Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Side 2
362 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hinum, ríður mikill maður á svört um hesti. Andlit hans virðist í bjarma tunglsins vera mótað í vax. f fölva þess mynda djúpar hrukkur dökkva skugga, augun leiftra annarlega undir loðnum, svörtum brúnunum. Og tunglið skemtir sjer við að slá skyndi- glampa á stálhúfu hans, golan grípur í bláa kápu hans. En hann skeytir eltki um slíkt, heldur horfir fram á leið. Sterkleg hægri hönd hans heldur taumunum, en hin vinstri hvílir á meðalkafla sverðsins, sem hangir við hlið hon- um. Allan liðlangan daginn hefir hann, Orlygur Óttarsson og menn hans beðið við klifin fremst í dalnum; legið þar í fyrirsát fyrir fjandmönnum, sem aldrei komu. Og nú svellur Orlygi móður, hann á því ekki að venjast, að nein bráð gangi honum úr greipum. — Bárði hljóta að hafa borist njósnir um ferð hans. Hver væri líklegastur til slíks frjettaburðar hjer í daln- um? Örlygur lætur hugann reika yfir nöfn bændanna, og hann hnýt- ur um nafn Þorgarðs ríka á Kárs- stöðum, mesta vinar Bárðar. — Munnur Örlygs herpist saman, hann glottir út í myrkrið. Máninn skýst fram úr skýjunum og glottir á móti, bjarmi hans myndar feiknleg ljósbrygði um dalinn. Örlygur lyftir vinstri hendi, og þá þegar ríður einn fylgdarmanna hans upp að hlið honum. — Við heimsækjum Þorgarð ríka, segir Örlygur lágt og fast. Fylgdarmaðurinn kinkar kolli og dregst svo aftur úr á ný. Einn hinna síðustu í hópnum er hár maður á grám hesti og allur hinn víglegasti. Ormur heit- ir sá. Hann er unglegur yfirlit- um, Ijós á hár og skegg. Andlits- drættirnir bera vott um nokkra veikgerð í skapi, og einnig bla1, efasemda og innri baráttu. Hann er niðursokkinn í hugsanir, þegar honum er sagt frá, að Örlygur ætli að heimsækja ríka bóndann á Kársstöðum. Hanu finnur ekkert athugavert við það, en þó setur ósjálfrátt að honum hroll. Hann hefir tekið þátt í mörgum myrkraverkum höfðingja síns og verður hjeðanaf að fara hans leiðir, það finnur hann vel. En hvaðan kemur þessi beygur, hvernig má það vera, að hann kenni ótta, þótt stórvirki standi fyrir dyrum? Oft hefir hann sjeð mannsblóð fljóta, en hvorki bliknað nje blánað, — en nú? Hann skilur þetta ekki, reyn- ir að hrista af sjer drungann. — Skyldi hann vera feigur? — Bregður hverjum á banadægri, hefir hann upp fyrir sjer lágum rómi, undrunin yfir þessum ó- vænta óstyrk læsir sig um hann allan. Og áfram þeysir flokkurinn með hófadyn og vopnaglamri. Enn leikur tunglið skollaleik sinn í skálanum á Kársstöðum, og fólkið sefur. Engan dreymir flokk dökkra manna, sem ríða inn dalinn, eins og hópur frið- lausra sálna. Ljós og skuggar, andvörp og hrotur skiftast á. Þorgarður bóndi liggur enn sem fyrr, hann á von á heimsókn, en hann veit það ekki, hún hefir ekki verið tilkynt fyrir fram, heldur ákvörðuð í einu vetfangi í huga manns, sem hatur og hefnigirni stjórnuðu. Hann sefur þarna með hreina samvisku, Kárastaðabónd- inn, hann hefir engar njósnir bor- ið Bárði, vissi ekki hið minsta til ferða Örlygs, hann er sak- laus af því. En hver spurði um sekt í blóðmyrkri Sturlungaaldar- innar1 Skær, blá augu opnast mót gliti hins hverfula. mánaskins, framar- lega í skálanum, ljóslokkuðu höfði er lyft frá hægindum. Arnór ungi er vaknaður og hlustar, hann heyrir fjarlægan gný gegnum hin óramörgu og óskiljanlegu hljóð þögullar næturinnar. Dynurinn færist nær, það verður ekki um villst að margir menn ríðandi fara að bænum. Arnór snarast fram úr rekkj- unni og kallar hátt: — Vaki menn riðið er að bænum. Á einu áugnabliki breytist heildarmynd skálans. Beygur und- irmeðvitundarinnar, sem áður hafði aðeins birst í umli og um- brotum sofandi fólksins, tekur nú á sig mynd vakandi hryllingar. Víðopin, svefnhöfg augu blasa við í hverju rúmi, og í þessum sjón- um sem svo skyndilega voru sviftar blæju blundsins, speglast nú ótti og skelfing. Engin önnur svipbrigði fær Arnór sjeð, þar sem hann stendur brugðnu sverði, sem glampar kuldalega og ögr- andi í tunglsglætunni. Þorgarður bóndi liggur hreyf- ingarlaus í hvílu sinni, og í aug- um hans, vatnsbláum og svefnþung um, skín ógurleg hræðsla. Arnór lítur á þenna rameflda mann með meðaukvunarblandinni fyrirlitn- ingu um leið og hann kallar aftur og biður menn að vopnast. En rödd hans er eins og hróp- anda í eyðimörk, það er sem mara hafi færst yfir fólkið. Enginn hreyfir legg nje lið, nema einn húskarl, sem kominn er fram á gólf með fornfálega öxi, og svo hestasveinninn Bjarni, sem þeg- ar stendur við hlið höfðingja síns með brugðið sax í hendi. Varir bóndans bærast, eins og hann ætli að mæla, en honum er óþjált um tungutak, óttinn hefir algjörlega lamað hann. Hann er að hugsa um að segja, að máske fari komumenn með friði, og að eigi sje ástæða til ótta, en hann veit að slíkt er tálvon, og henni er einnig að fullu hrundið, með því að heljarhöggi er lostið á bæjarhurðina, sem ekki stendst barsmíðar aðkomumanna nema andartak. Arnór,. húskarlinn og hesta- sveinninn skipa sjer frammi við skáladyr, hlið við hlið. Enn hefir enginn annar hreyft sig, nema hvað nokkrar konvir hafa breitt rekkjuvoðirnar yfir höfuð sjer og skjálfa af hræðslu í skjóli þeirra. Svo byrgja skýin mánann aftur, og þremenningarnir vígbúnu hverfa sjónum fólksins í myrkrið frammi við skáladyrnar. Menn Örlygs gengu að myrkra- verkum sínum á Kársstöðum með sínum vanalega dugnaði og ófyrir leitni. Brátt voru hurðir rofnar, og þeir þustu inn í skálann. Sjálf ur var fyrirliðinn með þeim öft- ustu, hann hafði nakið sverðið í hendi, en í myrkrinu kendi hann ekki mann þann, er gekk við hlið honum. Þá brá fyrir birtu á ný,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.