Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 blöðum. Áður hafði jeg fátt sjeð af þeim nema Þjóðólf. Nú fór jeg að kaupa Isafold. Og síð- an að safna að mjer öllu sem jeg gat. En það var oft erfitt að ná í ýms smáblöð, sem ekki komu út nema fá tölublöð af. Eins og t. d. Bindindistíðindin sem stúkan Isafold gaf út. Goodtemplarar voru æstir í að ná í þau. Jeg náði í tvö númer hjá Sigurði Krist- jánssyni. Og seinna fekk jeg blaðasyrpu Friðbjarnar Steins- sonar á Akureyri. Þar komu öll Bindindistíðindin. Mjer þætti gaman að 'vita hve mörg eintök væru til af þeim. Sigurfður Þórólfsson gaf út tvö tölublöð árið 1901 af blaði sem hann nefndi „Gaman og al- vara". 1 seinna blaðinu var mynd út af Battaríismálinu svokallaða, er Jón Vídalín vildi kaupa Batta- ríið. Það blað hvarf skyndilega, og reyndist erfitt að ná því. Af tilviljun rakst jeg á þetta blað innan um umbúðapappír í versl- un Jóns Þórðarsonar. Svona varð maður altaf að hafa augun hjá sjer. Einna mestan eltingaleik átti jge við að ná í blað sem Skúli Thoroddsen gaf út á ísafirði og sr. Sigurður í Vigur. Það hjet Fi-am. Það fjallaði um kaupfje- lagsmál. Jeg reyndi hvað eftir annað að ná í blaðið fyrir vest- an. En það kom fyrír ekki. Svo leið og beið. Skúli var fluttur hingað suður í Vonar- stræti. Þá hafði einu sinni verið fleygt firnindum af Þjóðviljan- um í Tjörnina í krókinn fyrir austan Báruna. Þetta var í út- synningsslagviðri. Jeg átti leið um Vonarstræti, og sje alt þetta brjefarusl í Tjarnarkróknum. Þá sýnist mjer eins og að á nokkrum blöðum sje blaðhaus, sem gæti litið út eins og „Fram". Jeg veð strax út í Tjarnarleðjuna, og skeyti hvorki um skömm nje heiður, alla leið þangað sem þessi blöð eru, þríf þau upp úr leðj- unni öll út ötuð. Þarna eru þá hvorki meira nje minna en 5 ein- tök af hinum langþráða Fram. Jeg hjelt tveim fyrir mig, en seldi hin á 5 krónur stykkið. Eitt af þeim fór í Landsbókasafnið. Oft fór jeg fýliferðir heim til Þorgerður Brák Þú góða Brák, er Ijest af tryggð þitt líf, að lifa mætti undrasveinninn mæti, er var þjer allt, í ánauð, hryggð og kæti, - þin ástarfórn varð óði lands mins hlíf. Og aldrei skyldi gleymt að þakka þjer. Á þúsund árum varstu stærri og stærri, á óðrum þúsund okkur sífelt kærri: ókominn tími veit hvað þakka ber. Svo stór var Egill: eftir því sem leið varð yndisbjartar nafn þitt, mikla kona, er gafst þitt líf, svo lifa mætti hann. Þín saga varir, sönn og Ijómaheið, hjá sógum íslands bestu dætra og sona og stjörnu skálda, er stærst i norðri brann. Hulda. ýmissa manna, er jeg var að reyna að ná í ýmsa pjesa og smá- rit, sem jeg vissi að þeir áttu. Halldór Kr. Friðriksson sagði mjer t. d. að tengdasonur hans, Halldór Daníelsson, ætti Græn- landslýsingu Sigurðar Breið- fjörð. Jeg fór til bæjarfógetans þegar jeg vissi að hann hafði ekki mikið að gera og spurði hann hvort hann ætti þenna bækling. „Ætlið þjer að fara að fiska við Grænland?" spyr hann þá. „Jeg held þjer verið engu nær þó þjer fáið þá bók". Meira hafði jeg ekki upp úr því. Eins fór fyrir mjer þegar jeg beimsótti Þórhall Bjarnarson og spurði hvort hann gæti hjálpað mjer um Prestaskólaskýrsluna frá 1856. En hún er mjög sjald- gæf. Hann tók mjer mjög vel, spurði hvaða atvinnu jeg stund- aði og um alla hagi mína, og hvers vegna jeg væri að spyrja um þessa skýrslu. En meira fekk jeg ekki hjá honum. Tryggvi Þórhallsson hjálpaði mjer um skýrsluna síðar, eins og margt annað. FORNBÓKASALI. — Hvenær byrjaðir þú á bóka- sölunni? — Þegar jeg hætti á sjónum. Kunni best við mig innanum bæk- urnar. Mjer hefir altaf þótt vænt um bækur. Með því að opna búð, gat jeg altaf verið í fjelagsskap þeirra. — Gekk verslunin vel? Veltan var ekki mikil. Kann- ske ekki nema 1000 krónur á mánuði. Og það gerði strik í á- góðann, hve mikið af bókunum sem jeg keypti lenti í mínu eigin bókasafni. — Keyptir þú ekki heil bóka- söfn? — Jú, jeg keypti mörg. Þau stærstu voru, bókasafn Björns Olsens, Kaalunds og Björns frá Viðfirði. Jeg held að jeg megi fullyrða, að það sje klaufaskapur, ef forn- bóksala fer á höfuðið. Það er mín reynsla eftir 22 ár. — Og þú seldir þitt mikla bókasafn. — Já — til Harward háskól- ans. Jeg hefi heyrt það einhvern- tíma, að jeg hefði heldur átt að sjá um að það yrði hjer á landi. En er ekki altaf verið að tala um landkynningu, og að við höfum bókmentirnar að státa af? En hver er þá betri landkynning en sú, að hafa gott íslenskt bóka- safn við slíka menningarstofnun sem þessi ameríski háskóli er. Bókahillur mína voru orðnar 150 metrar að lengd. En auk þess voru dagblöðin og feikn af smá- Framh. á síðu 184.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.