Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 6
30 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Hvað 20. öldin átti að færa mannkyninu Spádómar um síðustu aldamót TJ itt af stórblöðum Ameríku *-* spurði marga vísindamenn um síðustu aldamót hverjar yrðu helstu breytingar á kjörum manna og daglegu lífi á 20. öld- inni. Birti blaðið síðan yfirlit yfir spádóma þessa. Útdráttur úr þeim var svohljóðandi: Vísindamennirnir spáðu mörg- um og miklum breytingum. Árið 2000 á mannfjöldinn í Bandaríkjunum að vera orðinn 500 miljónir og af því heilsu- fræðinni og læknavísindunum hef ir þá farið svo fram, verður með- al mannsaldurinn þá 50 ár, í stað þess sem nú er 35 ár, og meðalhæð karlmanns verður þá 1—2 þuml. meiri en nú. Meiri hluti mannkynsins mun þá tala ensku; næst verður þá rússneska. Þá munu reykháfar ekki verða á húsum, heldur munu öll hús hituð með miðstöðvarhitun. Ekki þarf annað en snúa krana, þá streymir hitinn inn. Heimilin fá tilbúinn matinn frá stórum matgerðarhúsum, eins og menn fá nú brauð frá baksturs- húsum. — Þessi matreiðsluhús kaupa matvælin í stórkaupum, og tilbúningurinn verður svo ó- dýr, fyrir aðstoð rafmagns og ýmissa vjela, að maturinn verð- ur þannig langtum ódýrari, en væri hann búinn til á heimilun- um. Maturinn er sendur í loft- reyrum (loftpípum) eða sjálf- . hreyfivögnum á heimilin, og borð búnaðurinn er síðan sóttur og hreinsaður með vjelum. Það þyk- ir ókleifur kostnaður, að hafa eldhús heima hjá sjer. Kol verða ekki höfð til suðu eða hitunar. Kolanámur verða nálega tæmdar, og það sem til verður af kolum verður afar dýrt. Rafkraftur, sem fenginn verður með vatnsafli, verður langtum ódýrari. Allar ár og lækir, sem hafa nægan halla, munu ganga í þjónustu mann- anna. Með ströndum fram verða safnvjelar, sem safna flóðöldun- um, og verða þær á þann hátt notaðar til að hreyfa hjól. Á járnbrautum má þá fara 200 kílómetra á klukkustundinni (yf ir 26 mílur). Þá má fara á sól- arhring þvert yfir Ameríku frá New York til San Francisco. — Eimvagnarnir verða eins og tó- baksvindlar í laginu, til þess að loftið veiti þeim sem minsta mót- stöðu. Hestar verða ekki hafðir til aksturs, en í stað þeirra koma sjálfhreyfivagnar. Á þeim verða bæði fluttir menn og vórur. — Jafnt plógurinn sem líkvagninn verður knúður með sjálfhreyfl- um. Úthafsskipin verða knúð á- fram af rafskrúfum, sem vinna bæði í sjónum og loftinu. Skipin liggja á einskonar hreyfilegum hlunnum, eða meiðum, á sjónum, sem valda því, að núningsfyrir- staðan verður mjög lítil. Þá má fara milli Englands og Ame- ríku á tveimur dögum. Loftskipin verða þá algeng, og verða þau mjög hættuleg, ef til ófriðar kemur landa í milli. Þau byrgja sig í reyk, ef þörf þykir, svo að þau verða ósýni- leg og koma að öllum óvörum, og geta þá steypt stórhríð af sprengikúlum yfir heri og borgir. Telefónar og telegrafar verða um allan heim og þráðlausir. Þá getur sá sem staddur er á miðju Atlantshafinu talað við konu sína heima hjá sjer, hvar sem er í Evrópu eða Ameríku. Villidýr munu þá verða út- dauð og ekki finnast annarsstað- ar en í dýragörðum. Búfjenaður verður alinn á vísindalegan hátt og allur fjenaður verður þá koll- óttur, því menn munu sjá svo um, að skepnurnar framleiði ekki neitt að óþörfu. Garðávextir verða ræktaðir með rafmagni og verða afar stórir. — Menn hætta að „taka inn" læknislyf á þann hátt, sem nú er gert. Menn eiga ekki að láta í magann annað en matinn, eða það sem eingö»gu er til að styrkja magann. Ef önnur hin innri líffæri eru veik, verður lyfinu veitt gegnum skinnið og vöðvana með rafstraumum. • Mannfjöldi í Bandaríkjunum var árið 1900 75.994.565, en árið 1940 var hann orðinn 131.669.272 Láta mun nærri, að meðal dánaraldur ' manna í Bandaríkj- unum sje nú um 65 ár. Mestur hraði járnbrautar, sem náðst hafði árið 1940, er 120 mílur á klukkustund, en meðal- hraði járnbrautarlesta, sem hafa áætlunarferðir í Banda- ríkjunum, er nú orðinn 84 míl- ur á klukkustund. Mestur flugvjelarhraði, sem náðst hafði 1939, var 655 kíló- metrar á klukkustund. Síðan hef- ir hraði flugvjela verið hernaðar- leyndarmál. En fullyrða má, að hann sje orðinn meira en 800 km. á klst. ------ Hvaða maður er það sem allir menn taka ofan fyrir? Svar: Hárskerinn. • Hvaða tveggja atkvæða orð inniheldur 35 stafi? Svar: Staf-róf. • Hvaða dýr er það, sem hefir hófuð eins og köttur, rófu eins og köttur og alla siði kattar, en er þó ekki köttur? Svar: Ketlingur. Leiðrjetting. Undir myndinni af Hafnarstúdentum í síðustu Lesbók fjell niður nafn Sigurðar Magnússonar prófessors, sem átti að koma næst á eftir nafni dr. Helga Péturss.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.