Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 4
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þegar prestskonan færði mig í buxurnar náðu þær mjer alveg upp undir hendur. Svo engum axlaböndum varð komið við. Hún hafði því ekki önnur ráð, en að sauma á mig buxurnar, braut svo mátulega inn í skálmarnar. Og þannig urðu þetta fyrirtaks fermingarbuxur. En jeg var strax færður úr allri þessari dýrð að lokinni guðsþjónustu- gerð. Jeg hugsa að það sjeu ekki margir, sem hafa verið fermdir í buxum af sóknarprestinum. 1 REYKJAVfK. — Hvað tók svo við fyrir þjer? — Jeg var kokkur áfram um tíma, en fjell það altaf illa. Það var siður í þá daga að hnjóða altaf í kokkinn og hafa alt á hornum sjer við hann. Það þótti lítilf jörlegt starf að vera kokkur. Svo vandist jeg sjónum, varð háseti og síðan stýrimaður 19 ára gamall. Það var ekki til siðs þá, að menn þyrftu að læra á skólabekk til þess að verða stýri- menn. Svona var það þá, og er jeg þó ekki eldri en þetta. Samt mun mega segja að jeg sje hálf- ur í gamla tímanum — eða vel það. Þegar jeg var 22 ára kom jeg hingað suður. Þá fór jeg í Stýri- mannaskólann. Þetta var árið 1895. Og skipstjóri var jeg síðan uns jeg hætti siglingum. Þegar hingað kom opnuðust nýir heim- ar fyrir mig. Þá sá jeg bókabúð. Og þá kyntist jeg Sigurði Krist- jánssyni bóksala. Þá átti jeg nokkrar bækur í kofforti, skítugar og illa út leiknar. En nú byrjaði jeg strax að viða að mjer bókum, eins og jeg gat og hafði efni á. Alt fór í bækur, sem jeg gat við mig losað. BÓKAUPPBOÐ. Þá var siður að halda hjer bókauppboð mörg á ári. Flest voru þau á haustin. Þar kom margt eigulegt fram. En margir líka, sem vildu eignast bækur. Á uppboðunum vorum- við nokkrir altaf fastir gestir. Þar var Bene- dikt Þórarinsson, fyrst skal fræg- an telja, Borgþór Jósefsson, Pjet- ur Zophoníasson, Jóhann Krist- jánsson ættfræðingur, Ásgeir Torsfason. Og þar var oftast nær Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður, „forni". En hann bauð lítíð í aðr- ar bækur en þær sem voru gaml- ar og sjaldgæfar. Pjetur var þrár við að bjóða, er hann ætiaði sjer einhverja bókina. Borgþór erfið- ur, éf um var að ræða leikrit eða annað, sem hann hafði sjerstak- an áhuga fyrir og eins Jóhann, þegar komu æfiminningar. Ás- geir sárnaði mest að missa af búnaðarpjesum, er þeir voru á ferðinni. En altaf fannst mjer hann gæta mestrar hófsemi í samkepninni, og kunni jeg best við hann. Við eltum löngum grátt silfur við Benedikt. Hann hafði þann sið, að hækka sjaldan boðin nema um nokkra aura í senn. Mjer leiddist það, og hætti þá, er lengra leið, ellegar jeg hækkaði boðið um nokkrar krónur í einu, og fekk mjer þá oft slegnar bæk- urnar. Okkur þótti stundum gaman að stríðast um það, ef annar hafði náð í eitt og annað sjaldgæft, sem hinn átti ekki. Eitt sinn sem oftar kom jeg heim til Benedikts, og spyr hann mig: „Átt þú káp- una af Jólagjöfinni frá 1839?" — Nei, hana átti jeg ekki. Þá sýnir hann mjer kápu, sem hann hafði fengið, með engla- myndum og öllu saman. Hún er óhrein, þessi kápa, segi jeg. Jeg get þvegið hana eins og annað, sagði hann. Sighvatur Grímsson kom með hana til mín. Eins og Guð á mig, þá borgaði jeg hana með 5 pottum af brenni- víni. FREGNMIÐAR. Við Benedikt söfnuðum flug- ritum, fregnmiðum og götuaug- lýsingum. Eitt sinn byrjaði jeg á því að safna „bíóprógrömm- um". En jeg hætti við það. Það var ekki hægt. Þau voru ekki númeruð. Oft var bannsett staut við fregnmiðana. Mjer er minnistæð ein viðureign okkar Benedikts í þeirri grein. Björn Jónsson var orðinn ráðherra. Hann var í Dan- mörku. Hann hafði haldið fyr- irlestra úti á Jótlandi. Andstæð- ingar hans töldu að þeir gætu gert sjer mat úr ummælum hans þar um sambandsmál þjóðanna. Strax var símað hingað heim til að segja frá þessu. Jón Ólafsson kom fregninni á framfæri. Hann fær prentaða nokkra fregnmiða, og síðan er maður sendur út úr Gutenberg, til þess að festa mið- ana upp. Þeir voru allavega rönd- óttir á litinn, svo þeir drægju betur að sjer athygli manna. Nú fer jeg upp í Gutenberg, til þess-að reyna að ná í einn þessara miða, hitti prentsmiðju- stjórann, spyr hvort hann geti útvegað mjer einn. Nei, segir hann. Þeir eru allir farnir út, bú- ið að líma þá upp. Arinbjörn (Sveinbjarnarson) sjer um það. — Hvað ætli þeir hafi verið margir ? Þeir voru einir 20. Jeg út í Þingholtsstræti. Þar sje jeg að menn hafa safnast saman utanum einn miðann. Hann var límdur á símastaur. Jeg bið þangað til menn hafa les- ið nægju sína og svifa sjer frá. Geng jeg þá að staurnum og plokka miðann niður, tókst það, af því að límið var ekki orðið þurt. Síðan finn jeg annan miða og næ honum. En nú varð að sjá um að Bene- dikt gæti ekki farið eins að svo að jeg ætti þenna miða en ekki hann. Leita jeg því uppi alla miðana og ríf þá niður, svo eng- inn er heillegur eftir. Fer síðan heim. Nokkru síðar er jeg heima hjá Benedikt og spyr hvort hann hafi fengið þenna fregnmiða um Björn Jónsson. — „Já, mikil ó- sköp", segir Benedikt. „Hann Arinbjörn minn sá um það". Marconiskeytið fyrsta sem kom, og fest var upp á göturnar, fekk jeg, en þó ekki orðalaust. Það var fest innan á glerrúðuna í útidyrum Isafoldarprentsmiðju. Jeg fór til Ástráðs, sem var starfsmaður prentsmiðjunnar, og spurði hvort jeg gæti ekki feng- ið miðann. Hann sagðist þurfa að spyrja Björn að því. Björn sagði, að miðinn þyrfti að vera þarna í tvo daga. Síðan gæti jeg fengið hann. Og svo varð það. ELTINGALEIKUR. Skömmu eftir að jeg kom hing- að suður byrjaði jeg að safna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.