Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1942, Page 8
344 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS höfðinu, föt hans voru rifin og hann var ailmur í skrokknum. Hendurnar, sem höfðu haldið dauðahaldi um byssuna, voru blóðrisa eftir- hjarnið. Þorlákur athugaði ná byssuna. Þegar hann sá, að hún hafði ekk- ert skemst við þetta óvenjulega ferðalag, gekk hann þangað, sem hvíta tófan lá, tók hana upp og bar heim til bæjar. En hann var svo sem ekki hættur við þá mó- rauðu. í birtingu morguninn eft- ir lagði hann af stað upp hlíð- ina. Hann hafði nú mannbrodda á fótum. Læddist hann upp með gilinu þeim megin, sem kletta- beltið var. Hann hugði, að tófan myndi annaðhvort dauð eða að dauða komin, en veiðimannseðli hans krafðist samt allrar varúð- ar. Hann ætlaði því að reyna að komast í hvarf við klettana, svo nærri staðnum, þar sem tófan átti að liggja, að hann hefði hana í skotfæri, ef á þyrfti að halda. En áður hann kæmist svo nærri, skaust mórauð tófa undan klett- inum, sem hann stefndi á. Tófan setti út og upp fjallið og Þor- lákur á eftir. Elti hann hana út hlíðina og alt upp á fjallsbrún. En fjallsbrúnin er þarna sljett og greiðfær, þegar upp er komið. Tófan var langt á undan, en Þorlákur hugði, að hún hlyti brátt að mæðast, svo særð sem hún hafði sýnst daginn áður. Barst eltingarleikurinn út eftir fjallinu, en þegar komið var langt út á fjallið, skall á með norðan- byl og hvarf tófan þar út í hríð- ina. En Þorlákur sneri við og mátti hafa sig allan við að kom- ast niður af fjallinu og heim. Leið svo veturinn, að engin veiðiferð gerðist annari sögulegri. En dag nokkurn, sumarið eftir, var Þor- lákur að leita kinda í fjallinu fyrir ofan Súðavík. Gekk hann þá upp með gilinu, þar sem hann hafði hrapað um veturinn. Þegar hann kom að klettabeltinu, datt honum í hug að líta undir stein- inn, sem hann hafði sjeð mórauðu tófuna skjótast undir -- og undan. En hvað haldið þið hann hafi sjeð? Hann sá beinagrind og skinnrytjur af mórauðri tófu. Nú skildi hann, hvernig í öllu lá. illlllllllllllllllllllllilllllllllllllllillllllllllllllllllllillllllllllltltlllllllllllllllllllllllliiltliilillllllllllllllllllltlllllllillllllllllllllllllllllllllll^ | SUeinuhætt japönskum j flugvjelum Á myndinni sjást hermenn úr strandvarnasveitum Bandaríkjamanna í Ástralíu vera að skjóta úr stórri loftvarnabyssu á japanskar flugvjelar, sem hætta sjer inn yfir strendurnar. Margar og stórar hersveitir Bandaríkjamanna hafa verið fluttar yfir til Ástralíu. Þar býr MacArthur hershöfðingi þær undir sókn á hendur Japönum Særða tófan hafði drepist af sár- um sínum, undir steininum, senni- lega samdægurs. Hefði hann gengið beint að steininum morg- uninn eftir, hefði hann getað hirt feldinn. Mórauða tófan, sem hann elti út eftir fjallinu, var alheil tófa, sem hafði lagst niður hjá hinni, en rokið af stað, þegar hún sá manninn nálgast. Svona eru tófurnar, þær geta jafnvel leikið á hinn slyngasta veiðimann, bæði lifandi og dauðar. — Af þeim fimm flugum, sem jeg sje, eru tvær karlkyns og þrjár kvenkyns. — Hvernig veistu það? — Tvær þeirra sitja á spila- borðinu, en þrjár á speglinum. ★ 1. skólastúlka: — Ertu ekki áhyggjufull yfir því að eiga að fara í tvö próf á morgun? 2. skólastúlka: — Jú, það get- urðu bölvað þjer upp á. Hvernig í ósköpunum á jeg að geta heim- sótt tvo prófdómara sama kvöld?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.