Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Síða 4
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS báðum, og ekki skilið hinar sönnu ástæður til þess, að þau ljetu ekki til sín taka um brottför Sigríðar. Hver þekkir alla króka og kima ímyndunaraflsins, getspekt- arinnar og söguburðarins, þegar feitt getur verið á stykkjunum? Myndi ekki á þessu sviði vera að skygnast eftir höfuðástæðun- um til hins fyrirferðamikla sögu- burðar, sem spannst um málið? Hann hefir nú eftir þriggja ald- arfjórðunga vergang birst í fyrsta sinn á prenti, (að því er jeg veit til) magnaður af hinni al kunnu orðkyngi og hugkyngi skáldsins á Sandi. Þess er rjett að geta til við- bótar, að G. Fr. fer villt í getgátu sinni um banamein Sigurðar í Möðrudal. Fyrir banameini hans er gjörð fullnægjandi grein í samtímaheimildum. Þótt hin prentaða frásögn sje þannig eðlilega ærið skekkt og skæld, þá er hún samt ágætt sýnishom þess, hvemig sagnir myndast og mótast, þar til þær þykja vera orðnar nægilega sögu legar. Þessi sögn er einnig nytsöm til lærdóms um það, með hvílíkri varúð og nærfæmi þarf að ganga um legreit gróinna minninga. Það gildir ekki einu á hvern hátt er rofin sú þögn, sem grænn svörður og „grár mosi“ hafa breitt yfir viðkvæm einkamál lát- inna manna. 16. nóv. 1942. Hvað er það sem er eintóm göt — en heldur þó vatni? Svar: Svampurinn. ★ Hvað er það fátæki maðurinn á, en ríka manninn vantar: Svar: Ekkert. ¥ Hvað er það, sem kemur fyrir einu sinni í sekúndu, 3 var í klukkustund en aldrei í þúsund árum. Svar: Stafurinn K. ★ Hvað er það sem Adam aldrei sá, og aldrei átti, en gaf þó tvö hverju barni sínu. Svar: „Foreldrar“. íooooooooooc Davíð Áskelsson: >0000000000$ VIÐ LEIÐI AFA MÍNS. Jeg spyr þig heimur, hvert er takmark þitt? Og hvaða tilgang áttu, jarðarbarn? Er lífið aðeins leit að Gleym-mjer-ei, á leiðið mitt? Er lífið aðeins lítið kertisskar, er lýsir skammt og slokknar altof fljótt? Vort fyrirheit; tár, o.g athvarf: opin gröf? — Nei, ekkert svar. Ef þetta líf er bara blekking tóm, bára við strönd, sem laus við takmark deyr. skilurðu þá, þú skelfda jarðarbarn þinn skapadóm? Var þá í blindni unnið afrek hvert, sem áður virtist spor á þroskabraut? Er alt vort lífsstríð rninið fyrir gíg og einskisvert?--------- Nei, minningin um löngu drýgða dáð í draumi um nýja framtíð markar spor. Og hvert þitt verk mun vitna um lífsins rök, ef vel er gáð. Jeg kveð þig afi minn og þakka þjer, að þennan arf og skoðun gafstu mjer. DRAUMADÍSIN. Þú kemur mín ljúfa draumadís því dagurinn blundar rótt. Og einmana tungl í austri rís, en andvarpar svefnþrungin nótt. Þú læðist hljótt í herbergið inn og hægt og blítt mjer strýkur um kinn. Þú leysir húmsins huliðsvöld, sem hylja þín gullroðnu tjöld. Er kyrðin mjer færir blund á brá jeg bíð þín í höfgans ró. Þá svífur þú- draumasölum frá með svölun og hjartafró. Þú krýpur hljótt við höfðalag mitt, en hj-úpar geislum andlitið þitt. Þú breytir auðn í blómafjöld og breiðir þín gullroðnu tjöld. Jeg þrái mín dís hvern drauminn þinn, en dagurinn kemur fljótt. Þá lokast mjer huliðsheimurinn og himinsins töfragnótt. En eftir verður veröldin grá, hver von er slökt á syfjaðri brá. En blómsnauð nóttin, bitur, köld , á bak við þín gullroðnu tjöld. A <;• OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.