Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 þeim fílabeinslitaða lokrekkju, en konan mín gaf þeim ljósrauðar ábreiður í brúðargjöf. Jeg var smeykur um Tonitu, er jeg hleypti henni inn í búrið, því að við þektum hvílíkur fítons- andi gat hlaupið í Ivan. Hafði jeg því fengið mjer lcðurhanska til þess að geta hrifið Tonitu frá Ivan ef á þyrfti að halda, án þess að verða fyrir tönnum Ivans, ef vonska hefði hlaupið í hann. Þegar Tonita var komin inn í búrið, leit Ivan snöggvast á hana. En á sama augnabliki var öll hans karlmenska rokin út í veð- ur og vind. Áður en jeg gat lok- að búrinu, tókst ívan að smjúga út. Hann þaut nú, eins og í óráði, um alt húsið. En hin forsmáða brúður sat hnípin og særð þar sem hún var komin. Þegar við settum ívan inn í búrið til hennar, varð hann alveg utan við sig, reikaði um eins og í leiðslu. Tonita, er sýnilega átti lífsreynslu að baki sjer, tók til sinna ráða. Hún gekk að ívan, þar sem hann hafði flúið út í hom, tók í eyru honum og kysti hann rembingskoss. ívan var sem steini lostinn. Tonita strauk honum og reyndi að gera gælur við hann. En ívan vjek sjer undan öllum blíðuat- lotum út í horn og var utan við sig. Þá um kvöldið setti jeg lok- rekkjuna inn í búrið. Tonita var sýnileg hrifin af því hve skraut- leg hún var. Hún smaug þar strax inn. Er hún hafði verið þar drykklanga stund rak hún höfuð- ið út, og svipaðist um eftir ívan. En hann var auðsjáanlega smeykur við að fara til hennar. Þegar hann loksins áræddi að koma, tók Tonita honum tveim öndum og kysti hann. Hann tap- iði sjer aftur, og þaut út í horn. En Tonita reyndi nú með blíð- málum að fá hann til sín. Við hjónin vorum nú orðin leið á framferði ívans og fórum í bíó. Þegar við komum heim tók jeg lokið ofan af lokrekkjunni til að sjá hvernig þeim liði. Þau lágu þar í faðmlögum undir ábreið- unni í fastasvefni. Ánægjusvip- ur var á andlitskrýli Tonitu. Ómögulegt var með öllu eftir þetta að skoða Tonitu sem skepnu. Hún átti altof mikið af kvenlegu eðli í sjer til þess. Hún var eins og lifandi kjarni hins kvenlega. Aldrei var hægt að tala orð til ívans án þess að hún væri komin þar og „legði orð í belg“. Hún var símasandi. Hún reif út úr honum það sem hann var að eta. Hún skipaði honum í rúmið, þegar henni sýndist. ívan gat enga björg sjer veitt. Hann átti að búa við hið algerðasta konu- ríki sem hugsast gat. Og hann ljet sjer það lynda, feldi sig prýðilega við það. Undir eins eftir kvöldverð á hverju kvöldi fór Tonita í lok- rekkjuna og dró tjaldið fyrir. Þar var hún ein í klukkustund eða svo. Hvað hún aðhafðist þar vissi enginn. En það minti mann á konu, sem væri að búa sig í háttinn eftir daginn. Alt í einu dróg hún tjaldið frá, og kallaði á ívan. Hann kom samstundis, og tjaldið var dregið fyri. Jeg reyndi að frelsa hann und- an konuríkinu með því að taka hann út og reyna að leika mjer við hann, eins og áður. En hann var annars hugar, alltaf að skotra augunum að búrinu, eins og hann væri að gefa mjer það í skyn að hann óttaðist að kon- an yrði vond við hann, ef hann yrði of lengi burtu. Að því kom að Tonita varð þunguð. ívan vissi það auðsjáan- lega. Nú mátti hann aldrei missa hana augnablik úr augsýn. Tím- unum saman sátu þau í sólinni, og kembdi ívan mjúkt hár henn- ar. Hann virtist sjerlega um- hyggjusamur um tennur hennar, var altaf að halla höfði hennar aftur á bak og horfa upp í hana. Er á leið meðgöngutímann varð Tonita matgráðug og önug- lynd. Hún heimtaði mat sinn með ópum og óhljóðum. Oft beit hún mig í hendina, er jeg var of seinn að setja frá mjer diskinn þeirra. En hún iðraðist strax eft- ir því, leit afsakandi á mig. Þeg- ar hjer var komið ljet ívan Ton- itu altaf sitja fyrir með allan mat. Jafnvel ormana, er voru hans uppáhald, mátti hún taka frá honum. Langa tíma sátu þau, hölluðu saman vöngum -og hjöluðu. Ef þau mistu hvort af öðru augna- blik urðu þau óróleg. Matarlyst hennar og önuglyndi fór mink- andi. Hún varð hæglát og dreym- andi. En hvað dreymdi þessi agn- arlitlu dýr. Það gat enginn vit- að. En eitt tel jeg víst, að þau hafi haft sína drauma. Því miður vorum við hjónin ekki heima, þegar ógæfan skall yfir. Eitt sinn, er frænka mín kom með morgunmatinn til þeirra, lá Tonita fárveik á gólf- inu í búrinu. Ivan var alveg sturlaður af angist. Og þegar reynt var að taka Tonitu út úr búrinu beit hann frá sjer. Með því að vefja þykkum dúk utan- um hendina tókst frænku minni að ná Tonitu út. Var hún lögð á klæði utan við búrið og henni gefnir nokkrir dropar af whisky til þess að hressa hana. En skjótt dróg af henni, og hún leið útaf áður en nokkrum læknisaðgerð- um yrði við komið. Nú var ívan alveg frá sjer. Hann hljóðaði og veinaði upp yfir sig, rjett eins og hann ætlaði með því að kalla maka sinn til lífsins aftur. Hann starði til dyranna, eins og hann lifði í þeirri von, að hún myndi alt í einu birtast þar. Hann neytti hvorki svefns nje hvíldar. Jeg reyndi að leika við hann. Hann sinnti því engu. En þegar jeg tók hann upp skreið hann undir vesti mitt og fann jeg við brjóst mitt hvernig hjarta hans barðist. Þegar hann um síðir fór að sætta sig við að hafa mist Ton- iku, þá beindust tilfinningar hans til konunnar minnar. Hún kendi honum að kyssa sig. En það gerir hann aldrei svo jeg sjái til. Ef hún kyssir mig, þá snýr hann í hana baki og er afbrýðis- samur. Hann skoðar mig sem meðbiðil sinn, litla skinnið. (Lauslega þýtt). Drukkinn maður: Hik — hvað er klukkan? — hik. Annar drukkinn maður: 'Yeah. Fyrri maðurinn: K»rar þakkir — hik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.