Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1942, Blaðsíða 8
368 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iliiillllilliiliiiillllllllllilllllllllllllllllllllilllllllllllllllllltlillllllllllllllllliillllillillllllllilllllillillllliilillillllllllllllilllllllililllllllill 5 >• I Dempsey fer í herinn ; 1 Jack Dempsef (til h ægri á myndinni) er nú genginn í Banda- 1 | ríkjaherinn. Hann var um langt skeið heimsmeistari í hnefa- | | leikum í þungavigt og er álitinn einhver harðvítugasti hnefa- | leikari, sem uppi hefir verið. 311111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ ■ 111111111111111111111 i i ■ 111111, i n 1111111111111,11111 m jöklinum, og strýkur um þær þokuslæða annað veifið. Nokkru sunnar og vestar teygist hvít hyrna upp úr jökulbreiðunni, brött að austan en meira ávöl að vestan. Þetta mun vera ör- æfajökull. — Við sjáum hann prýðilega, þótt hvergi sjáist í dökkan díl á þeirri hlið hans, sem að okkur veit. Milli Esju- fjalla og Öræfajökuls ber lang- an, móleitan hrygg, sem virð- ist liggja frá NA. — SV. og rís upp úr miðri jökulbreiðunni. — Nor8austurendi þessa hryggs, virðist einna hæstur og er sú hliðin, sem að okkur veit, þver- hnípt og slæðist þar um þoka, eða gufa, öðru hvoru. Annars er hryggur þessi ávalur. Sjer í sprunginn jökul meðfram hon- um, en jökulbreiðuna bak við hann. Enginn vafi er á því, að þetta eru Grímsvötn. Líklega er mjög auðvelt að skreppa til Grímsvatna, suður yfir Dyngjujökul, um hásumar- ið, ef maður hefir skíði og ljett- an, hentugan útbúnað. Það sýn- ist jafnvel ekkert sjerstakt þrek virki að skjótast þvert yfir jök- ulinn á skíðum suður í öræfi. Veðráttan á jöklinum um há- sumarið er sennilega oft hag- stæð einkum á norðanverðum jöklinum. Sagt er að leið hafi Jegið yfir Vatnajökul þveran austan við Kverkfjöll og suður í öræfi og Möðrudalur á Fjöll- um og Skaftafell í öræfum hafi átt ítök hvort í annars landi. Að um einhverjar samgöngur hafi getað verið að ræða, þessa leið, er als ekki útilokað. Leiðir um öræfi og jökla eru als ekki eins ægilegar og margir hyggja, þeir óttast þær mest, sem minst þekkja þær. Ofan af jöklinum fórum við skemstu leið norðvestur af núpnum. Þar er bratt niður og ægilegar jökulsprungur, sem sumstaðar eru þó hálffullar af snjó. Okkur tekst að þræða á milli sprungnanna, en verðum oft að fara stóra króka. Á ein- um stað förum við niður með háum hömrum. Þeir eru úr mó- bergi, en á*nokkrum stöðum koma fram í gegnum móbergið greinileg grágrýtislög. Ofan á móberginu sitja svo jökulhamr- ar. Þarna hafa fallið snjóflóð fyrir skömmu og jökullinn í kring er ákaflega sprunginn, sumstaðar klofinn í örmjóa stapa, sem virðast að því komn- ir að velta um koll. — Það er ofsahiti þarna framan á núpn- um, en veðrabrigði virðast í nánd, því grá þoka er að fylla skarðið fyrir sunnan okkur. Við reynum að hraða ferðinni, því ekki er æskilegt að vera staddur hjer, innan um sprungurnar, ef þoka skellur yfir. Eftir skamma stund erum við komnir niður á skriðjöklana, sem ganga niður frá núpnum. — Þar er talsvert vatnsrensli og krap, en annars ágætt færi og engar hættulegar sprungur. Aðal skriðjöklarnir, sem ganga hjer norðvestur af núpn- um, er tveir. Sá syðri gengur niður sunnan við fellin í skarð- inu og undan honum hygg jeg að aðal-upptökukvísl Skjálf- andafljóts renni. Hinn gengur norðan við fellin, mun heita Rjúpnabrekkujökull, því und- an honum kemur Rjúpnabrekku kvísl. Þessi skriðjökull er minni en frá syðri. Niður hann fórum við og komum niður af honum kl. 6 e. m. og höfðum þá verið 8 klukkutíma á jöklinum. Þegar niður í skarðið kom, var veðurblíðan búin, þar mætti okkur norðan næðingur og súld. Við hjeldum rakleitt í tjald-i stað, en sú ganga tók okkur röska tvo tíma. — Við vorum hvíldinni fegnir og höfðum eng^ ar áhyggjur af veðurútlitinu, sem var alt annað en gott, stinn- ings norðankaldi og rigning. MÁL AM AÐURINN. „Einkennilegt er vinnufólkið í erlendum veitingahúsum", sagði Englendingurinn, sem var á ferða lagi um Spán. „Jeg spurði einn þjónanna á frönsku hvað væri að frjetta frá London, en hann sagði, að jeg yrði að bíða dálítið, því að rússneski túlkurinn væri ekki við“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.