Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 1
 22. tölublað. Sunnudagur 13. júní 1943. XVII. árgangur. Ur brjefabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar: Pegar Halldór biskupsson var í Yarmoufh Fræðafjelagið í Kaupmannahöfn hefir nýlega gefið út tólfta bindi af Safni sínu. Er það uppprentun úr brjefabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Fáein eintök af þessari bók hafa komið hingað til lands. Jón Helgason prófessor hefir annast útgáfuna, og er hún hin vandaðasta, eins og yfirleitt alt sem kemur frá hans hendi. Þar eð bók þessi er í fárra manna höndum hjer á landi, eru hjer prentuð tvö brjef upp úr henni. Er hið fyrra ekki annað en „meðkenning" eða eins og nú er nefnt, kvittun Sigurðar Ingimund- arsonar Englandsfara fyrir fje er Brynjólfur biskup sendi syni sín- um Halldóri til Yarmouth í Englandi, og sýnir m. a. hve langt mái og umsvifamikið gat orðið úr því litla efni. Síðara brjefið, sem hjer er prentað, er brjefkafli, er biskup sendir syni sínum með sömu ferð. í formála brjefasafnsins kemst Jón Helgason þannig að orði: „Um Halldór Brynjólfsson hafa föður hans eflaust verið von- brigði, að hann var óhneigður fyrir skólanám, en hann hefir þó huggað sig við, að honum stæði, með ætt sína og auðlegð að bak- hjalli, opin leið til veraldlegra metorða. Halldór var sendur til Eng- lands, til frama og menningar, en þar andast hann úr „langvarandi sóttarþyngd, mæðu og magnleysi“.“ Medkienning Sigurdar lnge- mundarsonar Einglandzfara yppa medtekna eitt tolfrætt hundrad rixdale, jtem ellefu gullstycke fram med sjer ad færa til Einglands Halldore Brynjolfs- syne til tæringar næst epter kom- ande aar. Þad meðkennest eg Sigurdur Ingemundarson, barnfæddur a Is- lande fyrer nordann enn dveli- ande og til vista verande til Jar- modt a Einglande, ad eg med- tekid hefe til medferdar, og tru- ar handar hier nu j Skalhollte Anno 1664 26 Junij af biskup- enum M. Brynjolfe Sveinssyni, er hann mier j eiginn hond vttalid hefur og eg hefe aptur epter honum talid, gillda og goda tolfrædt hundrad rixdale jn specie, af hvorium tiutiu eru ein- kiender speciedaler, enn tuttugu þarad auke til tolfræds hundrads- ens voru fiorutiu halfer rixdeler, þar j bland þriatiu halfar kron- ur eingelskar og tiu halfer daler hollepdsker þar til, so ad j þessu öllu til samans vppfyllest eitt tolfrædt hundrad rixdaler, er eg sem fyrskrifad er af biskupen- um til vardveislu og medferdar medtekid hefe. Her ad auke hef eg af honum til vardveislu og medferdar medtekid, og med eig- inn hende sialfur talid, j gull- styckium fim Jacobi stycke, er eg hygg ad koste hvort tuttugu og fiora eingelska skylldinga. Item hefe eg medtekid af honum hier til fiogur Carolus gullstycke, hvort myntad vppa tuttugu eing- elska skylldinga, enn eg hefe vit- ad fast kunna fyrer hvort þeirra 22 eingelska skilldinga. Item hefe eg af honum enn framar medtekid tvo rosen nobel af gulle, hvort reiknad vppe 4 rd., so ad þesse gullstycke eru ad tölu ell- efu, hvor eg medtekid hefe, enn biskupen reiknar þau ad verde oll til samans nære 80 rd. Alla þessa adurskrifada peninga j þeira specie sem nu eru þeir skrifader lofa eg Sigurður Inge- mundarson og vnder bindst vppa goda tru vel og vandlega ad vard- veita, sem þad eg villde bezt vardveitt være af minne eign, og þad fyrsta Gud lofar mier nu j sumar fram j Eingland ad kom- ast, biskupsens syne Halldore

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.