Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 1
hék 41. tólublað. $ffiOTQUtobiiW&htt8 Sunnudagur 29. nóvember 1942. XVII. árgangur. ______ ÍMfoldMTMMUBlftJS k J. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Þegar Oddysseifur kemur í brjósti þínu blundar hvert brimhljóð minna sorga og turnar týndra borga, en tíminn áfram skundar. — Og mistur margra ára á mynd hins liðna hnígur. Og ekkert andvarp stígur frá útsjó gleymdra tára. Það bil mun aldrei brúast, sem blóð og anda skilur. En tregann húmið hylur, og hjólsins ásar snúast. Og inn sjer auðnin þokar, sem engu lengur fagnar, uns spunans þytur þagnar og þreytan augum lokar. Svo mun þín minning vakna í morgunroðans bjarma — og eiga enga harma og einskis framar sakna. Því ilmur ungra blóma um opinn gluggann streymir, og viðinn vota dreymir i vorsins töfraljóma. Þú gleymir gömlum byljum og geig hins særða hjarta, því moldin mun þjer skarta í miljugrasi og liljum. Og að þjer sækir svimi af sælu daginn langan við yndisleik og angan hjá aldingarðsins liml. Það blánar fyrir borgum að baki rauðra skýja, með sólskinssöngva nýja á silfurbjörtum torgum. Og hulin hönd þeim lyftir í heiðríkjuna víða við óminn undurblíða, •em enginn burtu sviptir. Og sjá! Hin góða gyðja ei gleymir tregans bænum: jeg berst til þín með blænum frá böli minna viðja. Úr dulardjúpi stíg jeg mót dagsins rósalundi, — sem bandingi í blundi að brjóstum þínum hníg jeg. Þótt senn í runnum rökkvi og roðni jurtin gljúpa, mun augun áfram hjúpa þinn endurfundaklökkvi. Sem þeyrinn reyrnum ruggi þinn rómur um mig leikur, þótt jeg sje banableikur og blóðlaus draumaskuggi. Þú hvíslar að mjer orðum, sem yngja varir þinar, en sefa sorgir mínar af sömu ást og forðum, — uns höfginn hjartað lamar við hljóða eilífðina. ó, sofðu, vorsins vina! Þú vaknar aldrei framar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.