Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 6
422 LSflBÓK MORGUNBLAÐ8IN8 Frú Elínborg Jónsdóttir elsti nú- lifandi leikari Leikfjelags Sauð- árkróks. bjóða neitt rusl, smekkvísin er orðin þjálfuð í marga áratugi meðal íbúa 'staðarins. Sjálfur er jeg þeim blessaða hœfileika bú- inn að geta hrifist með og lifað mig inn í æfintýri leiksviðsins, og þótt einstaka tilsvar eða hreyfing falli ekki inn í blæ heildarinnar, tekst jeg ekki á loft. Á leiksýn- ingum hjer á Sauðárkrókr hefi jeg oftar furðað mig á því, hve vel hefir tekist, þrátt fyrir allar aðstæður, heldur en hverju hefir verið ábótavant. Veit jeg, að jeg mæli fyrir hönd fjölmargra, þeg- ar jeg þakka þessum borgui’um fyrir marga góða skemtistund, sem kostað hefir mikinn tíma og mikið fórnarstarf frá leikaranna hálfu, en góðar leiksýningar hafa líka mikið menningargildi.' Freistandi væri að nefna nöfn margra þeirra, sem borið hafa hita og þunga þessara starfa á undanförnum árum. En slílct er nokkur vandi, því að mörg nöfn koma upp í hugann. Nýlega eru þeir látnir Snæbjörn Sigurgeirs- son bakari og’ Friðrilt Jónsson skósmiður, sem báðir voru mjög vinsælir leikarar. En meðal þeirra, sem lengst og mest hafa unnið hjer að þessum málum, má tví- mælalaust fyrst telja þau frú Elinborgu Jóns'dóttur og Pjetur Hannesson forstjóra og Guðmund Björnsson frá Veðramóti og svo þau hjónin Jóhönnu og Valgarð Blöndal póstafgreiðslumann. En margir fleiri koma einnig í hug- ann og er ekki tóm til að telja öjl þau nöfn, enda væri þá skemti- legra að geta sagt örlítið um hvern og einn. Til þess er líka tækifæri síðar. I>að, sem hvatti mig til að skrifa um þessi mál, er að nú hefir Leikfjelag Sauðárkróks ver- ið endurvakið. Var það gert á síð- asta ári og byrjaði þetta nývakn- aða fjelag ekki á neinu ómerk- ■ Eyþór Stefánsson leikstjóri Leikfjel. SauSárkróks. Frú Jóhanna Blöndal, núverandi form. Leikfjelags Sauðárkróks. • ara en Nýársnóttinni eftir Ind- riða Einarsson, er það sýndi um sýslufundinn og oftar síðasta vet- ur undir leikstjórn Eyþórs Stef- ánssonar, er einnig ljek Gvend snemmbæra. Útbúnað leiksviðs og ljósa önnuðust þeir Pjetur Hann- esson og Kristján C. Magnússon af .miklum hagleilt. Búningar voru einnig ágætir og hvert ein- asta hlutverk ánægjulega af hendi leyst. Stjórn hins nýja f j.elags skipa: Pjetur Hannesson formaður, Ey- þór Stefánsson ritari og Kristján C. Magnússon gjaldkeri. Jeg hj’gg, að enn sem fyr sjeu það nokkur tíðindi, að leikfjelag skuli starfa í þorpi eins og Sauðár- króki, sem aðeins hefir tæpa 1000 íbúa, og enn sem fyrr á það við rammair' reiþ að draga. Það þarf ,að vísu ekki að hafa sýningarnar í pakkhúsi, en leiksviðsútbúnaður er mjög ófullnægjandi o^ bún- ingsklefi í allra fátækasta lagi, og svo sem auðvitað er má ekk- ert leggja í kostnað, ef sýningar eiga að bera sig fjárhagslega, og þótt gaman sje að því að vinna sem sjálfboðaliði og ókeypis að menningarmálum og í þágu með- borgaranna, þá hafa ekki allir efni á því og stundum getur verið nauðsynlegt að kaupa leikkrafta utan fjelags, leggja í meiri kostnað með búninga og útbúnað en getur borið sig í svip, eða fara sýningarferðir til annara staða. Þá er leitt til þess að vita, að* stranda skuli á fjárskorti, eða að fátækir fjelagar verði að borga hallann úr eigin vasa. Hinn forni stjórnspekingur Aþeninga, Perikles, leit á leik- sýningar sem þýðingarmikinn þátt í menningu Aþenuborgar og vildi, að allir ættu kost á að njóta þeirra. Ljet hann því ríkið sjálft bera kostnaðinn. * Þar var raun- verulegt þjóðleikhús rekið. Ef valdhafar þjóðar vorrar litu eins á þessi mál og Perildes, þá mundu þeir telja sjer skylt að styrkja leikfjelög ekki síður en skóla landsins, bókasöfn og aðra menn- ingarviðleitni þjóðarinnar. Helgi Konráðsson. Fjaðrafok Ung stúlka kom í fylgd með ungum manni inn í veitingahús. Stúlkan (við þjóninn) : — Jeg vil súpu, steik og dessert. Þjónninn (bendir á matseðif- inn): — Og humarinn? Stúlkan (móðguð) : — Hann getur sjálfur sagt til um, hvað hann vill. ★ Maður, sem var að fálma sig áfram í Lundúnaþokunui, hróp- aði: — Halló, halló, hvert er jeg að fara? Ilann heyrði hrópað á móti ut- an úr þokunni: — Þú ferð beint í ána, jeg er að koma þaðan. ★ Jeg hittúMikka í gær. „Halló“, hrópaði hann, „jeg hefi ekki sjeð þig afar lengi“. „Nei“, svaraði jeg, „jeg hefi ekki komið út fyrir dyr í 3 mán- uði“. „Mjer þykir afar leitt að svo skuli hafa verið“, sagði hann þá. „Hvað gekk eiginlega að þjer?“ „Ekkert“, sagði jeg, „en yfir- völdin litu ekki þannig á málið“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.