Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 oooooooooooooooooooooooooooocoooooooo lapönsk orustuflugvjel 0 0 I ■ . > Myndin sýnir japanska orrustuflugvjel af hinni svonefndu „00“ gerð. Var flugvjel þessi skotin niður af Bandaríkja- mönnum, en síðan gerðu þeir við hana, til þess að reyna kosti hennar og galla. Kom í ljós, að flugvjelin er fljót að ná mikilli hæð, en mjög veikbygð. Stjörnumerki Bandaríkjanna hefir hjer verið málað yfir sólarmerki Japana. ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo á milli lónsins el Boheira að sunn an og sjávarins að norðan og hindraði þannig alla aðflutninga til borgarinnar. Og eftir harða viðureign og langa umsát tók hann borgina, kveikti í henni og reif hana níður, svo að þar stóð bókstaflega ekki steinn yfir steini. Mannfólkinu var svo slátr að eins og fjenaði og sumt selt mansali víðsvegar um lönd. — Hafnarvirkin voru rifin og borg armúrarnir og plægt yfir þá, en salti stráð á borgarstæðið. Aldrei fyrr eða síðar hefir stór borg og heil þjóð verið þurkuð á svo fáum dögum á yfirborði jarðar innar. Aldrei hefir nein borg verið eydd svo hrottalega eða nein þjóð verið afmáð svo al- gerlega. Orsökin til þess var líka sú, að Kartagoborgarmenn voru altaf útlendingar í Afríku. Þeim tókst aldrei að samlaga íbúa landsins sjer eða sig þeim. Þeir voru útlendir kaupmenn og ann- að ekki. Tungumál þeirra hvarf gjörsamlega, nema hvað sumir telja, að nokkrar leifar þess megi finna í máli íbúanna á Malta, sem eru taldir afkomend- ur þeirra. Og engar af bókmennt um þeirra, ef nokkrar hafa ver-' ið, eru nú til lengur. Þeir voru | verslunarmenn, sem báru menn- ingu Austurlanda til Vestur- landa, en lögðu fátt nýtt til mál- anna sjálfir. Margir af foringjum Kartago- manna, svo sem Hamilkar og Hannibal, voru Rómverjum langtum fremri, en þó hefir ekk- ert stórveldi látið eftir sig jafn- litlar minjar og einmitt þeir. Rómverjar bönnuðu að reisa aftur borg á rústum Kartago, og því var hlýtt í hálfa aðra öld, þar til Ágústus keisari sendi þangað atvinnuleysingja frá Róm. Borg sú, sem þeir reistu á hinum forna stað blómgvaðist brátt og varð höfuðborg í skatt- landi Rómverja í Norður-Afríku. Lega borgarinnar var jafn hag- kvæm og áður. 1 Kartagó var, er tímar liðu, eitt höfuðsetur kristins menntalífs. Þar voru menn eins og Águstinus og Ter- tullian kirkjufeður. Þær leyfar, sem nú finnast eru flestar frá þessari nýju Kartagó. Þegar svo rómverska ríkið fjell í mola á þjóðflutningatímunum, varð Kartago höfuðborg í Norður-Af- ríkuríki hinna ósiðuðu Vandala. En sú dýrð stóð þó ekki lengi, því árið 533 tók Belisarius, flota foringi keisarans í Konstantin- opel, borgina og eyddi ríki Van- dala. Enn blómgaðist borgin, þar til svo loks nýr óvinur kom að austan. Það voru Arabar. Á sjö- undu öldinni lögðu þeir undir sig Norður-Afríku, og þá varð Karta go á vegi þeirra. Þeir eyðilögðu hana algjörlega árið 698, og síð- an hefir hún ekki risið úr rúst- um, nema hvað þar hefir verið byggð kirkja yfir engan söfnuð og safnahús til þess að hýsa hina fáu forngripi. Geiturnar kroppa nú grasið milli þessara steina, sem eiga sína sögu af frægð og fornum glæs^leika, sem deilur og stríð mannanna hafa fellt í rústir. Sólin er farin að lækka á lofti yfir Gabel Naali, fjallahryggn- um í vestri. — Það er farið að kólna. Jeg stend upp, renni enn einu sinni augunum yfir hæðir Kartagoborgar, tek lítinn stein- mola og sting í vasa minn til minja og geng til járnbrautar- stöðvarinnar. Eftir stutta stund er jeg aftur kominn út á Avenue de France í Tunis og mæti þar franskri dömu á háum hælum og loðskinnskápu í kvöldgjóstin- um, og Araba í drifhvítri, skó- síðri skykkju og reimuðum stíg- vjelum. Tveir krakkar voru að rífast. Jón: Það er rjett. Elísabet: Það er ekki rjett. Jón: Jeg segi þjer að það sje rjett, af því mamma segir, að það sje rjett, og ef mamma segir, að það sje rjett, er það rjett, jafn- vel þó það sje ekki rjett. ★ „Heyrðu, vinur, jeg er hjer veðurtepptur í gistihúsi langt uppi í sveit. Blessaður lánaðu mjer 500 kall“. „Jeg heyri ekki til þín. Það hlýtur að vera eitthvað að sím- anum“. ,,Mig vantar 500 kall“. „Jeg heyri ekki til þín“. Miðstöðvarstúlkan: „Jeg heyri ágætlega til ykkar beggja“. „Jæja, þá skuluð þjer bara lána honum þennan 500 kall“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.