Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 1
hék $$0T§umhl&3bmm® 44. tölublað. Gamiaá rsdagur 1942 XVI. árgangur. Ferðasaga skólapilta haustið 1887 l-v egar birta tók og blásið var " til brottfarar mánud. 3. október vorum við daufari í dálkinn en kvöldið áður. Ekki þurftum við nú lengi að bíða ferju við Langholtsvað, því fljótt sást nú hópurinn stóri og kom ferjumaður niður að ánni. En það tók langan tíma að koma allri hersingunni yfir á bakk- ann hinu megin, og svo varð talsverður eltingarleikur við hestana, sem í var hrollur eftir sundið. Þá var þó þessi þrautin unnin, hugsuðum við, þegar kom ið var á bak og við fórum að spretta úr spori eftir Varma- lækjarmelum. — Ennþá var rigning, en við vorum hættir að kippa okkur upp við það. Það leit út eins og ekki væri um annað veðurlag að gera í veröldinni. Við vorum hálf syf j- aðir og niðurdregnir fyrst fram- an af degi eftir vökunóttina í Neðranesi, en vorum þó að senda hver öðrum tóninn til þess að reyna að halda uppi „humörinu". — Um miðjan dag vorum við komnir að Grund í Skorradal og fengum þar hinar ágætustu viðtökur hjá Pjetri bónda, og borðuðum þar heita kjötsúpu, sem hresti okkur mikið. En það voru slæmar frjettir sem við fengum þar af Andakílsá. Hún var sögð bráðófær og ómögulegt, eins og þá var umhorfs, að komast Eftir Ásmund Gíslason, præp. hon. leiðina gegnum Svínadal niður að Hvalfirði. Hvað var þá til ráða? Spurðum við hver ann- an, harla vandræðalegir. • Annaðhvort var að setjast að á Grund — og sitja — já hver veit hvað lengi? — eða þá að leggja leiðina fram með Skorradalsvatni að norðan að Vatnshorni og þaðan yfir Botns heiði. En álitlegt var það ekki. Veðrið fór versnandi, og við hlutum að lenda í myrkri yfir heiðina, og mundi hún þó senni lega vera fullslæm yfirferðar, eins og þá stóð á, þó dagsbirta væri. Áfram vildum við þokast og því var sá kosturinn tekinn að brölta fram með Skorradals- vatni. En aldrei fengum við í allri þessari ferð, jafn mikla á-1 gjöf og þar, því það var eigi aðeins steypiregn úr loftinu, heldur skóf yfir okkur úr vatn- inu, þar sem við urðum að ríða fast meðfram því. Ekki var mikið um samræður þann spöl- inn, því við urðum að ríða hver á eftir öðrum, og ekkert orð heyrðist fyrir veðurdyn og vatnaglaum. — 1 rökkurbyrjun var komið að Vatnshorni. Þar báðum við um fylgd yfir Botns heiði, en þess var enginn kost- ur. Aðeins einn fullorðinn karl^ maður var þar heima, sem þurfti að ganga við fje um kvöldið og gegna öðrum störf- um heima við, en hann bauðst til að ganga með okkur upp á brúnina ofan við bæinn, og segja okkur þar svo vel til vegar, sem hann gæti. Ekki bar þó neitt á því, svo jeg muni, að við kviðum fyrir því, sem framundan var, og enginn kvartaði nje taldi úr að fara á heiðina, þó vaiJa væri þur þráður á okkur og veðurútlit hið versta. Það var einhvers- kona.r kæruleysi komið í okkur og við skoðuðum það sem sjálfj sagða nauðsyn að halda áfram þangað til við kæmumst einn hverntíma og einhversstaðar að endatakmarkinu — hinni þráðu Reykjavík. Við kvöddum fylgd- armanninn, stefndum út í heið- ina, storminn og náttmyrkrið. og fóru þeir fremstir Stein-, grímur og Guðm. Guðmunds- son. — Dálitla stund hjeldu þeir götuslóðunum, en svo hurfu þær. Stormur og regn undanfar inna sólarhringa höfðu máð öll spor af melhryggjunum að minstakosti svo, að ómögulegt var að fylgja þeim í myrkrinu, og svo áttum við örðugt með, að ráða oltkur og hafa stjórn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.