Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 A nýársnótt i. I ársbyrjun 1939 skrifaði jeg *¦ nokkrar nýárshugleiðingar sem lesa má (ásamt viðauka) í' Framnýal. Þar stendur þetta: „Aldrei hefir þó, að því er mjer virðist, annareins voði og nú, vofað yfir þjóð vorri (og fleir- um) og væri ekki rjett af mjer að þegja, þar sem jeg er sann- færður um að þeim voða mætti afstýra. Hin hörmulegu slys sem hjer urðu árið sem leið, munu verða talin eins og gustur á und an stormi, ef nær að skella á jelið, sem nú syrtir að". Og ennfremur: „Er það grun- ur minn að svo gæti farið, að varla mundu líða 3 ár áður hæf- ust hjer manndráp". Einsog menn vita, hafa við- burðirnir leitt í ljós, að mjer hafði rjett sýnst um horfurnar; og eins hefir grunur minn um að íslenskir menn mundu drepnir verða á næstu árum, rjettur reynst. Virðist mjer sem þetta, og margt annað af sama tagi, ætti að geta verið mönnum nokk- ur hvöt til að lesa með greind og athygli það sem jeg skrifa, og kemur nú hjer sitthvað af því sem jeg hefi verið að hugsa um á þessari nýársnótt. II. Fjarri er það mér, að vilja telja nokkurn á að dást ekki að þeim dygðum sem fram koma í þessari ógurlegu styrjöld sem nú geysar, svo sem skyldurækninni, hugvit- inu, hugprýðinni og líknseminni. En þó er óhætt að fullyrða, að styrjöld þessi er í heild sinni, það vitlausasta sem gerst hefir í allri mannkynssögunni. Frá sjónarmiði þeirrar jarðfræði, sem nokkurn skilning hefir öðl- ast á tilgangi jarðlífsins, er aug- ljóst, að aldrei hefði getað verið líkt því eins hættulegt að heyja heimsstyrjöld, og einmitt nú. Mannkyn jarðar vorrar er að því komið að fara á mis við að tilgangi lífsins verði hjer náð; það er ekki einungis á glötunar vegi, heldur á glötunarbarmi. Verði styrjöld þessari haldið áfram nógu lengi, virðast mjer allar horfur á því, að ekki mundi verða rjett við aftur. En þó hef- ir því spáð verið, að rjett muni verða við. Og það sem ótrúlegast er, hin litla íslenska þjóð hefir verið sett í samband við þessa björgun mannkynsins, einsog rjett er að komast að orði, því að um ekkert minna er að ræða, en einmitt það. Og er vart hægt að hugsa sjer það sem meir sje með ólíkindum en þetta íslenska björgunarfyrirtæki. En þó er sitt hvað sem gæti til þess bent, að mjóg óvanalegir tímar færu í hönd fyrir íslensku þjóðina. — Gætið að hvernig engu er líkara en því, að verið væri að rjetta þessari hrjáðu þjóð hjálparhönd. Land vort hefir á köflum mátt heita nálega óbyggilegt, en nú eru horfurnar á því, að ísland geti orðið betra land, meiri en nokkru sinni áður. Sjórinn í kringum landið er að hlýna, lofts lagið að verða mildara. Og þeir atburðir hafa gerst, sem á þann hátt er menn síst varði, hafa stórkostlega miðað til að vinna bug á þessari fátækt, sem öld eftir öld hefir þjakað þjóðina og hamlað framförum. Og horfur eru nú á, að Islendingar muni hjer eftir eiga miklu betri kost mentunar en nokkru sinni áður. Islenskir menn sýndu á miðöld- unum, þrátt fyrir margfalda erf- iðleika, meiri hug á að færa sjer í nyt sumar merkustu menta- stofnanir Evrópu, en nokkur Norðurlandaþjóð önnur. Og enn í dag, reynast þeir við erlendar mentastofnanir í röð fremstu námsmanna, þrátt fyrir þá erfið- leika sem það veldur, að geta ekki við nám og próf, neytt síns eigin máls. Og má enn minna á það, sem hinn ágæti ameríski landfræðingur Elisworth Hun- tingdon hefir svo skarplega at- hugað, hversu óvanalega marga merkismenn íslenska þjóðin hefir átt, þegar miðað er við mann- fjölda og hinar erfiðustu ástæð- ur. III. Spurningin er nú þessi: Mun íslenska þjóðin vakna við köllun sinni? Mun hún átta sig á því, að íslensk hugsun verður að geta orðið leiðarljós mannkyns- ins, ef ekki á ver að fara? Erfiðleikarnir eru miklir, því að ekki er hægt að bera brigður á það, að íslenska þjóðin er engan- veginn laus við þann galla smá- þjóða, að meta meir alt sem útlent er. Mjer kemur í hug, í þessu sambandi, að jeg heyrði eitthvert sinn, tvo vel ritfæra menn vera að tala um, hversu gott söguefni það væri, að Guð og andskotinn heimsæktu jörð vora, og kæmu fram hjer á Is- landi. Kom þeim saman um, að andskotinn mundi verða hjer í mun meiri metum. Gerðu jafnvel ráð fyrir, að hann kæmi hingað sem útlendingur og auðgaðist á kaupskap. En hvað sem þessu söguefni líður, þá er ósköp hætt við því, að lygin væri hjer fremur í há- vegum höfð ef hún væri útlend og að sannleikurinn mundi frem- ur eiga á hættu að vera hjer einskis metinn ef hann væri ís- lenskur. IV. Jeg ætla ekki að fara að segja hvað verða muni. En þetta er óhætt að fullyrða. Ef sannleikur- inn, jafnvel þótt íslenskur sje, verður á Islandi metinn einsog vert er, þá mun vel vegna. I>á mun böli ófriðarins ljetta af fyr en varir. Því að þá mun verða þess kostur að veita þá hjálp frá æðri stöðum, sem ekki er unt að koma fram, við þær ástæður sem nú eru. Framtíð Islands er komin und- ir því, fyrst og fremst, að nægi- lega fullkomið samband geti tek ist við slíkar verur sem trú forn- manna á guði bygðist á — trú, Framh. á bls. 32.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.