Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 vopnaglamur heyrðist innanúr húsunum, og nú þekkti Orlygur manninn og hnykti við. Það var Ormur, sem gekk við hlið hans, Ormur, sem annars œtíð var fremstur. Örlygur undraðist. Var Ormi brugðið? Hann skyldi alls ekki þetta framferði hin hugrakk asta förunauts síns. — Þeir verjast, hví stendur þú svo aftarla? spurði hann stuttur í spuna. Ormur leit framan í höfð- ingja sinn. Örlygur sá, að á enni hans voru stórir svitadropar, and- litið var náfölt og augun hvarfl- andi. Andartak horfðust þeir á, svo ruddi Ormur sjer braut fram milli þeirra, er innar stóðu. Viðnámið hafði verið algerlega óvænt, því árásannennirnir vissu, að Þorgarður bóndi var enginn hugmaður. En sveinarnir tveir og húskarlinn gerðu harða hríð að þeim, er fyrstir komu inn og stöðvuðu framsókn þeirra. Dyrnar voru ekki víðar, og óhægt að koma mannaflanum við. Tvo hafði Arnór þegar sært. Og meðan barist var, lá hi'isbóndinn sterki skjálfandi í rúmi sínu, þótt húsfreyja hans eggjaði hann og særði að hjálpa gestum sínum og heimamanni. Tungsljósið kom og dvínaði, og óhægt var að berjast í dimmunni. Og einmitt, er Ormur ruddist fram, dró ský fyrir mánann. — Straks, er hann kom fram milli hinna fremstu fjelaga sinna. lagði hann spjótinu þangað, ev hann hugði mann vera fyrir, og fann einnig, að svo var. Svo heyrð ist fall og þung stuna og um leið fann Ormur sig særast í vinstri síðu. En nú var vígamóður kom- inn á hann, og örskjótt lagði hann þangað, er hann hugði lagið hafa komið. Einnig þar fann hann mann fyrir, en enginn fjell, ekk- ert hljóð heyrðist. Þá sleptu skýin aftur haldi sínu á tunglinu, -svo að albjart varð í skálanum. Við hina skyndilegu ljósbreytingu gættu menn að vegs- ummerkjum. Ormur sá ungan mann liggja í blóði sínu á gólf- inu fyrir fótum sjer, og allur sá geigur, sem hafði ásótt hann um nóttina, brautst nú fram í nístandi skelfingu. Maðurinn, sem þarna lá fallinn fyrir hans eigin hendi, var Arnór, yngri bróðir hans. Húskarlinn hallaðist sár til ólífis upp að veggnum rjett hjá. Þriðji verjandinn sást hvergi. Ormi lá við öngviti, hann missti spjótið og varð að styðja sig við þann f jelaga sinna, er næstur stóð. Nú var hann ofan á allt annað orð inn bróðurbani; hann hafði óhlýðn ast föður sínum og gengið í flokk Örlygs Óttarsonar, sem ætíð hafði verið fjandmaður ættar hans. — Örvæntingin bar hann ofurliði, hann ruddi sjer braut út milli fjelaga sinna og hallaði sjer upp að bæjarveggnum í sárri, hljóð- lausri yfirbugan. Úr undinni í síðu hans draup blóðið við hvert hjartaslag, rann niður eftir klæð- um hans, niður í döggvað grasið. En hann kendi einkis líkamlegs sársauka, það var sem sál hans hefði verið varpað á eld. Örlygur varð ekki var við er hann fór út, hann gekk sjálfur í skálanum og litaðist um. Honum hnykkti við, þegar hann sá hinn fallna á gólfinu, hann þekkti Arnór unga, og þrátt fyrir alla grimd sína og skaphörku fór hrollur um hann. Hann þekkti einnig föður Arnórs, og Loft, elsta son hans, og vissi, að sá kali, sem þeir báru til hans, vegna viðskifta hans við Orm, myndi nú breytast í fullan fjandskap. Og afla hafði hann engan á við þá feðga. — — Hver vá hann? spurði hann hóstum rómi. Enginn af mönnum hans gat svarað því, því að vopn þeirra allra höfðu verið á lofti og voru mörg blóðug. Einhver nefndi þó nafn Orms. — Hvar er hann? Þeir kváðu hann út genginn. Þá glotti Örlygur hörkulega, en glottið náði ekki til augnanna, þau voru flóftaleg, síðan fyrst hann sá hinn vegna. Svo kallaði hann: — Gakk út, Þorgarður bóndi, þig vildi jeg finna. Þorgarður hreyfði sig ekki og var að lyktum dreginn út af nokkrum mönnum Örlygs. Ótta- slegið heimafólkið kom fáklætt á eftir til þess að sjá afdrif hús- bónda síns, skálinn varð mann- tómur. Þá hljóp Bjarni hestasveinn út úr skoti einu og til Arnórs. Hann hafði svöðusár á vinstra handlegg, en hóf húsbónda sinn andaðan á loft og bar hann út að húsabaki. Menn Orlygs höfðu auðsýnilega ekki gætt hesta sinna vel, og voru þeir víðsvegar um túnið. Bjarna veittist ljett að handsama tvo þeirra. Hann lagði líkið á bak fyrir framan" sig og reið frá bæn- um í þá átt, sem hann ekki varð sjeður af mönnum Örlygs. Grimmilegur á svip stóð Örlyg- ur yfir Þorgarði bónda á hlaðinu: — Hvort barst þú Barða njósnir um för mína, spurði hann hrana- lega. Þorgarður kom upp engu orði fyrir ótta, tennurnar glömruðu í munni hans, og ýmsir af komu- mönnum hlógu hástöfum að hinu skelfilega hugleysi þessa fíleflda manns. Örlygur beið ekki lengi eftir svari: — Högg þú fót hans, Ánn, mælti hann til eins af mönn- um sínum, sem var jötunn að vexti og ægilegur ásýndum. Ann mundaði örina og glotti herfilega. Svo litaðist grasið blóði^ og Þor- garður bóndi var einfættur orð- inn. — Þótt enn sje nótt, sefur enginn í skálanum á Kársstöðum lengur Skýin eru nú hætt, að leika sjer við mánann, sem starir iir heiði yfir dalinn. Fólkið stumrar yfir húsbónda sínum og reynir að stöðva blóðrásina úr fæti hans. Víða um bæinn sjást hin dökku merki heimsóknarinnar, og í einu úthýsinu liggur liggur húskarlinn hugprúði nár, hann, sem einn af heimamönnum kaus að bjóða of- beldinu byrgin. Nú starir hann brostnum augunum mót skini mán ans, sem sveipar skeggjað andlit hans annarlegu ljósi. Úti á hlaðinu er döggin blóði blandin, og slóðirnar eftir hesta gestanna sjást enn í túninu. Þeir rændu tveim af hestum bóndans, því tveir af þeirra egin reið- skjótum hurfu á dularfullan hátt, og þorðu þeir ei að leita þeirra, af ótta við liðssafnað af hendi Bárðar og annarra hjeraðsbúa. Þeir ríða geyst inn dalinn. Ör- lygur er stöðugt við hlið Orms. Ormur mælir ekki orð af vörum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.