Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 verðar, klukkutíma til miðdegis- verðar og hálftíma til kvöldverð- ar, svo að vinnutíminn hefir verið 12 stundir á dag. Fyrir aukavinnu átti að koma aukaborgun. Auk Maltezow áttu þrír aðrir að vinna með honum undir umsjón hans. Maltezow og þeir, sem með hon- um unnu hér, fóru aftur til Dan- merkur í septbr., og var þá mikið eftir af verkinu. Steingrímur Jónsson tók við biskupsembætt- inu 14. júní 1825, en hann fluttist ekki inn í Laugarnes fyrr en vor- íð 1826, og átti hann þar heima síðan til dauðadags, 14. júní 1845 (biskup nákvæmlega 20 ár). Inn nýi biskupsbústaður var jafnan í daglegu tali nefndur Laugar- ness-stofan, biskupsstofan í Laug arnesi eða aðeins stofan. Það var mikið hús, en ekki var það að sama skapi vandað. Stofan var hlaðin úr múrsteini. Helluþak var lagt á hana, eins og á dómkirkjuna 1847, en mikið af því fauk í ofviðri 1848. All- mikill kvistur var á stofunni með svonefndu skútaþaki, og fullyrða þeir, sem gerst mega hér um vita, að það hafi verið fyrsti kvistur á húsi hér á landi. Það kom brátt í Ijós, er biskup var fluttur í stofuna, að margir gallar voru á henni til í- búðar. Álitsgerð fór fram á hús- inu 29. nóv. 1827, og' var hún send til stjórnarinnár með til- mælum um viðgerð. Hún var lát- in fara fram og var einkum fólg- in í málningu hússins utan og innan. Viðurkennir biskup í bréfi til stjórnarinnar 1830, að hafa tekið við stofunni í fullkomnu á- sigkomulagi. Nú kemur að sölu Laugarness.. Virðingargerð jarðarinnar er frá 1837. Hún var metin á 2800 rd. með húsum, að frátekinni bisk- upsstofunni. Konungur kaupir jörðina við þessu verði 28. sept. 1838 til biskupsseturs, gegn því að Steingrímur biskup og eftir- menn hans greiði árlega í eftir- gjald 4% í vöxtu af kaupverðinu, svo að árlegt eftirgjald varð 112 rd. Afsalsbréf biskups fyrir Laugarnesi til konungs er dag- sett 26. febr. 1839. Biskup fór fram á það við stjórnin^, að fá leigulausa ábúð á jörðunni fyril Helgi Thordarsen hiskup. sig og eftirmenn sína, en þeim tilmælum var synjað. Stjórninni hefir þótt vera komið meira en nóg fé í Laugarnes. Biskupsstof- an hafði kostað 20566 rd. og 39 skild., og svo hafði biskup fengið 2800 rd. fyrir jörðina. Steingrímur biskup var ágæt- ur fræði- og lærdómsmaður. Hann var gáfumaður mikill og námsmaður með afbrigðum, lauk embættisprófi í guðfræði við há- skólann með ágætiseinkunn sum- arið 1803, nærri 34 ára að aldri. Hann var fyrsti skólastjóri (lekt- or) Bessastaðaskóla (1805-1810), prestur í Odda 1810—1825 og prófastur 1812—1825, og loks biskup yfir Islandi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, prófastur á Mýrum í Álftaveri, síðar í Holti undir Eyjafjöllum, og kona hans, Helga Steingrímsdóttir bónda á Þverá í Blönduhlíð (í Skagafirði) Jónssonar. Var hún systir Jóns prófasts Steingríms- sonar, á Prestbakka á Síðu, sem frægastur er af ritum sínum um Skaftáreldana 1783. Steingrímur biskup átti mikið safn handrita og bóka og var stórvirkur rithöf- undur. Til allrar hamingju keypti stjórnin (Kancellíbréf 9. júní 1846) bóka- og handritasafn hans handa stiftsbókasafninu (nú Landsbókasafninu). Hafði ekkja biskups boðið það til sölu fyrir 1200 rd., og gekk stjórnin að því eftir nokkra vafninga. Ættar- tölubækur í 11 bindum, mest all- ar með eiginhendi hans, stór- merkilegt rit, eru meðal þessara handrita. Steingrímur biskup var frábærlega vel að sér í sögu landsins og vafalaust lærðasti maður landsins um sína daga. — Laugarnes ber hæst í sögu ís- lendinga um hans daga. Þar var hjá biskupi um þriggja ára skeið stúdent vestan af landi. Þessi maður var Jón Sigurðsson ' rá Rafnseyri, er þar dvaldist sem biskupsskrifari. Hneigðist hugur hans þar að sögu íslendmga, og megum vér þakka Steingrími biskupi þau áhrif. Þar var úr miklu að moða, þar sem biskups- skjalasafnið var og auk þess safn biskups, en mestu skifti, að vera návistum við slíkan mann, sem biskup var, gagnmerkur gáfu- og iærdómsmaður. Eftir Steingrím látinn kom á biskupsstól dómkirkjupresturinn í Reykjavík, Helgi Guðmundsson Thordersen, fyrr prófastur í Odda1. Hann var innfæddur Reyk- víkingur. Hann er eini Reykvík- ingurinn, sem hefir orðið biskup yfir íslandi. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson, ráðsmað- ur við hegningarhúsið, síðar verzl unarstjóri í Hafnarfirði, og kona hans Steinunn Helgadóttir frá Ökrum á Mýrum Guðmundsson- ar. Helgi tók við biskupsembætt- inu 2. septbr. 1846 og fékk lausn frá því vegna heilsubrests frá 1. apríl 1866, svo að hann var hér um bil nákvæmlega jafnlengi þjónandi biskup sem fyrirrennari hans. Hann er kunnastur af Helgi dagaprédikunum sínum. Þótti hann mesti kennimaður á íslandi á 19. öld. — Ragnheiður, kona Hannesar ráðherra Hafstein, var sonardóttir hans. Helgi biskup undi ekki í Laug- arnesi nema í 10 ár. Undir eins og hann varð biskup, sótti hann um að mega búa í Reykjavík, en ekki í Laugarnesi, en honum var neitað um það. Hann sendir kan- cellíinu ítarlega greinargerð fyr- ir því, hversu óhentugt væri fyrir !) Dómkirkjuprestarnir í Reykja- vík eru orðnir tíu. Fimm þeirra hafa orðið biskupar: þrír yfir ístandi (Geir Vídalín, Helgi Thordersen og Hallgrímur Sveinsson), einn vígslu- biskup (Bjarni Jónsson) og einn biskup að nafnbót (Árni Helgason).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.