Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 7
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS 383 hafa fengið nóg, þá var farið að skifta og síðan fengnir sleðar og korninu ekið í land. Björn fór með sinn hlut til Geitavíkur. Kl. 5 morguninn eftir báru þeir kornið í bátinn og hjeldu áleiðis til Ósa við Hjeraðssanda. Veður var hið besta, logn og blíða. Fullfermi var í bátnum. Förin gekk ágætlega, og þeir komust inn í Selfljótsósinn og inn á svonefnda Krosseyri og báru þar af bátunum. Svo var haldið til Borgarfjarð ar aftur, og þangað komu þeir kl. 12 á hádegi. Þetta var 9. apríl, og uppboðið átti að hefj- ast þennan dag. Þegar leið á daginn, þyknaði hann upp og gerði norðaustan- snjóbleytu veður, og ísinn rak þjett að landinu. Verðið á korninu var um krónu sekkurinn, og það, sem var í haugum fjekst fyrir sama og ekki neitt. Nú var loku skotið fyrir sjó- leiðina, svo að Björn leggur til Sandaskarðs, fjallvegs milli Borg arfjarðar og Hjeraðs og heim í Staffell. á stað með 2 sleða út að ósum Daginn eftir leggur hann svo að sækja kornið, sem þangað var komið og flutti það heim. — Þegar hann kom úr þeirri ferð, sá hann af björgum, sem eru við bæinn, að ísinn greiddi sundur og rak frá landinu. Björn lagði þá enn af stað gangandi og ofan Sandaskörð til Borgarfjarðar. Isinn hafði þá rekið dálítið frá. Á Borgarfirði fær hann með sjer 2 bændur af Hjeraði, Magn- úsa að nafni, og bjuggu báðir á Hrolllaugsstöðum. Björn var aðeins um nóttina í Borgarfirði. Um morguninn bera þeir í bátinn fullfermi og leggja af stað til ósa. Þegar kemur út hjá Njarðvík, sem er norðan við fjörðinn, rekur á storm af norð- austri og tekur þá ísinn að reka að óðfluga. Samt var haldið á- fram, þar til kom að svonefndum Stjórnum, klettum, Hjeraðs- megin við ósafjöllin. Var þá kom inn krakkandi, svo að vont var að verja bátinn. Þarna hafði stóra ísinn rekið frá, en straumband, þjappað saman íshroða, alveg upp að landi, svo langt norður sem augað eygði. — Nú vandaðist málið. Báturinn hlaðinn, svo að gaf yfir hann og tveir kostir fyrir hendi, hvorug- ur góður.. Annar var sá, að snúa aftur, en hinn að hleypa inn í hrönnina og reyna að stjaka sjer áfram, en í land voru um 300 faðmar. Björn rjeði þá af að hleypa inn í hrönnina. Þegar inn í hrönnina kom, var farið að stjaka, en ísinn var fastur fyrir. Væri hægt að losa einn jaka frá bátnum, rak annan að í hans stað. Báturinn var fastur, svo hvorki varð komist fram eða aftur. Fjelagar mínir urðu nú heldur smeykir, segir Björn, og jeg var það í rauninni líka, þó að jeg reyndi að láta ekki á því bera. Sannast að segja sýndust von- irnar ekki vera okkar megin. — Nú varð eitthvað til bragðs að taka. Björn hafði langan, sterk- an streng í bátnum. öðrum enda strengsins bindur hann í stefnið á bátnum, en hinum í sauðband um sig. Strjáljakar stóðu þarna grunn alla leið upp undir land. Hugmynd Björns var að reyna að komast að föstum jaka, toga þaðan í bátinn og láta hina> stjaka. Með því móti væri hugs- anlegt að pína bátinn áfram. Björn gerði nú strenginn upp í aðra hönd sjer, en í hina tekur hann krókstaf, sem var í bátnum og stígur út á hrönnina. Hann sagði f jelögum sínum, að ef hann færi niður, skyldu þeir tosa sjer að bátnum aftur, annaðhvort dauðum eða lifandi. Með hraða og leikni tókst honum svo að stikla á hrönglinu að næsta fasta jaka. Þaðan togaði hann svo í bátinn og hinir stjökuðu og allt gekk eftir áætlun. Þannig náðu þeir alla leið upp undir land, þó að seint gengi. Þar var kornið borið úr bátnum og hon- um hvolft. Þeir fjelagar lögðu nú á stað gangandi inn í ó«. Allir voru þeir holdvotir og verjulausir. Þegar í ós kom var kl. 12 að kveldi, en af Borgarfirði höfðu þeir farið um hádegi. Á Ósi bjuggu hjónin Ásgrím- ur Guðmundsson og Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Okkur var tekið hið besta og um morguninn feng um við brennheitt kaffi og lummur. öll fötin voru okkur færð þur. Þarna var engin elda- vjel, heldur hafði húsfreyjan vak að um nóttina og þurkað allt af okkur á hlóðum. Björn fór svo heim í Staffell um kvöldið, og af stað morguninn eftir með hest og sleða til að sækja kornið. Eftir nokkra daga rak ísinn frá á ný. Lagði þá Björn enn upp og tók þá fjelaga með sjer og fór til Borgarfjarðar á bátnum til að sækja meira korn. En á meðan hafði Ásgrímur farið til Borgarfjarðar með bátinn og orðið að því mikil björg. Þessi ferð Björns gekk með ágætum. Þeir fóru norður með öllum Hjeraðssöndum og norður að Lagarfljótsósi. Þar settu þeir kornið á land, fluttu það á hest- um inn í Hól og þaðan var því ekið. Bátinn lánaði svo Björn Hjalta staða-þinghármönnum til flutn- inga. Þeir náðu sjer í mikið korn, sem bjargaði fjenaði þeirra. að og malað og haft til mann- Sumt af korni þessu var þurk- eldis. Halldór Pjetursson Yfirhershöfðingi hjelt nokkr- um liðsforingjum veislu. Um leið og settst var að borðum sagði hann: „Ráðist þið nú á matinn, eins og hann væri óvinurinn". Þegar staðið var upp frá borð- um, tók hann eftir því, að einn liðsforingjanna hafði stungið á sig tveim bjórflöskum. „Hvað eruð þjer að gera, liðs- foringi?" hrópaði hann. „Framkvæma skipanir, herra hershöfðingi", sagði liðsforing- inn. „Þegar við vinnum orrustu, þá tökum við fanga“. .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.