Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 879 En þó ekki alveg. Nokkuð er eftir af leifum fornar frægðar. Landslagi þarna er þannig hátt- að, að háborgarstæðið er á 140 metra hárri hæð, sem er snarbrött niður að Tunisflóanum að austan. Til norðurs hallar hæðinni jafnt niður í allbreiða lægð, sem er að eins nokkra metra yfir sjávarmál, en þar norður af eru svo aðrar hæðir, alt norður að Kamart höfða, sem er nyrst á nesi því, sem borg- in stendur á. Gróður er þarna ekki annar en gras á milli steina, og sumstaðar skín í beran sandinn, því að regn er lítið á þessum stöð- um. Höfnin var til forna austan undir syðstu hæðinni, þar sem há- borgin var. Þar voru mikil hafnar virki, og hafnirnar tvær, önnur fyrir kaupskip en hin fyrir her- skip. Gátu hafnirnar rúmað 1100 skip. Af höfnunum sjest nu ekk- ert. Hafnargarðarnir voru rifnir niður, og höfnin hefir fylst af sandi fyrir löngu síðan. Fornfræðingar hafa grafið mik- ið í borgarstæðið og fundið þar nokkur hússtæði frá dögum Róm- verja. En eina byggingin sem þar hefir fundist, sem nokkuð kveður að, eru leifar af rómversku hring- leikahúsi. Jeg skoðaði það, og þar var ekki mikið að sjá annað en steingólfið af arenunni, eða leik- svæðinu. Þar var áletrun ein, og á henni stóð á latínu að píslar- vottarnir Saneta Perpetua og Felieitas hefðu látið þar líf sitt í vargaklóm 7. mars árið 203 e. Kr. Þaðan gekk jeg upp að forn- gripasafninu. Það er lág bygging en all stór um sig og hefir að geyma ýmsa gripi frá dögum hinn að fornu púnversku Kartago. — Fjörutíu fetum undir yfirborðinu hafa fundist fornar grafir í göml- um steinnámum, líkt og í Egypta- landi. Hlutirnir sem þar finnast, líkjast líka mjög hinum forn- egypsku leifum. Þar eru steina- rústir með mannamyndum af sömu gerð og hinar egypsku. í for- görðum er hrúgað upp feiknin öllum af leirkerum, sem þar hafa fundist, stórum og smáum, öllum heldur illa gerðum að mínu viti. Hafa þau eflaust verið verslunar- vara, ætluð til að selja villimönn- um fornaldarinnar í Spáni og Englandi Inni í safninu eru geymd ir í glerskápum ýmsir smágripir úr málmi og dýrum steinum, sem fundist hafa í gröfunum. Þar eru margskonar skartgripir, mjög hag lega gerðir, hringir og festar og nælur. Það sem einkum vakti at- hygli mína voru kynstrin öll af rakhnífum úr bronsi. Þeir voru gerðir af mikilli list, greyptir myndum og áletrunum, sem líkt- ust hebresku letri. En ekki virt- ust mjer þeir jafn bitlegir og þeir voru skrautlegir. En Púnverjar hafa líklega ekki verið sjerlega skeggsárir. Þarna voru líka nokkrar beina- grindur af fornum heiðursmönn- um frá Kartago. Hauskúpurnar voru stórar, með lágt enni en stór- an og hvefldan hnakka, tennurnar stráheilar og mjallhvítar og augn- tennurnar stórar, eins og í villi- dýri. Lúðvík helgi Frakkakonungur fór sjöundu og síðustu krossferð- ina til Tunis um 1270 og ljetst í þeirri ferð nálægt Kartago. Til minningar um þann atburð eru fjögur geysistór málverk þarna í safninu, er sýna stríð hans við Mára og dauða hans. Rjett hjá safninu ljet Luðvig Filipus af Orleans, sem var konungur í Frakklandi eftir 1830 reisa litla kapellu til dýrðar þessum heilaga forföður sínum. — Þegar jeg hafði skoðað þessa fornu hluti í safninu, gekk jeg upp að hinni stóru dómkirkju, sem helguð er Luðvik helga, og stendur á hæð- inni þar sem áður var háborg Kartago. Kirkjan er nýleg, stór og falleg að utan, en hún var lokuð, svo jeg komst ekki inn. Allt í kringum hana eru rústir af gömlum veggjum, líklega af eldri kirkjum, því að þar hafa staðið kirkjur hver af annari alt frá því í fornöld, að kristin trú breidd ist út um Norður-Afríku á 2. og 3. öld. Milli þessara steina vaxa blóm og gras, hnjehátt. Þar voru geitur á beit og átu grasið með bestu lyst, og kærðu sig kollótta um andagt mína og annara píla- gríma frá Vesturlöndum. Þegar þær sáu mig komu þær og skoð- uðu mig í krók og kring. Geitna- hirðirinn, tötralegur Arabadreng- ur lá þar hálfdottandi undir vegg broti og vafði sjer sigarettu úr svörtu daunillu tóbaki. Þar fór maður fram hjá með úlfalda, og nokkrar ungar stelpur með asna, sem klyfjaður var vatnskrukkum. Þær litu varla á mig, þó að mig langaði til að sjá inn í hin stóru svörtu augu þeirra, þær eru orðn- ar Evrópumönnum svo vanar, að þeir vekja ekki forvitni framar. Jeg stari á geitarhirðinn og litlu stelpurnar, nútíðina, sem leikur sjer á gröf hinna fornu kynslóða. En jeg ligg hjer og læt heitan sunnanvindinn leika um höfuð mjer að hugsa til fornra tíma. Fáar borgir hafa átt sjer jafn glæsilega sögu og Kartago, eða jafn stórkostleg endalok. Kartago var ein af nýlenduborg um hinnar miklu verslunar og sigl ingarþjóðar, Fönika, sem bjuggu á strandlendi Sýrlands milli Mið- jarðarhafsins og Libanon-fjall- garðsins. Nýlenduborgir þeirra voru víðsvegar á ströndum Mið- jarðarhafs. Sögusagnir herma, að í horginni Tyrus í Föníkíu hafi verið konungssonur er hjet Pygma lion og systir hans, er hjet Elissa eða öðru nafni Dido. Pygmalion gifti Dido systur sína föðurbróð- ur þeirra, er hjet Sycharbas. Þeg- ar Pygmalion tók við ríki eftir Múlto föður sinn, ljet hann fyrir- fara Sycharbas til þess að klófesta fjármuni hans. En Dido bjargaði auðæfunum úr klóm hróður sins og kom þeim á skip, safnaði mörgum mönnum með sjer og sigldi úr landi og lenti í víkinni þarna fyrir neðan mig. Hjá höfðingja þeim, er þarna átti löndum að ráða, fjekk hún leyfi til að taka svo mikið land, sem ein uxahúð næði yfir. Fór Dido þá eins að, og 6agt er um ívar beinlausa, er hann bygði Jórvík í Englandi, að hún bleytti húðina og ljet rista í mjóar lengjur, svo að þær náðu umhverf is hæðina þar sem jeg ligg nú. Þess vegna var hæðin kölluð Byrsa, en það var grískt orð og þýðir nautshúð. Á hæðinni hjer reisti hún höll sína og vígi, en umhverfis reis upp mikil verslun- arborg. En Dido var fögur kona og átii sjer marga biðla. Einn þeirra var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.