Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Page 4
364 LKSBÓK MORGUNBLADSINS W® BRIDGE M Talnlntf I dæmi því, sem hjer fer á eftir, nokkuð, áður en skifting spil- *■ verður spilarinn að bíða anna verður honum ljós. S: Á, 10, 4 H: 7, 6, 3 T: K, 10,5 N: Á, D, 10, 4 S: 6, 5 H: D, G, 10, 5, 2 T: 4, 2 L: G, 9, 6, 3 S: K, 8, H: Á, 8, T: Á, 8, L: K, 7, Hvorugur í hættu, og S spilar 3 grönd. V spilar út HD. og A og V hafa ekkert sagt og S veit ekk- ert um legu spilanna. Hann á vísa 8 slagi og býst við að fá 9. slag- S: D, G, 9, 7, 2 H: K, 9 T: D, G, 9, 7 L: 8, 2 V N A S 8. H5 T5 T9 TÁ Vinningsslagurinn fæst ekki í tígli. En nú veit S, að V hafði á hendi 5 hjörtu, 2 tígla og a. m. k. 2 spaða. inn á fjórða laufið eða fjórða tíg- 9. HG SIO S9 SK ulinn. Hann verður að geyma Nú getur S talið á höndunum: hjartaás þangað til í þriðja út- V hafði 2 spaða, 5 hjörtu, 2 tígla, spili. 4 lauf. A hafði 5 spaða, 2 hjörtu, V N A S 4 tígla, 2 lauf. 1. HD 113 HK H4 10. L3 LD L2 L5 2. H10 H6 B9 H8 11. L6 L4 ljt8 LK 3. H2 H7 S2 HÁ S spilar þannig til þess að sjá, V hefir þá haft 5 hjörtu. hvort gosinn fellur í hjá V. Nú 4. T2 T10 TG T3 getur hann svínað undir Á, 10 í V á ekki fleiri hjörtu, og því óhrætt að svína undir hann. 5. S5 S4 SD S3 Vel spilað. S gefur slaginn til þess að fá að vita meira um skiftinguna. En nú má hann ekki gefa fleiri slagi. 6. S6 SÁ S7 S8 7. T4 TK T7 T6 borðinu. S hefði ekki getað vitað með vissu, hvort V átti 2 eða fleiri spaða, ef hann hefði ekki gefið fyrsta spaðaslaginn. Það hefði því verið hrein ágiskun, hvort hann ætti að svína í gegn um V eða gera ráð fyrir því, að 3 lauf væru á hvorri hendi. Hann er niðursokkinn í þjáning- arfúllar og vonlausar hugsanir. Hann lætur hugann hvarfa aftur yfir árin, þegar hann og bróðir hans, sem nú er fallinn fyrir hans hendi, ljeku samna, og hann gætti Arnórs litla og unni honum meira, en hann hafði unnað nokkrum manni öðrum. En örlögin ginntu hann á refilstigu, og hann veit með sjálfum sjer að nú, þegar Arnór er látinn með þessum hætti, á hann sjálfur skammt eftir ólifað. Og það var það eina, sem nokk- urri glætu gat veitt inn í það niðamyrkur sorgar og örvænting- ar, sem fylti huga hans. í þessu lífi átti hann enga viðreisnar von. Varir hans bærast, mynda orð- in: Heilaga guðsmóðir, bið fyrir mjer. Og úr óbundnu sárinu í sííðu hans, þar sem sax Bjarna hestasveins markaði djúpt spor, drýpur enn blóðið, þykkt og rautt, niður síðu hestsins og niður í göt- una. Sólin er farin að roða austur- himininn. Uppi á hálsinum fremst í dalnum, ber við maður og tveir hestar, en líkami annars manns liggur stirður og kaldur í lynginu. Þetta er Bjarni hestasveinn, sem tekur sjer hvíld á hinni löngu leið heim, með líkama síns kæra hús- bónda og fjelaga. Það er auðsjeð á andliti hans, að hann hefir tár- ast í nótt, honum hraut hagl af augum, er hann reið út dalinn með Arnór látinn; óharðnaður hugur hans bugaðist um stund af þeim voða, sem að hafði steðjað. En nú voru tárin þornuð og hin myrka nótt liðin. Varlega og á- stúðlega tók hann lík Arnórs, hag- ræddi því fyrir framan sig í söðl- inum. Andartak horfir hann yfir dalinn, augu hans verða hvöss og gljá, bitrum glampa bregður fyrir, glampa sem ekki á heima í svo ungum, dreymnum augum. Hann er að hugsa um Orlyg og menn hans og þráir hefnd, hefnd fyrir alla muni. Og þarna á hálsinum, sveipaður fyrsta Ijóma morguns- ins, sver Bjarni með barnsleguru innileik, að hefna Arnórs, eða falla að öðrum kosti. Svo heldur hann af stað, leggur á hina löngu fjalla leið heim. Nýr dagur heldur innreið sína í dalinn, og tíðindi næturinnar spyrjast. Bárður, höfðingi sveit- arinnar, safnar mönnum, og veitir Orlygi og flokki hans eftirför, sem verður árangurslaus. Og þeg- ar næsta nótt heldur innreið sína í dalinn, andast Þorgarður bóndi af blóðmissi. Enn einn glæpurinn bætist á langan syndalista Orlygs og manna hans, enn ein nótt breið ir vængi sína yfir landið, og eng- inn veit, hve víða hún verður notuð til hryðjuverka við föla glætu mánans, sem meinlausastur þótti ljósa á hinni hryllilegu öld, þegar bræður börðust. Jens Benediktsson. Kurteisa húsmóðirin við mann, sem er nýbúinn að syngja hræði- lega heima hjá henni: Kæri vinur, þjer megið aldrei oftar segja, að þjer sjeuð laglaus. Við vitum það núna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.