Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLADSINS 341 Vjer þurfum trauðla að rifja það upp, að eríendis var fyrsta frækorni íslensks sjálf- stæðis sáð. Vjer munum öll Fjöln- ismenn og Jón Sigurðsson, sem kaus að búa í útlegð, vegna þess að hann vissi, að þar fjekk hann unnið þjóð sinni mest gagn. Og það rifjast máske upp fyrir oss við nokkra athugun, að sumir þessara manna, sem stærsta og fegursta drauma dreymdi um ís- land og framtíð þess, fengu ekki aðeins aldrei sjeð þá rætast, held- ur fengu ísland aldrei augum lit- ið, eftir að þeir fóru utan, nema í sínum stoltu vökudraumum um það og í töframyndum þeirra ljóða, er þeir orktu því úr fjar- lægð. Þeir dóu í þeirri útlegð, er þeir sjálfir kusu sjer vegna þjóð- ar sinnar. Þar sem bein þeirra hvíla, eigum vjer heilög vje, enda þótt staðirnir sjeu nú máske gleymdir, því bar er íslensk jörð. Það birti yfir vegum vorum af völdum þessara dáðrökku manna. Það birti í flestu tilliti. Jafnvel yfir höfunum birti, þeim er skildu oss frá öðrum löndum, er vorar ' eigin gnoðir tóku að flytja utan framaþyrsta unga menn, velhlaðn- ar íslenskum vörum, og sólin glampaði á fána frjálsrar þjóðar. Það sje langt frá mjer að halda því fram, að vjer höfum hlotið gagn og sóma af öllum þeim, sem hjeðan hafa leitað út yfir höfin. Jeg tala hjer um þá bestu, en læt það Hggja í þagnargildi, sem mið- ur hefir farið i leit íslendinga að frægð og frama. Vjer vitum svo altof vel, að örlög mánnanna eru misjöfn, og annað gæfa en gjörfu- leiki. Og þótt nokkrir fslending- ar hafi svallað sig í hel í glaumi erlendra stórborga, eða komið heim aftur eyðilagðir menn, þá sannar það alls ekki, að Jón Sig- urðsson og Fjölnismenn hefðu aldrei átfr að sigla. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson fóru utan til landvinninga, og höfðu eigi önnur vopn en sann- leika, föðurlandsást og æskumóð. Þeir fóru utan til þess að leggja ísland undir íslendinga. Aður fóru íslendingar utan, til þess að hjálpa til að leggja ísland undir erlent vald. Má hjer af sjá, að ekki verður á eitt kosið. Og enn á síðustu áratugum hafa íslenskir menn lagt leið sína yfir höfin, til þess að sigra er- lendar þjóðir með íslenskri list. Þeir hafa farið með hæfileikana eina að veganesti og trúna á sjálfa sig. Og þótt sumir þeirra hafi fallið, hafa margir sigrað glæsilega. Þeir yðar, sem vilja heyra nöfn, munu kannast við Jóhann ¦ Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmunds son, Stefán Guðmundsson, Maríu Markan, Jón Leifs, Önnu Borg, svo fá ein sjeu nefnd. Verk þessara manna og annara slíkra hafa beint sjónum hinna stærri þjóða, og eigi síst frænd- þjóðanna á Norðurlöndum, til vors fámenna lands, og sýnt þeim, að íslendingar hafa ekki þurft að fara utan, til þess að sækja til annara, heldur geta líka komið færandi hendi, eða svo mun öll- um þeim tugþúsundum erlendis finnast, sem dáðst hafa að verk- um íslenskra manna í bókarformi, á leiksviðum, listsýningum og hljómleikum. En hefir oss sjálfum nokkurn- tíma verið þetta nægilega ljóst, að vjer, svo smáir sem vjer erum, eigum listamenn, sem alheimur dáir? Höldum vjer ekki margir hverjir, að þar sem erlendur mað- ur er á ferð, geti hann altaf miðl- að oss nokkru af gnægS sinni? Slíkt hefir mjög viljað við brenna. Vjer tölum að vísu hátt um vorn sögulega arf og gáfur þjóðar vorr ar og ýkjum jafnvel hvorttveggja á stundum. En trúum vjer nokk- uð á þessar staðreyndir? Byggj- um vjer nokkuð á þeim í daglegu lífi voru og umgengni við erlenda menn á þessum tímum, Fer ekki mörgum af oss þannig, er vjer stöndum andspænis erlendum manni, að oss finst hann vera alt, en vjer ekkert, og hegðum oss samkvæmt því, En gjörist slíks þörf? Eigum vjer ekki nóg af þeim verðmætum, sem þjóðir eru venjulega mældar með, til þess að geta borið höfuðið hátt? Á ófriðartímum eru hugtök ó- friðarins meitluð í hugi manna. Vjer vitum, að þær þjóðir, sem með vopnum vegast, gleyma ekki þeim stöðum, þar sem stórir sigr- ar eru unnir, eða þar sem fræki- lega var barist. Þar reisa þær minnismerki um hina föllnu syni sína, er friður kemst á af nýju. Vjer íslendingar höfum ekki að minnast slíkra sigra nje ósigra En vjer eigum samt okkar orustu- velli, þá staði, þar sem synir lands vors hafa barist sinni frið- sömu baráttu fyrir oss, sigrað eða fallið. Við þá tengja oss margar dýrar minningar, eigi síður en herskáar þjóðir við vígvelli. Og jeg tel, að vjer höfum meiri rjett til þess að muna og heiðra slíka staði, einmitt vegna þess, að þar hefir eigi verið úthelt blóði, held- ur hefir baráttan verið friðsam- leg. Og þeir staðir, er vjer mun- um þannig, og þær þjóðir, er þá byggja, eru yfirleitt á Norður- löndum, en vestan Atlantshafsins eru einnig lönd, sem vitnað geta um þrek og dug íslendinga, sem könnuðu ókunna stigu. • Langt er nú orðið síðan að skip með bláum og hvítum reykháf, og íslenska fánann blaktandi við hún, hefir siglt suður með Jótlandsströndum og stefnt til þeirrar borgar, er svo margir íslendingar hófu í kynni sín við umheiminn, og sem þjóð vor á fleiri minningar frá en nokkrum öðrum erlendum stað. Engin eftirvæntingarfull íslensk augu horfa í dag á strendur Dan- merkur líða framhjá, vafðar sín- um haustfölva skógi, með lítil, vingjarnleg, hvít hús milli trjánna, nje Krónborg með sína gnæfandi turna. Enginn maður stendur á hafnarbakkanum niðri við Strandgötu og bíður eftir skipi heiman frá Fróni, skipi með kunningja innanborðs, jafnvel vini, að minsta kosti íslendinga, því hver og einn af oss veit vel, að hann er íslenskur, þegar hann er erlendis, þótt vjer virðumst stundum gleyma því hjer heima. — Nei, þar bíður enginn, end«i er þar einskis að bíða. Tengslin, sem íslenskar hendur bundu með stáli og vjelaorku yfir höfin til frændþjóðanna á Norðurlöndum, eru brostin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.