Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þrjú altarisklæði, einn kaleikur, tvær kertistikur, kantarakápu og slopp, tvær klukkur stórar, glóð- arker, sacrarium munnlaug og kross, Maríuskript og Nikulás- skript“ (þ. e. litmyndir af Maríu mey, en kirkjan var helguð henni, og af inum heil. Nikulási). Af vitnisburði Hafliða Gizur- arsonar um landeign og landa- merki Hvaleyrar við Hafnar- fjörð um miðja 15. öld má sjá að Laugamess-kirkja átti „lítinn skóg við landsuðri í Hvaleyrar- höfða“. 1 Engeyjarmáldaga um 1500 segir, að hálf legkaup skuli heima takast, en hálf leggjast til Laugamess-kirkj u. Kirkjan hefir verið vel búin að gripum og allvel var séð fyrir hlunnindum. Nú segir ekki af Laugarness- kirkju langt skeið. Þess er getið í jarðabók Áma Magnússonar, að útkirkja (annexia) sé í Laugar nesi auðv. frá Vík, en sóknarkirkj umar voru þá þrjár (í Vík, Nesi og Laugarnesi,) í Seltjamarness- prestakalli. 1 Viðey var komin kirkja fyrir 1200. Á síðari tím- um hefir verið þar heimiliskirkja. Einnig var frá fornu kirkja í Engey (lögð niður 1765). Eftir Móðuharðindin var kveðið svo á, að dómkirkju skyldi reisa í Reykjavík, og bráðlega var hafin smíði hennar. Voru þá kirkjurn- ar í Laugamesi og Nesi lagðar niður og báðar sóknimar lagðar til Reykjavíkur dómkirkjusókn- ar. Laugamess-kirkja var lögð niður með konungsbréfi 4. apríl 1794 og Neskirkja 26. maí 1797. Reyndar var in nýja dómkirkja ekki vígð fyr en 6. nóv. 1796, og hafði hún þá verið átta ár í smíð- um. — Það færi vel á því að vígja ina nýju Laugamess-kirkju 4. apríl n. k., réttum 150 árum eftir það, að kirkjan var tekin af þar. 1 sálnaregistrum Laugamess- sóknar frá ofanverðri 18. öld eru þessir bæir taldir í sókninni: Viðey, Engey, Bústaðir, Kleppur, Laugarnes, Suðurkot, Norðurkot, Barnhóll, Rauðará, Breiðholt, Hvammkot, Kópavogur, Digra- nes, Vatnsendi, Elliðavatn og Hólmur. 1 sambandi við kirkjuna í Laugarnesi hlýðir að geta þess, Steingrínuir Jónsson biskup. að enn er til altaristaflan, sem var í síðustu kirkjunni þar. Hún kom á þjóðminjasafnið 9. nóvbr. 1M4, þá frá Stað í Grindavík, en kirkja var þá tekin af þar, og er líklegt, að sú kirkja hafi feng- ið altaristöfluna, þegar Laugar- ness-kirkja var lögð niður. Lýsing þjóðminjavarðar á töfl- unni fer hér á eftir: „Altaristafla smíðuð úr furu, með vængjum og útsöguðum fjölum utan við um- gerðina, að hæð 113 cm., 103 cm. á breidd, en hvor vængur 87 cm. á hæð og 43,5 cm. á breidd. Þeim er læst með lokum og snerli. Á miðtöflunni er kvöldmáltíðar- mynd, og á vængjunum að utan eru myndir af krossfestingv.nni og upprisunni, en að innan af öllum guðspjallamönnunum. Á umgerðina er letrað: Til maklegr- ar skýlduendurminningar er þessi tafla gefin heil. Maríukirkju að Laugarnesi af þeim B: og E: Ao MDCCLVII. — B og E eru upp- hafsstafir Bjama Pá'.ssonar og Eggerts ólafssonar". Þeir félagar, Bjarni og Eggert, dvöldust löngum á \etrum í Við- ey, hjá Skúla Iandfégeta, meðan þeir voru að kanna landið, á árun- um 1752—1757, og hafa þeir þá sótt helgar tíðir að Laugarnesi og verið þar til altaris, og til minningar nm kirkjusókn sína þangað gefa þeir altaristöfluna órið 1757. Biskupssetur. Næstu 30 árin eftir niðurlagn- ingu kirkju í Laugarnesi, setur staðurinn mjög niður, en því meiri var upphefðin, sem beið hans, að þeim liðrium, því að þá varð Laugarnes biskupssetur Is- lands. Hannes Finnsson, sem var síð- astur Skálholtsbiskupa, fékk leyfi til að sitja í Skálholti sína tíð, þó að Reykjavík væri kjörin til bisk- upsseturs. Hann lifði það ekki að vígja ina nýju dómkirkju suður við sund, því að hann andaðist 4. ág. 1796. Eftirmaður hans varð dómkirkjupresturinn í Reykjavík Geir Jónsson Vídalín. Hann var vígður biskupsvígslu 1797 í Hóla- dómkirkju af Sigurði Stefánssyni er var síðastur Hólabiskupa. Geir biskup bjó á Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi til 1807, en síðan í Reykjavík til æviloka árið 1823. — Prófasturinn í Odda, Stein- grímur Jónsson, varð nú biskup. Fór hann þess á leit við stjórnina, að reistur yrði biskupsbústaður í Laugarnesi, sem þá var eignar- jörð hans. Rentukammerið skrif- ar biskupi 19. apríl 1825 og skýr- ir honum frá því, að stjórnin verði við tilmælum hans með því skilyrði, að hann láti jörðina Laugarnes af hendi við konung með þeim skilmálum, sem nánar verði tilteknir síðar, þegar upplýs ingar verði fyrir hendi um jörð- ina frá stiftamtmanni. Biskup hafði boðist til að selja jörðina fyrir virðingarverð, ef þá væri nokkru nær um_biskupssetur í Laugarnesi, svo að hér var ekki um neina ágengni að ræða frá stjórninni. Hann fékk þegar all- mikinn styrk til að koma upp- embættisbústaðnum. Biskup gerði samning 7. apríl 1825 við múrara einn í Kaupm.- höfn um smíði stofunnar, og er nógu fróðlegt að athuga hann. Múrari þessi, sem tók verkið að sér, hét Fredrik August Maltez- ow. Vinnulaun hans áttu að vera 2 ríkisdalir (rd.) á dag, auk fæð- is, ókeypis ferð og fæði til íslands og heim aftur, nægilegt öl dag- lega og peli (y4 pottur) af brenni- víni, bæði á leiðinni og allan vinnutímann m. m. Hann átti að vinna og menn hans frá kl. 5 á morgnana til kl. 7 á kvöldin, að frádregnum hálftíma til morgun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.