Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 367 inu sameinast Rjúpnabrekku- kvísl annari miklu meiri jökul- kvísl, sem kemur undan skrið- jöklum sunnan við fellin. Þar sem við förum upp á jökulinn, er brún hans þakin stórum hólum af alskonar ruðn- ingi. í sumum hólunum er að- allega grágrýtisruðningur, en aðrir eru úr gjalli og vikri, sumir rauðir aðrir svaftir. Eru sumstaðar stór móbergsstykki innan um vikurinn. Ekki treyst- ist jeg til að skera úr því, hvort gosefni þessi eigi rót sína að rekja til gosa, sem orðið hafa þarna í jöklinum, eða hvort þau hafa fallið á jökulinn og hann síðan ekið þeim saman. Til þess að ganga úr skugga um þetta, þarf að rannsaka jök- ulröndina hjer á stóru svæði. Við erum fljótt komnir upp fyrir ruslið á jökulröndinni og höfum nú endalausa, fann- hvíta hjarnbreiðuna fyrir fram- an okkur. Leysingar 'hafa ver- ið litlar, svo hjer er jökullinn alstaðar þakinn djúpum vetrar snjó. Til vonar og vara bindum við okkur saman með ólum, því vel geta sprungur leynst hjer undir lausasnjónum. — Aðeins tvisvar verð jeg var við smá- sprungur á leiðinni upp á jök-' ulinn, en báðar eru alveg hættu lausar. Sumstaðar sjest líka móta fyrir stórum sprungum, en þær eru fullar af snjó. Vegalengdir, á fannhvítum jökli eru óútreiknanlegar. — Bungan, sem ber við loft og sýnist svo skamt framundan, cr í órafjarlægð. Eftir því sem við komum lengra inn á jökul- inn, hverfur landið í kring meira og meira undir jökul-. brúnina. Hallinn er ekki mikill en drjúgur, því við erum farnir að sjá ofan á fjöllin í kring. — Kistufellið, 1400 m. hátt í jök- ulröndinni, er orðið langt fyrir norðan og neðan okkur. Loks komumst við upp á hájökulinn, en þá 'tekur við endalaus sljetta; þar sem hvorki sjest allra minsta rykkorn eða arða, og brátt hverfur okkur svo að segja alt autt land. — Jökul-( f Vonarskarði. Bárðarnúpur í baksýn. hryggnum, sem við erum komn- ir upp á, hallar nokkuð til austurs og við sjáum vel til Kverkfjalla. 1 sjónauka sje jeg glöggt alla tindana á háfjöll- unum, sprungudalinn mikla í Vesturfjöllunum og stóru bung- una syðst á fjöllunum. Engir hamrar eru suðvestan i fjöll-i unum, en greinilega eru þau þar aðgreind frá sjálfum jökl- inum með brattri brekku. — Dálítill hjíalli, öða hryggur, gengur svo suðvestur undan þeim lengra inn á jökulinn, og endar sá hjalli líka með brattri brekku. (Sjá Lesbók 1941, 33. tölublað). Við erum sennilega komnir 10—12 km. inn á jökulinn og hofum altaf stefnt í suður, eða eilítið til suðausturs. Nú breyt- um við um stefnu og höldum í vestur, því ef til vill hækkar jökullinn ofurlítið í þá átt, svo dragast bungurnar líka saman til vesturs, svo þar er útsýnið betra til allra hliða. Gangfærið er ágætt hjer á há- jöklinum, en allar ágiskanir um vegalengdir svíkja okkur og við göngum hátt á annan klukkutíma til vesturs áður en við komum á bunguna, sem virðist rjett fyrir vestan okkur. Þar er jökulhryggurinn ekki breiðari en svo, að við sjáum sæmilega til allra hliða. Þetta er Bárðarnúpur, hábunga Vatnajökuls, líklega um 2000 m. yfir sjó. Veður er mjög einkennilegt. Uppi á jöklinum er blæja logn, sterkt sólskin og ákaflega heitt en alt í kring eru fjarska miklir og sjerkennilegir hita< bólstrar á lofti. Yfir svæðið suð- vestur af jöklinum gengur óveð- ur með dynjandi úrfelli og er alt þar hulið í regnmóðu. Við sjáum aðeins niður í Köldukvísl arbotnana og vestur í Hágöng- urnar og Þórisvatni bregður snöggvast fyrir langt í suðvestri. Hjer, vestur af okkur, gengur fram mikill skriðjókull niður í vestanvert Vonarskarð. — Frá Tungnafellsjökli kemur skrið- jökulstunga fram á milli Há- gangnanna og undan henni fell-i ur á austur og suður í Köldu. kvísl. Tungnafellsjökull hefir verið bjartur annað veifið, en nú er hann hulinn í regnskúrum og skýjabólstrum. Hann er hvorki hár í lofti eða víðáttumikill, hjeðan að sjá. Til norðurs og norðaustur er sæmilega bjart, en fjöllin í Ódáðahrauni sýn- ast í órafjarlægð. Jökullinn sjálfur er baðaður í sólskini, dálítil þokuslikja, sem lá yfir honum austanverðum, fyrst þegar við komum upp, er nú að mestu horfin. Kverk- fjöll eru beint í austri. í suð- austri rísa þverbrattar, skórð-. óttar eggjar Esjufjalla upp úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.