Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Page 4
340 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JENS BENEDIKTSSON: Tengslin við Norðurlönd egar stríð gengur yfir heim- inn, bresta mörg þau bönd, sem áður voru sterk og haldgóð. Að vísu tengist enn hugur við hug, en aðeins úr fjarlægð og í minningu. Kynnin rofna, vinir hverfa sjónum, stundum fyrir fullt og allt og með hinum svip- legasta og hryllilegasta hætti. — Jafnvel pósturinn ber manni ekki lengur kveðjur þeirra, sem í fjar- lægð búa, nema þá í hæsta lagi nokkur orð, marga mánaða gömul, sem í rauninni ekkert segja. Oss ísléndingum hefir löngum verið útþrá í blóð borin, líkt og öðrum þjóðum, enda þótt heim- þráin sje sýnu snarari þáttur í skapgerð vorri. I fornöld sigldu menn hjeðan um hin úfnu og veglausu höf, til þess að leita sjer fjár og frama, og voru þá oftlega áhöld um það, hvort þeir á þess- um ferðum eiguðust fleiri vini eða óvini, því að leit þeirra að frægð og auði fylgdi stríð og blóð, svo sem trúin og aldarand- inn bauð á ofanverðri víkinga- öldinni. En er tímar liðu fram, og kristin trú bannaði að sækja framann með vopnum, breyttust takmörk feðranna, útþráin beind- ist .á nýjar brautir. Skipin voru ekki lengur skjöldum sköruð, menn herjuðu ekki ekki framar í Austur- eða Vesturveg, en þráin út, til hins mikla ókunna heims, til þeirra landa handan hafsins, er fræg voru í sögum, hjelst enn við. Og því sigldu menn enn utan, enn fluttu íslensk skáld konung- íim drápur sínar, þótt þau kvæðu ekki lengur til lausnar höfði sínu eins og. Egill. Framinn, sem áður hafði verið bundinn við víking og vopna frægð, hlaut nú annað inntak. Nú var stefnt að þekkingu. Gegnum mistur aldanna má enn rekja spor margra íslendinga yfir Norður- löndin og til meginlands Evrópu, þar sem þeir lærðu sleitulaust í hljóðum klausturskólum, eða gleymdu sjálfum sjer, eins og sagt er, að Sæmundur fróði hafi gert í Svartaskóla. Og fleiri eru þeir vafalaust, en vjer nokkru sinni fáum vitað um, mennirnir, sem útþráin og framaþráin hafa knúð þessar leiðir. Ymsir hafa aldrei aftur komíð, aðrir ekki fengið nöfn sín skráð í sögunni, heldur horfið í djúp gleymskunn- ar ásamt draumum sínum um frægð, eins og nafnlausar þúsund- ir forfeðra vorra, sem enginn veit hvað hjetu, en sem lifðu og unnu sjer og sínum með sömu þrár, drauma og áhyggjur í brjósti og vjer. En straumurinn út yfir höfin hjelt áfram, og draumarnir um dásemdir hinna fjarlægu landa áttu sjer engan enda í hugum ungra íslendinga. Og ef feður þeirra sona, sem slíka drauma dreymdi, höfðu sjálfir kannað ó- kunna stigu í framandi löndum, þá rættust draumar sonanna einn- ig alla -jafna, ef þess var kostur, því að feðurnir vissu, að hollt er hverjum manni að líta framandi lýði, ef skapgerð hans var slík, að hann væri þess um kominn að hirða við holla í fari þeirra, en hafna því, sem einskisvirði var. Að sönnu gat orðið misbrestur á, að menn fylgdu þeiri gullvægu reglu, en á slíkt varð að hætta, ef ekki átti að sannast hið forn- kveðna: Heimskt er heimaalið barn. Það þarf ekki að þylja nöfn þeirra manna, er sótt hafa þarfar gjafir handa þjóð sinni yfir út- höfin, vjer munum þau öll. Og vart mun heldur þörf að geta þess, ~nð þeir hófu nafn og hróð- ur lands síns og þjóðar í augum þeirra, er þeim kynntust erlendis. Og vart mun það verða vjefengt, að meðan þeir voru utan hafa þeir sjeð allt hjer heima í skýrara ljósi, sjeð hvar skórinn kreppti að þjóð vorri, og hvað þeir gætu gjört til blessunar, er þeir kæmu heim aftur. Þyí í fjarlægð gjörast menn skyggnir á margt, sem heima er sjónum þeirra hulið. Hugurinn reikar heim yfir höfin á hljóðum stundum og sjer þá margar áður óþekktar myndir. Og fæstir gleyma nokkru, flestir muna allt miklu betur. Og ef vjer rennum huganum yfir hinar hljóðu raðir skipa, er hjeðan hafa látið úr höfn, allt frá hinum breiðu knörrum sögualdarinnar, til vorla eigin háreystu fossa, þá megum vjer vel sjá, að flest þeirra hafa flutt hjeðan framaþyrsta unga menn, fulla af útþrá, sem þegar blandaðist heimþrá, er þeir litu fjöll fósturjarðarinnar hníga í sæ. Sumir sáu þá sjón gegnum tár. Og enginn mun bera brygður á það, að þessir sömu menn, hafi verið þrungnir af þrá til íslands og af ást til þess, meðan þeir voru því fjarri, og að þær tilfinningar hafi orðið hvað ljósastar þeim er þeir litu það aftur rísa úr hafi. Enginn getur um það sagt, hve margir þeirra hafa strengt þess heit með sjálfum sjer, að helga því alla krafta sína, láta það og börn þess njóta góðs af reynslu sinni úti í umheiminum, sem oft var dýru verði keypt. Já, végna lands og þjóðar voru margar ferð irnar farnar, því flestir voru snortnir þeim töfrum af föður- Iandi sínu, sem ekki verða yfii’- unnir. Röddin, sem hrópar í hug- skoti íslendingsins handan höfin: Út vil ek, verður trauðla þögguð niður. En margir þessara manna urðu þess brátt varir, er þeir voru stignir á land að vegurinn sem þeir ætluðu að ganga til umbóta fyrir land og þjóð, var grýttur og þrongur, og að steinar voru lagðir í götu þeirra. Við hjátrú og tóm- læti urðu þeir að berjast, og biðu margir ósigur. Því að strönd íslensks tómlætis hefir löngum hafnlítil verið, og margir fram- faramenn hafa borið beinin í brimgarði hennar. ★

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.