Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 365 Ólafur Jónsson: ÚR GRAFARLÖNDUM TIL GÆSAVATNA Hamar norðan í Bárðarnúp. að verður ekki mikið úr manni niðri á botni þessa ægilega veginn ónáttúrlegt, loftið er þungt ketils. Alt verður þetta einhvern- og mollulegt, enginn vindblær nær þangað niður og ekkert hljóð heyr- ist. Jeg er vissulega hálf-feginn, þegar jeg er aftur kominn upp á brúnina. Thoroddsen %á jarðfall þetta ]884 af Trölladyngju, en skoðaði það ekki. (Ferðabók I bls. 360). Spelhmann mun hafa skoðað það 1910, en allar stærðir, sem hann nefnir í sambandi við það. virðast lirein ágiskun og langt frá lagi (Die Schildvulkane des Östlichen Inner-Island. D. Seitsch. d. Gesell. f. Erdk. 1914 Nrr 5). Af Urðarhálsi vestur á Trölla- dyngjuháls eru 10—15 km., eftir því hvar á hálsinn er komið. en Trölladyngjuháls er breiður hraun hryggur, sem liggur frá Trölla- dyngju suðvestur að jökli við Von- arskarð. Hryggurinn fer hækk- andi, því meir sem nálgast jökul- inn og gengur loks að nokkru leyti inn undir jökulinn, en fylgir að nokkru leyti jökulbrúninni eins og hjalli alla leið suðvestur fyrir Gæsavötn. Að suðaustan er háls- inn lágur og hallalítill og er örð- ugt að segja, hvar hann eigin- lega byrjar þeim megin, því hraun breiðunni hallar allri örlítið aust- ur að Urðarhálsi. Norðvestur af hálsinum er hins vegar bratt og lækkar landið þar á skömmu bili um 200—300 m. Það, sem þó er sjerkennilegast við háls þennan, er það að hann er þjettsettur gígaröðum. Þorvaldur Thoroddsen segir, að gígaraðirn- ar sjeu 7 (Ferðabók I 358), en mjer töldust þær aðeins sex. — Gígaraðir í Ódáðahrauni eru auð- vitað ekkert sjaldgæft fyrirbrigði, en hitt er sjaldgæft, að þær liggi svo þjett, að 6 sjeu í jafnmargra km. breiðri spildu og eru þó fjór- ar þeirra á spildu. sem varla er meira en 1 km. á breidd. Fyrstu gígaröðina hittum við austur í hrauninu beint norður af Kistu- felli. Það voru rústir af 2 stórum gígum, sem gerðir hafa verið úr nijög gjallkendu og ljettu hrauni og eru nú að miklu leyti veðraðir burt. — Nokkru sunnar og vestar er framhaldið af þessari gígaröð. Eru það 7—8 einstakir gígir, og r.ær gígaröðin alveg suður að grá- um hnjúk, sem er rjett laus við jökulröndina. Þessir gígir hafa haldið sjer miklu betur en þeir í.vrstu, sumir hafa hlaðist upp í háar borgir. Inn í einni borginni fundum við lambsbein í sandskafli. Gegnir furðu, hve fje hefir flækst um þessi gróðursnauðu öræfi. Nokkru vestar kemur önnur gígaröðin. Hún er skilin sundur, 3 gígir saman, ekki langt frá jök- ulbrúninni og svo 4 gígir alllangt norður í hrauninu. Þessir gígir eru allir hlaðnir upp úr svörtu gjalli, háir, borgmyndaðir og halda sjer vel. Báðar þessar gíga- raðir eru eiginlega austan við sjálfan hálsinn. Skamt vestan við gígaröð nr. 2 kemur þriðja gossprungan og sú mesta. Hún hefst skamt frá jöklinum og hafa syðstu gígirn- ir borist upp um grágrýtis- hraun, sem kemur hjer út und- an jöklinum og þekur hálsinn austanverðan. Víðast hvar er þó grágrýtið horfið undir ný hraun, gjall og vikur. 1 þessari þriðju gígaröð er ekki hægt að tala um einstaka gígi, heldur mynda eldvörpin eina samhang andi gossprungu á alt að 3ja km. löngum kafla og hafa háir gjallhryggir hlaðist upp til beggja hliða við sprunguna. Nyrst, í þessari röð, er stór rauð- ur gjallgígur ákaflega brattur. Svo virðist sem nokkrir gígir suðvestan í sjálfri Trölladyngju sjeu í framhaldi af þessari gos- sprungu. Næsta gígaröð er af sömu gerð og sú síðasttalda, ep ekki eins hrikaleg. Hún slitnar sund- ur á stórum kafla, en svo eru aftur nokkrir stórir gígir, í sömu stefnu, norður á hálsin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.