Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 6
36G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um. Annars liggja gossprungur hjer svo þjett, að örðugt er að segja hvað saman heyrir. Fimmta og næst vestasta gos-> sprungan, nær 'miklu skemrai norður eftir hálsinum en hinar, þeim mun lengra til suðurs, því hún heldúr áfram suðvestur hjallann, sem hálsinn myndar hjer út undan jökulbrúninni. Þetta er önnur mesta gossprung an. Um miðbik hennar eru eld-i vörpin samhangandi á löngum kafla, en nyrst, og þó einkum syðst, eru stórir einstakir gígir. Loks eru svo nokkrir einstakir gígir, sem mynda röð á vestur- brún hálsins nokkuð norðar- lega. öll eru þessi eldvörp hjer á háhálsinum mjög lík að gerð og aldri og öll halda þau sjer svo vel, að þau gætu verið til- tölulega ung. Mikil hraun hafa eðlilega runnið frá öllum þessum eld- vörpum, sum til austurs en þó mest til vesturs. Hafa þau fall- ið í stríðum straumum norð- vestur af hálsinum. — Syðstu kvíslarnar hafa runnið suður í Vonarskarð, fyrir sunnan Gœsavötn; líka hafa kvíslar fallið niður norðan við Gæsa- vötnin og eru þessar hraun- kvíslar runnar frá syðstu gíg- unum á hálsinum. — Stærstu hraunflóðin hafa þó Vunnið neðan af hálsinum norður. Hafa flætt þar um öldótt land, þakið grágrýti, fyllt allar lægðir, svo aðeins kollarnir á grágrýtis- öldunum standa upp _úr kol- svörtu hraunflóðinu, sem sum- staðar hefir flætt vestur og norður að Skjálfandafljóti. — Einn hraunstraumurinn hefir flætt neðan Hraundal og norð- ur Fljótsdalinn alt norður að öxnadalsmynni. Frá sumum gígunum, syðst og vestast á hálsinum, liggja stór hraunræsi og gjár vestur af hálsinum. Við eina stytstu gjána, rjett á hálsbrúninni, standa geysimiklir klettastöpl- ar. Þaðan sjer Vel suður í Vatnsskarð, en um miðbik skarðsins eru tvö fell, sem loka því að neðan. Ár og lækir lið- ast hjer undan austurhlíðun-i um norður um skarðið. Víða s.jást grænir mosablettir kring- um lindir, en Gæsavötn sjáum við ekki. Við höldum samt nio- uv af hálsinum, því gangfærið er betra niðri í skarðinu Eílir að við höfum gengið meira en eina klukkustund, verður fyrir okkur stór grágrýtisalda, sem gengur vestur í skarðið. Við förum yfir hana upp við hlíðarnar, en þegar upp í öld- una kemur, sjáum við marp.a græna bletti, í dálitlu viki við vesturbrún hennar. — Það eru Gæsavötn. Þarna koma margar lindir upp í giljum og skorn- ingum og safnast saman í tvær dálitlar tjarnir. Umhverfis all- ar þessar uppsprettur og læki er dálítil mosabrydding og mjög fátæklegur gróður. Sum- staðar vex þó dálítið af snar- rótarpunti og hálmgresi og jafn vel broki, ennfremur sjást þarna nokkrar blómjurtir. Við veljum okkur tjaldstað á lækjarbakka. Gróðurræman er svo mjó, að við verðum að strengja tjaldstögin öðru meg- in yfir lækinn, til þesss að fá góðan blett undir tjaldið, en þarna er þó gróið land og gott rennandi vatn rjett við tjald- skörina, sem við þurfum ekki að spara og þetta finnst okkur hreinn ,,luxus". Hjer getum við þvegið af okkur svitann og rykið, hjer er enginn sandur, sem berst inn í tjaldið og lend- ir í allt, sem við höfum með- ferðis, hjer þurfum við ekki að bera grjót á tjaldstrengina, til þess að hælarnir haldist niðri og hjer getum við tínt okkur geldingahnappa í hnesl- una og gæsafjöður í hattinn. Á morgun stendur mikið til, jökulganga, en útlitið er ekki sem best, því það er kólga á jöklinum og svo er byrjað að rigna, en það heldur ekki fyrir okkur vöku, því lindarkliður- inn við tjaldskörina syngur okkur í svefn. Á BÁRÐARNÖP. Jeg vakna við að sólin skín og vermir svo notalega gegn- um tjalddúkinn. Samt er þoka á öllum fjöllum, veður kyrt og óráðið. Við búum okkuf samt undir jökulgöngu og með- an Gunnbjörn bætir skóna sína, dunda jeg við að yrkja með eftirfarandi árangri: 1 gær hjá Gæsavötnum ' jeg gekk á mosanum og sá á jöklinum svipinn af sunnanrosanum. En síðan fór jeg að sofa hjá silfurtærri lind, er söng um sumarblíðu og sól á hverjum tind. Nú veit jeg varla lengur, hvað veðrið ætlar sjer, en blikandi Bárðarnúpur bíður eftir mjer. Og af stað erum við komnir kl. 9 og þá er sólin að vinna bug á þokunni. ! Fyrst göngum við á Gæsa* hnjúk sem er dálítill grágrýtw ishnjúkur beint upp af Gæsa- vötnum. — Þaðan er skamt til jökulsins, og Bárðarnúpur ber við loft. Að norðvestan er núp- urinn brattur og sprunginn og standa þar víða svartar hamra- nibbur út úr hjarninu. Nokkru austar er aflíðandi hjalli suður í hájökulinn og engar sprungur sjáanlegar. — Við veljum þá leið, þó það sje nokkur krókur og aðdrag- andinn langur. Af Gæsahnjúk er örskamt upp á suðvestur- hornið á Trölladyngjuhálsinum og að jökulröndinni. Hann hef-* ir runnið hjer, frá syðstu gíg- unum á Trölladyngjuhálsinum,. suður milli Gæsahnjúks og jök- ulsins og suður í Vonarskarð, milli upptaka Hraunkvíslar og Rjúpnabrekkukvíslar. Sú fyr- nefnda, af þessum kvíslum, er bergvatn og myndast af stór- um uppsprettum, sem koma upp undir melöldu skamt suður af Gæsavötnum. Rjúpnabrekku kvísl er hinsvegar jökulvatn og kemur undan dálitlum skrið- jökli, sem fellur neðan frá hánúpnum til norðvesturs, norðan við fellin tvö, sem loka skarðinu. Dálítið vestur í skarð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.