Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Page 2
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lega verða verða gefnir út sjer- stakir með ltilsháttar orðamun og leiðrjettingum á misfellum við fyrri prentun. En fyrst þessi löngu umliðnu einkamál hafa verið gerð að um- talsefni eftir svo vafasömum heimildum og á þann hátt sem G. Fr. hefir gert, þá má teljast rjett, að geta einnig þess, sem góðgjarnlegra er og sennilegra eftir þeim heimildum, sem fyrir hendi. eru. Til þess að komast sem næst rjettum skilningi á þessum atburðum, verður að hafa það í huga, að opinber afskifti af hjúskaparbrotum eru nokk^ð önnur nú en á þeim tíma. Verður því að rifja þann mun upp að nokkru. Nú á tímum eru hjúskapar- brot látin afskiftalaus af vald- stjómarinnar hálfu, svo framt sem sá aðilinn, sem brotið er gegn, óskar ekki beinna afskifta hennar. Aftur á móti um þær mundir, sem þessi saga gerðist, var vald- stjóminni skylt, að láta slík mál til sín taka, en var þó (og því að eins heimiit, að láta sökina niður falla, ef það hjónanna, sem brotið var gegn, óskaði þess, enda væri ekki um að ræða í- trekað brot, eða „lastvert sam- komulag" í sambandi við brotið. En skyldar voru þær persónur, er brotið áttu saman, að skilja samvistimar skilmálalaust. Til þess að tryggja það, að slík syfjaspellsmál fjellu ekki undan íhlutun valdsstjómarinn- ar, vom prestamir skipaðir op- inberir ákærendur þessara mála. Hafa skyldu þeir einnig eftirlit og íhlutun um það, að hinir brot- legu skildu samvistimar. Þetta, hvorutveggja var ein af embætt- isskyldum þeirra. Samkvæmt þessari embættis- skyldu var það, að hinn 10. okt. 1868 ritaði sóknarpresturinn, sjera Þorvaldur Ásgeirsson í Hof teigi, sýslumanninum í N.-Múla- sýslu brjef, þar sem hann til- kynnir honum hjúskaparbrot Sigurðar. — Brjefinu lýkur hann með þessum orðum: „Um leið og jeg tilkynni yður þetta, herra sýslumaður, læt jeg hjer með fylgja fyrirbón konunn ar sjálfrar (þ. e. Ástríðar) og eigin áteiknun mína“. Því miður er sjálf „fyrirbónin“ ekki innfærð í brjefabók presta- kallsins, en dagsett er hún 19. sept. sama ár. — Áteiknun prests ins er svo hljóðandi: „Að fyrirbón þessi sje ekki sprottin af hinu lastverða sam- komulagi, sem getið er í tilskip- un 24. jan. 1938, 11. gr., nje af neinum óhreinum hvötum heldur af einlægu hjarta, það votta jeg undirskrifaður sem viðkomandi sóknarprestur, eftir að hafa ýt- arlega talað við konuna sjálfa“. Ætla má samkv. 'þessu, að lát- ín hafi verið niður falla viður- lög valdstjórnarinnar við sjálfu hjúskaparbrotinu, þar sem eigin- konan vildi láta niður falla sök- ina að sínu leyti. Þá var ekki annað eftir, til þess að kröfum laganna væri fullnægt, en að þau skildu sam- vistum Sigurður og bamsmóðir hans. Um það hafði valddstjóm- in enga heimild til undanþágu. Einnig um þetta atriði er nokkra vitneskju að fá í brjefa- bók Hofteigsprestakalls. Hinn 18. nóv. 1869, rúmu ári eftir að ritað var brjefið til sýslu mannsins í N.-Múlasýslu, ritar sjera Þorvaldur amtmanninum brjef um málið. Skýrir hann amtmanni svo frá, að Sigríður Magnúsdóttir sje ekki ennþá far in frá Möðrudal, „jafnvel þó jeg í tækan tíma hafi áminnt þau um að skilja. — Að jeg hefi ekki tilkynnt yður þetta fyr en nú, stafar af því, að jeg ljefi ekki betur vitað, en að hún á hverri stundu hafi þá og þegar verið albúin til brottfarar, en burtför hennar hefir bæði í fyrra og í sumar dre'gist þangað til í ótíma, að ekki þótt fært sökum ill- viðra“. Af þessu brjefi er það-bert, að sóknarpresturinn hefir rækt sína skyldu í málinu. Hann hafði ekki framkvæmdarvaldið og gat því ekki frekara að gert. Bert er það einnig, að það er ekki sök Sigurðar eins, hversu lengi dróst að Sigríður flyttist fi^ Möðrudal. — Kemur þar og fleira til, sem síðar verður getið. — Hefði valdstjómin látið málið til sín taka af skömngsskap, og þó ekki framar en henni bar lagaskylda til, þá hefði Sigurður ekki getað staðið því í gegn, þótt viljað hefði. Líklegast er, að það hafi ein- mitt verið loks að tilstuðlan amt- manns, að Einar í Nesi hlutaðist til um burtför Sigríðar. Má telja víst, að amtmaður hafi kosið að koma fram brottför hennar með samkomulagi fremur en með valdi laganna. Einar í Nesi hefði verið manna best valinn til slíkr- ar milligöngu, þar sem hann var tengdasonur hjónanna og þeim báðum því jafn vandabundinn, en á hinn bóginn auðvelt fyrir amtmann að ná til Einars til viðræðna um málið. að leynir sjer ekki, að sögn- in sjálf, eins og hún er komin til heimildarkonunnar, frásagnarhátturinn og hugleið- ingar og getgátur skrásetjarans, stefnir að því, að gjöra sem mest úr ámælinu á hendur Sigurðar, en hlut Ástríðar sem átakanleg- astan og um leið sem glæsileg- astan. Er það máske vorkunnar- mál, þeim sem skáldhneigðin er í blóð borin, þótt þeir leitist við að gjöra frásagnir sínar sem sögulegastar. Betur á það samt við um hreinar skáldsögur, en um raunverulega atburði í lífi manna — lífs eða liðinna. Dóm- gimi og dómar almennings um samtímaviðburði koma alloft ó- maklega niður. Og hvers má þá eigi vænta um atburði, sem faldir eru orðnir undir hjúpi gleymsku og hafa ef til vill í öndverðu ver- ið sprottnir af ókunnugleika, eða beinum misskilningi ? Vafasamt er einnig að frásögn in hafi vel tekist um hlut Ástríð- ar. Er þó einskis ámælis vert þótt freistað sje að gjöra hennar hlut svo sem söguritarinnar tel- ur hann geti bestan verið. Hún var sá aðilinn, sem álíta má, að um sárast hafi átt að binda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.