Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1943, Blaðsíða 8
184 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 Við hlóðaeld Rökkvað-i um göngin í gamla bænum heima, — grýlumyndir ferlegar í skotin upp sjer stilttu. Lítinn hrelldan snáða löngum ótta fylltu, sem læddist inn til ömmu, að heyra sögu —, og dreyma. Amma sat við hlóðin. 1 bjarma bleikra glóða hún bænir sínar þuldi um guð og æðri krafta. Þykka reykjarbólstra bar við svarta rafta, þeir byltust upp við rjáfrið, sem dókk og uggvæn móða. Svo blés hún amma í eldinn og bætti á hann flögu, að baki hennar stóð ég og horfði á hana hljóður. Loks bauðst ég til að vera undur, — undur góður og engum versum gleyma —, en bað um leið um sögu. Er amma sagði sógur ég aleinn fór i göngu um ævintýrsins seiðandi dularfullu stigu: Úr órafjarska veruleikans orðin til min hnigu: „Einu sinni var það fyrir langa, langa löngu . . . ." Ég hlustaði, — ég starði. t eldsins undraglóðum mér. ævintýrið birtist í rauðum vafurlogum. Því veröldin var horfin með tímans áratogum, en tilveran og lífið í eldi á svörtum hlóðum. Þar Hsu gullnar hallir úr grænnra skóga skrúði, en skapanornir Þyrnirós í álógum þar bundu. Unz kóngssonurinn áræðnasti á óska sinna stundu fekk álögunum hrundið og frelsað sina brúði. Og Tindastóll þar gnæfði með töfra þá er ginna þótt torfærurnar ógni. Þar gengu meðal steina menn, sem voru allt líf sitt að leita að þessum eina, sem lykilinn gat veitt þeim að ríki óska sinna. Eldurinn var kulnaður —, sagðar allar sógur, að síðustu hún amma strauk mér blítt um vanga. En veruleikinn birtist sem válynd afturganga og veröldin varð sótug — og hætti að vera fögur. Fyrnast liðnir dagar. Ég val á allra vega því vil ég máttinn tigna og öllum skbpum renna. Þó óska ég þess stundum, er borgir mínar brenna, að barn ég aftur væri — og sál mín fyllist trega. Þvi eldurinn er kulnaður, amma þógnuð —, dáin og ævintýrið gamla ei lengur hugann seiðir. Og nú er ekki heldur lengur neinn, sem leiðir lítinn dreng, sem villist stundum eitthvað út í bláinn. Kristján J. Gunnarsson frá Marteinstungu. Jakob litli: Mamma, s.iáðu manninn Jakob: Veit hann það ekki sjálfur? þarna. Hann hefir ekki eitt einasta >Svo þfi m gkoti Qeturðu fundið hár á höfðinu. að það rennur einnig skoskt blóð í Móðirin: Uss, hann getur heyrt til œðum mínum?" þín. „Jé, jeg finn það á lyktinni". Samtal við Kristján Kristjánsson Framh. af síðu 181. ritum er alt var óbundið. Jeg átti 336 íslensk blöð og rúmlega 600 ljóðabækur. Skrá yfir safnið var ekki fullkomin er jeg seldi það. En jeg átti lista yfir 7600 titla íslenskra bóka er þar voru. Bækurnar hafa verið mitt yndi, og hefi jeg getað notið þeirra vegna þess hve rólegt og gott heimili jeg hefi átt og góðan förunaut, þar sem konan mín er, Sigurlaug Traustadóttir. Okkur hefir þótt vænt um bækur og blóm og við hófum hlúð að þess- um vinum okkar. V. St. Smælki Síðan árið 1940 fyrir Krists burð hefir verið friður í heiminum aðeins í 290 ár, en styrjaldir í rúm 3000 ár. — Prófessor nokkrum í Rúmen- íu hefir reiknast svo til, að á árun- um frá 1500 fyrir Krist til 1860 eftir Krist hafi verið gerðar rúm- lega 8000 milliríkjasamningar, sem gilda hefðu átt um alla eilífð. En tíminn, sem þeir hafa verið í heiðri hafðir, hefir verið tvö ár "að meðal- tali. í Arizona í Bandaríkjunum er koparnáma, sem er merkileg að því leyti, að þar hefir stöðugt brunnið eldur síðastliðin 40 ár. Reykur og gufa stíga þar upp eins og úr gos- gíg. Tilraunir til þess að slökkva eldinn hafa engan árangur borið, en fjöldi ferðamanna, víðsvegar að, kemur til Arizona til að sjá þetta einkennilega náttúrufyrirbrigði. „Svipubræður" var trúflokkur nefndur, sem uppi var á ítalíu á 13. og 14. öld. Þeir trúðu því að þeir gætu varið sig ölum syndum með því að berja líkama sinn með svip- um daglega og það svo að blæddi. Fóru þeir í stórhópum um borgirn- ar og sungu sálma og börðu sig. Urðu þeir að lokum slík plága, að páfinn varð að banna félagsskap þeirra. Hvaða orð hefír mest áhrif a kon- una? — Hið síðasta,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.