fyrr. Skáldið get- ur ekki látið sjer nægja annað en að taka sjálfur þátt í þeim atburðum, sem hann segir frá, eftir því sem við verður komið. Hann verður af eigin reynslu að kynnast því lífi, og þeim mönn- um, sem hann svo lýsir, í bundnu og óbundnu máli. Og því verður hann að koma víða við. Hann siglir um höfin á herskipum og flutningaskipum, fer í leiðangra með kafbátum eða flugvjelum, er í förum með víkingasveitum og tekur þess á milli þátt í störfum landhersins. Snorri Sturluson segir á ein- um stað um fornskáldin: „En þat er háttr skálda at lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en engi myndi þat þora að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at hégömi væri ok skrök, ok svá sjálfr hann. Þat væri þá háð, en eigi lof". Nordahl Grieg yrkir ekki lof- kvæði um vopnfimi og vígaferli. Kvæði hans eru þrungin djúpum skilningi og innilegri samiíð, ein- föld lýsing á mannlegum örlxg- um, baráttu og þrá. Með fá- um, einföldum dráttum dregur hann upp hinar stórbrotnustu myndir úr lífi þjóðar sinnar, heima og heiman. Myndir, sem verða oss ógleymanlegar, vegna þess, að vjer finnum, hve sannar þær eru. Og snild skáldsins ger- ir þetta að lifandi veruleika fyr- ir oss, sem horfum á úr fjarlægð. Nordahl Grieg hefir dvalið hjer á landi síðan í júní í sum- ar. Nokkrar vikur fekk hann að njóta hvíldar frá herþjónustunni og dvaldi þá á Þingvöllum. í við- tali nýlega fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Mínar bestu stundir, síðan jeg fór að heiman, hefi jeg átt á Þingvöllum. Jeg fekk að dvelja þar nokkrar vikur í sumar, við mín eigin störf. Það var indælt, þar í hinni stórbrotnu náttúru og innan um hinar merku söguminj- ar. Jeg er íslensku þjóðinni mjög þakklátur fyrir það". „Á Þingvöllum hefi jeg ort mörg kvæði, sem jeg fyrst um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.