Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 6
374 LESBÓK M0RGUNBLÁÐ9IN8 Hann gekk hægt niður tröpp- urnar. Við garðhliðið staðnæmd- næmdist hann og veifaði til henn- • r Henni hafði fundist það ynd- islegt fyrsta hjúskaparárið — en nú var hún farin að þreytast á því. Hún veifaði á móti. Miriam þrýsti nefinu að rúð- unni. „Mamma! Segir pabbi aldrei neitt annað en þetta venjulegaf' „Nei“, sagði frú Seaver með niðurbældri reiði. „Faðir þinn er, væna mín, mjög vanafastur". Það voru vandræði, hugsaði hún, að Richard fæddist ekki sem klukka. Það hefði hæft honum. En að vera giftur klukku —. Frú Seaver var fædd brosandi, var móðir hennar vön að segja. Hvað gröm sem hún var, sást það aldrei á andliti hennar Hún hafði haft sömu þjónustustúlkuna í 11 ár. Richard var góður eiginmaður. Margt kvenfólk kvartaði yfir því að geta ekki sjeð fram í tímann. Frú Seaver sá alt of vel fram í hann. A morgun var laugardag- ur. Richard fengi tvö egg til morgunverðar. Hann myndi segja, að faðir sinn hefði altaf fengið tvö egg. Hann myndi lesa upp úr blöðunum. Síðan myndi hann spyrja börnin, hvernig þeim liði. Síðan myndi hann segja laugar- dagsklausuna venjulegu: „Hvern- ig líst ykkur á að fara í veiðitúr til Long Pond í dag?“ Frú Seaver yrði að íklæðast síðbuxum, sem hún fyrirleit, og veiða fisk, sem hún hataði. Hún hristi höfuðið og beit á jaxlinn. Hún ætlaði ekki til Long Pond á morgun. Hún ætlaði að kæra sig kollótta um eggin hans Richards. Hún ætlaði að lesa dag- blöðin sjálf!! Richard myndi hafa gott af dálítilli tilbreytingu. Frú Seaver var í sönnum bylt- ingarhugleiðingum. Hún steig þungt til jarðar og var háleit, þegar hún gekk inn í dagstofgna, og fór með hæginda- stólinn, sem Richard hafði setið í á hverju kvöldi í 15 ár, niður í kjallara. Hún kallaði fram í eldhúsið: „Thora,-hr. Seaver vill -fá ristað brauð og flesksneið til morgun- verðar á morgun“. Thora glápti svo að augun ætl- uðu út úr höfði hennar. „Engin egg„“ „Þjer heyrðuð hvað jeg sagði!“ sagði frú Seaver. Thora varð orðlaus. ★ Það var bjartur morgun. Frú Seaver brosti blíðlega framan í eiginmanninn yfir morgunverðar- borðinu. Richard virti lengi fyrir sjer 3 ristaðar brauðsneiðar, sem lágu á diskinum hans. „Engin egg,“ spurði hann síðan hóglát- lega. „Engin egg“, sagði frú Seaver ákveðin. Richard leit í kring um sig eftir morgunblöðunum. Þau lágu ekki- samanbrotin við hliðina á diskinum hans eins og venjulega. Hann var lengi að átta sig á því, áð konan hans var að lesa þau í ró og næði. Hann dró andann djúpt og sagði. „Hvað segið þið um að fara í veiðitúr til Long Pond í dag?“ Frú Seaver leit á hann yfir borðið. „Enginn fiskitúr", sagði hún. „Við förum í leikhúsið í staðinn“. Rihhard sagði dræmt: „Jæja“. Honum fanst hann vera ferða- maður í ókunnu landi. Hann leit rannsakandi í kring um sig. Hann rak fyrst augun í langa fótleggi dóttur sinnar. Hann sagði: „Er ekki þetta pils heldur of stutt?“ Frú Seaver var harðánægð. Loksins var Richard farinn að taka eftir börnunum. Hún sagði við Miriam: „Togaðu það niður, væna“. Richard var enn ekki ánægður. Hann virti son sinn gaumgæfilega fyrir sjer. „Hann er óhreinn í framan", sagði hann loks. „Not- ar hann aldrei sápu?“ Frú Seaver leit snöggvast á Donald. „Hann er altaf óhreinn", sagði hún síðan. „Þvoðu þjer aft- ur, Don“. ★ Klukkan var hálfþrjú sárna dag. Frú Seaver hafði fengið vilja sín- um framgengt, því að þau sátu í leikhúsinu 1 stað þess að vera í veiðitúr í Long- Pond. Þó ,var hún ekki allskostar ánægð, því að hún var í spánýjum skóm, sem þrengdu að henni og feitlaginn herramaður var tvisvar búinn að stíga ofan á sömu tána á henni. Leikritið var einnig fram úr hófi leiðinlegt. Hún var fegin, þegar hún kom heim aftur. Það lá meira að segja við, að hún hefði samúð með Rie- hard, þegar hann hóf leit að eftirlætis stólnum sínum. Hann góndi upp í loftið eins og hann byggist við að finna hann þar. Frú Seaver tók af sjer skóna, nuddaði meiddu tána og sagði með þó nokkrum ótta: „Stóllinn var orðinn svo óhreinn, að jeg neyddist til að senda hann í hreinsun. Richard sagði rólega: „Þá það“, settist niður í óþægilegasta stól- inn í stofunni og fór að lesa um stríðið. ★ Morguninn eftir borðaði Ric- hard einnig morgunverð án eggja. Morgunblöðin fjekk hann ekki, því að frú Seaver var að lesa þau. Hann virti afkvæmi sín fyr- ir sjer með vanþóknun og setti út á þau eftir bestu getu. Síðan þreif hann hatt og frakka, tilkynti að hann væri að fara og gekk virðulega af stað. Af einskærri vanafestu horfði frú Seaver á eftir honum gegnum gluggann. Hann sneri sjer ekki við til að veifa, en staðnæmdist á móts við garð frú Clayton, sem var kettlingslegri en nokkru sinni áður og talaði við hana nokkur orð .í glettnislegum tón. Klukkan 3 þennan daginn hringdi hann heim og skýrði frú Seaver frá því, að honum væri boðið í miðdegisverðarveislu. Frú Seaver tók því vel. Hún vissi, að hann myndi samkvæmt venju sinni koma heim um 11-leytið um kvöldið. Hún fór að sofa kl. 1C% um kvöldið. Um kl. 1 vaknaði hún. Hinn prúði eiginmaður hennar var ekki kominn heim. Hún lagð- ist fyrir aftur og reyndi að sofna, en gat það ekki. Hún sá í anda Richard undir bíl eða járnbraut- arlest. Loks hrökk hún upp við það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.