Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 6
182 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINi Æfi og ástir Ivans grimma Eftir Leslie T. Wilson. Á gótuslóð í frumskógum Brasilíu varð hann fyrst á vegi mínum. Þar var hann í hörku- rifrildi við skógarmann. Hann belgdi út bringuna, gul augu hans tindruðu af bræði, og hann grenj- aði upp yfir sig af h'fs og sálar- kröftum. En aðstaða hans var ekki góð. Hann vóg ekki nema 3 unzur. Jeg skarst í leikinn og keypti apann fyrir 50 cent, og varð með því yfirboðari Ivans grimma. Hann sýndi mjer ekkert þakk- læti fyrir viðvikið. Hann hjelt áfram að ólátast og ljet nú bræði sína bitna á mjer. En smátt og smátt rann honum reiðin, og hann sofnaði í vasa mínum. Jeg sagaði sundur kókoshnetu í tvennt, bjó um hann í öðrum hnetuhelmingnum og tók hann með mjer til skips. Ivan var af einni tegund svo- nefndra næturapa, af dvergapa- kyni. Þeir hafa hvíta stjörnu í enninu. 1 skógarmyrkri glittir í stjörnu þessa. Hún er veiðibrella frá náttúrunnar hendi. Mýflug- ur og önnur smákvikindi laðast að þessum ljósa bletti, en þá gefst öpunum færi á að hremma þau með ótrúlegri handfimi sinni. Ivan var 3^2 þumlungur á hæð, með lítið andlit, sem var ógnarlíkt mannsandliti, en vaxt- arlagið ekki ósvipað íkorna, enda hafði hann mikið loðið skott. Að venju var hann skapgóður, mesta gæða skinn. En ef honum fannst sjer misboðið, þá fauk í hann, því bráðlyndur var hann. En vonskan rauk fljótlega úr hon- um. Það reyndist vera erfitt að sjá honum fyrir hentugu mataræði. Þurfti jeg að hafa mikið fyrir því, áður en jeg komst að rjettri niðurstöðu hvernig ala ætti Ivan svo honum liði vel. I fyrstu höfn keypti jeg handa honum brúðu- pela með togleðurstúttu. Ivan handljek brátt pelann eins og æfður drykkjumaður. Kona ein meðal farþeganna prjónaði á hann kot. Þegar hann var kom- inn í það, var hann allra líkast- ur örsmáum skilmingamanni. Fljótlega komst jeg að raun um, að ívan væri ekkert flón. Undraðist jeg hve skynsamur hann var. Það lýsti sjer t. d. í því, að hann var framúrskarandi þrifinn með sig. Eitt sinn skyldi jeg hann eftir í búrinu þar sem á hann skein of sterk sól. Þegar jeg kom aftur hafði hann tekið pentudúk sinn og breitt hann fyrir sólina. Jeg tók dúkinn og ljet sólina skína á hann. Apinn breiddi dúkinn strax aftur fyrir sólina svo hann gæti notið skugg- ans. Er heim til Californíu kom bygði jeg handa honum hús. Það var í laginu eins og leiktrúða- vagn, þrjú fet á lengd og 2 fet á hæð. Til endanna hafði jeg gler, dyr á afturhlið, en á fram- hliðinni vírnet. Vindlakassa f jekk hann fyrir svefnherbergi. Yfir honum var 25 watta ljósapera til þess að jafn hiti væri í húsinu. Kókoshnetuna hengdi jeg í loft- ið, með bjöllum og rólu. Ivan hafði ánægju af borgar- lífinu, að umgangast fólk og sjá sig um í heiminum. það var hans besta skemtun að aka í bíl. Á bíl- ferðum var kókoshnetan hans hengd á spegilinn innan við fram rúðuna. Þaðan hafði Ivan hið besta útsýni yfir landslagið. Þeg- ar hann sá eitthvað nýstárlegt, er vakti athygli hans, spjallaði hann í ákafa eins og smákrakki. Prýðilega fjell honum morg- unverður okkar Ameríkumanna. Undir eins og hann kom á ról heimtaði hann appelsínumauk sitt. Þó undirstöðumatur hans væri altaf þrír mjelaðir ormar. Brátt þyngdist hann, svo hann varð 5 unzur. Ekki er hægt að hugsa sjer neina skepnu eins merkilega með sig og hann. T. d. að sjá til hans með ,,grape"-ávöxt. Safinn úr honum var hans uppáhald. En aldrei skyldi það koma fyrir að hann káfaði í ávöxtinn, til þess að vinna hann þannig sjer til matar, heldur tók hann milli handa sjer, hallaði höfðinu aft- ur á bak og kreisti safann niður í munn sjer. Hendurnar mátti hann ekki óhreinka. Alt útlit var fyrir að Ivan yrði alla sína æfi piparsveinn. En kunningi minn suður í Rio sendi mjer konuefni handa honum. Hún var helmingi minni en hann þegar hún kom, svo við þorðum ekki annað en fresta brúðkaup- inu, því við vissum hvílíkur of- stopi gat rokið í Ivan. Hún hjet Tonita. Við gáfum henni ríflegan f jörefnaskamt, og ljetum hana styrkja sig með því að æfa hana á að klifra upp göngustaf. En einu sinni hélt jeg henni upp að glerrúðunni í húsi Ivans. I fyrstu sneri hann við henni bakinu, hjelt að þetta væri ekki annað en leikur með spegil. En þegar hún tók til máls, þá varð hann svo forviða að hann var næri dottinn ofan úr rólunni sinni. Geðshræring hans var svo mikil, við þetta tækifæri, að jeg sló brúðkaupinu enn á frest. Það leyndi sjer ekki, að Ivan var með hugann hjá Tonitu. Þegar hún sá til hans skálmaði hann um gólfið í apabúrinu sínu, belgdi út brjóstið eins og gorilla. Tonita var hrifin. I hvert sinn sem við sleptum henni þaut hún að búrinu. En þegar Ivan varð þess var að hún horfði á hann, þá leit hann undan, rjett eins og til þess að gefa henni í skyn að sjer stæði alveg á sama um hana. En ef hann sá að hún leit ekki á hann, þá glápti hann á hana og fylgdi hverri hreyfingu henn- ar. Loks rann upp brúðkaupsdag- urinn. Jeg hafði smíðað handa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.