Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 Að Ástríður hafi borið svo dauðlegt hatur til bónda síns, sem frásögnin hermir, og verið þó jafnframt gædd þeirri stór- menskulund, sem G. Fr. ætlar, samrýmist ekki þeim staðreynd- um, sem fyrir hendi eru. — Hún átti þess auðveldan kost að á- kalla lagavaldið sjer- til aðstoðar, annaðhvort til að láta koma Sig- ríði Magnúsdóttur burt af heim- ilinu, eða til skilnaðar við bónda sinn. Hvort sem verið hefði, hefði verið henni ólíkt betri kost- ur, en að byrgja sig haturshug til einskis ávinnings. — Efni voru næg í búi, ef til skilnaðar hefði dregið. Hennar hlutur hefði því eigi verið óálitlegur úr fje- lagsbúinu, — og hún frjáls til hvers, sem vera skyldi. Sannleikurinn er líka sá, að Ástríði var allt öðruvísi farið, en G. Fr. ætlar, og var merk kona i og mæt engu miður fyrir það. — Hún var fíngerð að lík- amsgerð, og því samsvarandi eðli hennar og skapgerð. — Ung höfðu þau Sigurður fest ástir sínar, samvalin að glæsileik að ytra útliti. Vonglóð og fagnandi, má ætla, að þau hafi sest að búi sínu. Brátt kemur það fram, að Ástríður er lítt hneigð til bú- sýslustarfa, en Sigurður því meiri búhöldur. — Eigi verður það til sundurþykkis. Ráðskonur eru fengnar til, ein af annari, til innanhússbúsýslu. Sem drotning í ríki sínu situr Ástríður að búi meðbónda sínum um þrjátíu ára skeið við vaxandi búþrif og álit heimilisins, án þess að þurfa, sjer um hug og hönd, að „steyta fót við steini". Inn í þessar ástæður greip kaldlynd hönd örlaganna á þann hátt, sem konum er jafnan mikil skapraun að. Það var Ástríði að vonum mikið áfall. En eðli henn ar og skapgerð yfirvinna beiskju vonbrigðanna. —Fyrirgefning og sættir er svar hinnar mjúklyndu konu. Nokkurnveginn svona er sam- búðin fram til þessa. En þá er það vist Sigríðar Magnúsdóttur á heimilinu í ná- lægt fimm ár eftir að þessu hef- ir farið fram. Að dvöl Sigríðar hafi valdið umtali og jafnvel talsverðri ó- ánægju í heimilislífinu fremur eftir þetta en áður, er ekki nema sennilegt. Gat margt borið til þess, annað en það sem Sigurði væri sjerstaklega til ámælis fram yfir það, sem orðið var. Og ekki hefði tilefnið þurft að vera stór- vægilegt, til þess að göngukonum samtíðarinnar gæti orðið það kærkomið söguefni. En að vist hennar hafi veldið dauðlegu hatri Ástríðar til bónda síns, eftir að hún hafði unnið þann sigur á sjálfri sjer, sem heimildir votta, er meir en ósenni legt. Lítum nú á staðreyndirnar, sern^ fyrir liggja. Sóknarpresturinn hafði rækt skyldur sínar eftir fyrirmælum gildandi laga. 1 tvö sumur sam- fleytt hefir hann reynt að koma fram aðskilnaði hinna brotlegu. Þegar hann fær honum ekki fram gengt með fortölum sínum, kær- ir hann til amtmanns, auðskiljan lega til að firra sig embættis- ábyrgð. Eina ástæðan sem hann færir til, er undandráttur á brott för Sigríðar, sem hann telur þó að hafi verið ráðin oftar en einu sinni. — Engar ásakanir á hendur nokkurs sjerstaks aðila felst í kæru hans. — Engar nýj- ar „hneykslanir" á heimilinu til- greindar. — Má þó ætla, að hann hafi verið dálítið gramur yfir því, að fá ekki máli sínu fram- gengt eftir ítrekaðar tilraunir, og hefði verið ósárt um, þótt hlutaðeigendur fengju að kenna á valdi laganna. Ekki hefir amtmaður brugðið hart við eða skörulega. Næsta vetur er þó skiljanlega örðugt um vik, að beita fógetavaldinu, en harða áminningu hefði hann getað sent. En nú líða fjögur sumur svo, að ekkert er aðhafst til úrslita, en í lok hins síðasta fæst þó brottför Sigríðar fram- gengt, líklega að tilstuðlun amt- manns, sem fyrr er getið. Ekki bendir seinlæti og aðgjörðarleysi valdstjórnarinnar til þess, að nokkrar knýjandi ástæður hafi rekið á eftir. Lítum þessu næst á ástæður heimilisins. Sigríður Magnúsdóttir er komin að Möðrudal (1863) að til- stuðlun Ástríðar, — beinni og óbeinni. — Tilefnið er tvíþætt, annarsvegar að hafa á hendi innanhússbústjórnina, hinsvegar að kenna hinum uppvaxandi heimasætum kvenlegar menntir. Þær eru nákomnar að frænd- semi, Ástríður og Sigríður, — systkinadætur. Sigríður hafði fengið að taka til sín, þangað að Möðrudal, til fósturs, frænd- stúlku þeirra barnunga. Og eftir að Sigríður sjálf hafði eignast barn, sem var veikburða að heilsu, þá er ekki sjáanlegt, eða vitanlegt, að hún hafi greiðlega „átt í annað hús að venda". Ástæður Sigríðar tóku þann- ig til hjónanna beggja, og það engum lausatökum. Líklegast er til getið, og góð- gjarnlegast, að hjónunum báðum hafi þótt sjer sá vandi á höndum til Sigríðar, að þeim hafi verið sárt um það, að hún þyrfti að hrekjast af heimilinu, e. t. v. gegn vilja hennar sjálfrar. Eðli- legt og mannúðlegt gat það a. m. k. verið frá beggja hálfu. P n enn er einn aðili í málinu " — sjálfboðaliði, sem vill láta til sín taka. Þessi aðili er „dagdómarinn" — yfirdómari allra mála, sem almenningur læt- ur sig varða, — ekki síst slíkra mála sem þessa. Þessi óboðni aðili vildi ekki sætta sig við vist Sigríðar í „dal Möðrunnar", og hann á að jafn- aði hægt um vik að fella dóma sína. „Göngukonurnar" lögðu til „forsendurnar" til dómsniður- stöðunnar og dómarnir eru látnir falla samkvæmt þeim. — Því dæmist rjett að vera:--------— Dagdómurunum til afsökunar gæti verið það, að almenningur hafi á þeim tímum borið meiri „respekt" fyrir lagafyrirmælum einveldisins, heldur en lýðveldis- löggjöfin hefir áunnið sjer — nú orðið. Hefir mönnum þá mis- líkað aðgjörðaleysi valdstjórnar- innar, máske líka krafist meiri röggsemi af hjónunum, öðru eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.