Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK &ORGUNBLAÐSINS 419 ströndinni, kippkorn utan við Þyril. — Sáum við þá að við höfðum lent ofan í daldragið norðan við Þyrilinn. Var nú sprett úr spori og riðið alt hvað af tók heim að Þyrli. Komum við þangið klukkan 6 morguninn þann 4. október. Við hrópuðum á glugg ana yfir fólkinu í baðstofunni cg rifum það upp úr rúmunum, sleptum hestunum á túnið, og höfðum okkur inn í bæinn strax og hann var opnaður. . Ekki báðum við þó um mat eða kaffi, heldur aðeins að mega hátta einhversstaðar og hvíla okkur. Vorum við því næst látnir fara ofan í glóðvolg rúmin, sem fólkið reis upp úr, klædd- um okkur úr hverri spjör, og fórum 3 og 4 í hvert rúm. Jeg man vel að jeg var við 4. mann í rúminu. Við sofnuðum fljótt og sváfum eitthvað fram yfir hádegi. Þá var ekki um annað að gera, ep að fara aftur í öll blautu fötin, nema hvað við undum þau áður eins vel og við gátum. Ekkert var hægt að þurka. Bærinri hriplak allur meir eða minna. — Frost var nú komið, og talsverður snjór hafði íallið, meðan við sváfum á Þyrli. Mátti það heita mikil hepni, að við skyldum ná í húsaskjól áður en frysti til muna, svo blautir sem við vor- um. Nú vorum við orðnir glor- hungraðir og gauluðu í okkur garnirnar. Við báðum Þorkel bónda, sem var besti karl, að láta okkur hafa vel í sarpinn, áður en við færum af stað, en hann kvað ekki mundi auðvelt að elda handa okkur svo mörgj um, eins og okkur mundi nægja, en reynt mundi verða að gera í því efni, eins og hægt væri. Fremur fátt var þar af fólki heima, því piltar Þorkels voru í ferð til Reykjavíkur. — Loks kom maturinn, kjötsúpa, kjöt og eitthvað lítilsháttar af brauði. Það var gott, sem það var, en ekki fengum við nærri því saðningu okkar. Við vorum svo gráðugir, en ekki hægt að elda meira í bili og varð auð- vitað við það að sitja. Nú ætl- uðum við að komast fyrir Hval- fjörð og yfir að Reynivöllum í Kjós. En vandratað var yfir Reynivallaháls, ekki síst eins og nú stóð á, að götur voru orðnar fullar af snjó, og degi farið að halla, svo bersjnilegt var, að við mundum lenda í myrkri. Okkur langaði ekki til að hreppa aðra eins villu og á Botnsheiði, og báðum við því Þorkelu bónda að fylgja okJcur .yfir hálsinp, og varð hann við þeirri bón okkar. Eitthvað vantaði af hestum og komumst við því ekki allir jafn snemma af stað. Þegar inn í fjarðarbotnana kom, var flætt meira að en við hugðum. Fóru sumir af okkur þar eigi nógu varlega og hleyptu á sund og blotnuðu auðvitað að nýju. — Voru það einkum tveir, s,em blautastir urðu, og var þeim ráðlagt að setjast að á Fossá, sem þeir líka gerðu. — Við hin- ir lögðum upp á hálsinn og mátti heita aldimt orðið þegar upp var komið. Þá skall líka yfir okkur hríðarbylur, svo heita mátti stórhríð um stund. Fór þá að fara um okkur, sem kjarkminni vorum, því ekki langaði okkur til, að liggja enn úti, og það í snjó og frosti. — Þorkell var þá ekki viss í áttunum, og treysti sjer ekki að rata. Hafði hann að vísu verið dugnaðarmaður, en var orðinn roskinn og farinn að tapa kjarki og bila að heilsu. For- ingjar okkar höfðu enn rjettar áttir í höfjðinu, en óttuðust mest, að þeir mundu ekki finna Kirkjustiginn, einstigi, sem ligg- ur niður af hálsinum að sunnan verðu, milli kletta niður að Reynivöllum. — Varð það nú úr, að Guðmund- ur og Helgi Hjálmarsson tóku við forustu, því Steingrímur hafði orðið eftir á Fossá, en Þorkell tók að sjer, að gæta þess að enginn yrði viðskila við hópinn, og hirða þá, sem kynnu að dragast aftur úr. — Svo þokaðist lestin áfram um stund, hægt og gætilega. Við þurftum eigi aðeins að varast það að villast, heldur og líka að gæta þess, að hrapa ekki fram af klettunum, sem eru í brúninni ofan við Kjósina, sem hæglega gat orðið, ef svoná dimm hríð hefði haldist lengi. En áður en mjög langt leið, rof- aði til í lofti og sáum við þá alt í einu ofan í Kjósina, þar sem hún lá að okkur sýndist, beint fyrir neðan fæturna á okkur, en svo langt —» langt niðri, og nú var aðeins eftir þrautin sú, að komast niður á þessa sælu- strönd, þar sem voru hlý hús, einhverjar, máske ljúffengar matarbirgðir og — og máske laglegar ungar stúlkur. Jeg veit nú annars ékki, hvort við höfum hugsað svo hátt þarna, nýsloppnir úr hríðarbyln um, að gaman væri að hitta kvenfólkið, þarna niðri á bæj- unðm. Ætli það hafi ekki verið enn meiri umhugsun um mat og hlýindi, eins og þá stóð á fyrir okkpr, svöngum, köld- um og þreyttum. Reyndar er það nú blessað kvenfólkið, sem oftast bætir best- úr því, þegar okkur vantar mat og hlýindi. Já, hvernig áttum við nú að komast þarna niður? Við fund- um ekki Kirkjustiginn og þekt- um ekki annan stað þar sem hægt var að komast með hesta fram af klettabrúninni. — Það var leitað fram og aftur, en hvergi sáum við nje fundum e in^igið. Samt rákust þeir, sem duglegir voru að leita og kanna, á klettaskoru eina upp frá bæn- um á Reynivöllum, og töldu þeir að hægt mundi vera að koma hestunum þar niður með gætni, en á löngum tíma, og með því að styðja þá þar, sem verst var. Það fóru svo 4 með fyrsta hestinn og síðan 2 og 3 með hvern hest, einkum þann kaflann, sem verstur var. Þann- ig var klongrast niður með 19 hesta, sem þá voru í förinni. Það tók langan tíma, en gekk þó slysalaust. — Mun líklega aldrei hafa verið farið þarna niður með hesta, nema í þetta skifti. Það er furða hvað ókunn- ugir menn geta komist í myrkri, sem engum kunnugum dettur í hug, að reyna að fara í björtu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.