Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 sinn hefi lokað niðri í kistu, og geymi síðari tíma". Talið berst að störfum hans og norskum skáldskap á þessum tím- um. „Síðan ófriðurinn hófst hefir komið í notkun sjerstakt form í ljóðagerð, sem er kunnugt frá fornu fari í Noregi", segir hann, „og það er ort mikið á þessum tímum, heima í Noregi og á höf- unnm og hvar sem er. Og skáld- in hafa valið sjer hið saman- þjappaða ljóðræna form, með stuttum hendingum. Því ljóðiu verða til á stolnum mínútum, bæði á heimavígstöðvunum og útivíg- stöðvunum. Ljóðagerð hefir end- urnýjast í þessu stríði". En hann hefir fleira í huga en Ijóðagerð, og þessi orð beina huganum inn á aðrar brautir. Hann veit, sem er, að margt er skrafað, bæði í ræðu og riti, um áhrif styrjaldarinnar. „Mjer er það mjög á móti skapi, að því sje haldið fram, að stríðið hafi skapað einhverja góða eiginleika með Norðmönn- um. Það er ekki rjett. Stríð er altaf ógæfa — ógæfa. En það hef- ir leitt í ljós, á dramatískan hátt, eiginleika, sem ætíð hafa verið til í norsku þjóðinni, bróðurhug og hugprýði o. s. frv., en sem að- eins ekki hafa verið sýnilegir vegna þess, að hin dramatísku tjáningarskilyrði hafa ekki verið fyrir hendi. Þess vegna er það, að þegar jeg heyri menn segja — og það heyrist oft, einnig hjer á íslandi — að Noregur hafi haft eitthvað gott af þessu stríði, þá fellur mjer það miður. Stríð er ekki gott fyrir neinn. Það er alt- af ógæfa". Orðin falla með þeim alvöru- þunga, sem sá einn getur gefið þeim, er sjálfur þekkir af reynslu það, sem hann talar um. Og eftir stutta þögn heldur hann áf ram: „En það er nokkuð, sem er áríðandi fyrir okkur að læra af, og sem skeður nú í Noregi, að menn af öllum stjettum, hvaðan- æfa úr þjóðfjelaginu — þeir ganga saman í dauðann. Það er tilfinning þess, hve lítið það er, sem skilur á milli, sem við verð- um að bjarga úr þessu stríði fyr- ir okkur mennina, sem eigum að lifa saman — og sem getum lif- að saman. Það er bróðurhugurinn, sem hinir dauðu hma sýnt, and- spænis hinum þýsku sigurvegur- um, sem við eigum að bjarga inn í friðinn". Norðmenn heyja stríð sitt á tvennum vígstöðvum utan lands síns með öllum þeim vopnum. sem fylgja nútíma hernaði, og heima með því að láta ekki kúg- ast af ofbeldinu. Markmiðið er eitt, en aðstaðan og aðferðin ólík. Og Nordahl Grieg er ekki ein- göngu skáld, hann er líka her- maður, og kaus að berjast með vopn í hönd. „Annars vil jeg segja það, að jeg álít, að heimavígstöðvar og útivígstöðvar, það sje algerlega sitt hvað. Við hjer úti getum ekki talið okkur til góða það, sem unnið er á heimavígstöðvun- um. Við höfum okkar verkefni — og það er alt annað en þeirra. Okkar skylda er að heyja vopn- aða styrjöld móti Þjóðverjum. Og að mínu áliti er það þýðingar- mesti — afgerandi __ þáttur stríðsins. Það væri glæpur af okkur Norðmönnum hjer úti að reikna með hinni opnu andstöðu gegn Þjóðverjum heima í Noregi, í skólunum, kirkjunum og í fang- elsunum, sem þætti í okkar styrj- aldarrekstri. Við eigum ekki nokkra minstu kröfu á hendur þeim þar heima, og við hefðum barist okkar baráttu, án tillits til-þess, hvernig málin hefðu þró- ast í Noregi. Það var sú ákvörð- un, sem við tókum, þegar við í júní 1940 fórum burt frá Nor- egi. Og hversu fráleitt, sem það kann að virðast, þá er það í raun og veru eina leiðin til frelsis í Noregi. Það er, að við á útivíg- stöðvum og heimavígstöðvum heyj um baráttuna einir, óháðir hver öðrum. Og því óháðari hver öðr- um, sem vjer á þessum tvennum vígstöðvum erum, því eindregnar sem vjer, hver fyrir sig, aðeins gerum kröfur til vor sjálfra, og ekki til þeirra, sem eru á hinum vígstöðvunum, þeim mun gleði- ríkari og þeim mun fyrr munu endurfundir Noregs heima og Noregs úti verða". Hjörl. Hjörleifsson. Smælki - Vitfii-ringur: — Finst þjer ekki hræðilega leiðinlegt hjerna, fje- lagi? Þetta sífelda tilbreytingar- leysi. 1. úr órólegu deildinni: — Já, ef jeg verð hjer einum deginum lengur, missi jeg vitið !! * Undirgefni eiginmaðurinn: — Vitið þjer, hvert frúin ætlar í veturT Stof ustúlkan: — Til Palm Beach, herra. Undirgefni eiginmaðurinn: — Vitið þjer, hvort hún ætlar að taka mig með sjer? • Þrír einmana óhamingjusamir mannræflar stóðu í húðarigningu úti á brú nokkurri. Einn þeirra sagði hryssingslega: — Það er kalt. Hinir tveir svöruðu ekki. Eftir nokkra stund sagði annar mannræf illinn: — Mjer líður illa í svona kulda. Sá þriðji þagði. — Jeg veit um heitan stað, sagði sá fyrsti. Steinhljóð. — Hel.... mikið heitari stað, sagði sá fyrsti aftur. — Hvar? sagði mannræfill nr. 2. — f víti! Og þangað ætla jeg, æpti nr. 1, um leið og hann hvarf niður í skolótt fljótið. Eftir nokkra stund klifraði nr. 2 einnig upp á handriðið og sagði: — Hann hafði rjett fyrir sjer, og stökk einnig niður í fljótið. Þriðji mannræfillinn rýndi ráð- leysislega niður í strauminn. Svit- inn spratt út á enni hans. Hann tók svo fast utan um handriðið, að hnúar hans hvítnuðu. Hann tautaði lágt: — Jeg get það ekki! Jeg þori það ekki. Það er ekki víst, að það sje eins heitt í himnaríki!!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.