Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 8
384 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fósturforeldrar Kristmanns — Aldrei nema þegar eg var einn, og aldrei nema þarna. — Greip þig aldrei hræðsla við þessa dularfullu leiksvstur? — Nei. Aldrei. En eitt sinn lét hún mig elta sig svo langt upp eftir fjallshlíðinni, að eg varð svo þreyttur að eg sofnaði. Þá var farið að leita að mér. — Áttir þú engin önnur leik- systkini? — Nei, ekki fyrr en eg gat staulast til næsta bæjar að Reykj- um. Þar var Magnús Ásgeirsson. Við lékum okkur stundum saman. — Sáu engir aðrir huldufólks- stúlkuna þína? — Ekki það eg til veit. En amma mín átti kunningjakonu, sem var huldukona, og hét Val- borg. Hún sagði ömmu margt. En lítið man eg af því sem þeim fór á milli. — Hefir þú aldrei séð huldu- stúlkuna þína síðar á æfinni? — Nei. Er eg kom að Þverfelli eftir 20 ára fjarveru, reyndi eg að sjá hana. Eg lagðist líka til svefns þar undir kletti, til að vita hvort mig dreymdi hana ekki. En svo var ei. Þar dreymdi mig aft- ur á móti að kunningjakona ömmu minnar, álfkonan Valborg, kom til mín. Hún var með bók, sem hún sagðist hafa skrifað um Þverfell. — Fékkstu ekkert að vita hvað þar var skrifað? — Það var ekki mikið. Hún sagði mér frá Árna, langafa mín- um, sem átti heima á Þverfelli í sinni tíð, og henni hafði þótt ansi vænt um. HETJAN — En hvernig var Björn afi þinn? — Gamaldags hetja. Hægt væri að skrifa æfisögu hans hvenær sem væri. Síglaður, karlmenni í lund, kunni ekki að hræðast, hló að erfiðleikunum eins og þeir væru grín tilverunnar. Þó hann væri matarlítill, heylítill, eldivið- arlítill, þá fannst mér hann vera ríkastur allra. Þegar höfðingjar komu til hans, fannst mér hann alltaf líta frekar niður á þá, held- ur en hitt. Svona var hann. En hann var ekki skáld. Aftur á móti var Ástrún Friðriksdóttir. amma vel hagmœlt og eins eitt- hvað af börnum hans. Gleðimað- ur var hann og þoldi vel drykk. Og það man eg að þegar einhverj- ir ætluðu að ybbast eitthvað við hann, t. d. í réttunum, þá þurfti hann stundum lítið annað en að líta á þá. Hann var sjaldan orð- margur, en fylgdi því fast eftir, sem hann sagði. UPPHAF SKÁLDSKAPAR — Svo fluttuð þið að Fáskrúð- arbakka, var ekki svo? — Þá var eg á 6. ári. Þar efn- aðist afi. Og þar fór eg að yrkja. — Orktir þú ekkert meðan þú varst á Þverfelli. — Það mun nú hafa verið lítið. En ein vísa hefir mér verið kennd, sem eg á að hafa gert þar. — Hvernig er hún? — Hún er svona: Komu heim með kindafans kölluðu á frænkur mínar. Léttan stigu lömbin dans listir kunnu fínar. — Hve lengi varstu á Fáskrúð- arbakka ? — Afi dó þegar eg var 10 ára. Eg fór þaðan nokkru síðar. — Áttu nokkuð af skáldskap þínum frá þeim „árum? Kristmann stendur upp og bið- ur mig að lofa sér að komast að skrifborðsskúffunni. Þaðan dreg- ur hann handfylli af skrifbókum með allgömlu sniði. Hann tók ein- ar 5 út úr. — Ilérna er eitthvað af því? Það voru kvæðasyrpur hans frá Björn Sveinhjörnsson. Fáskrúðarbakka. Eg blaðaði í þeim. Þar voru ættjarðarkvæðiog saknaðarljóð og sitt af hvoru tagi. — Við skulum taka eitt til dæmisv Kristmann blaðar í heftinu og sagði eftir dálitla stund. — Hérna er eitt um Jökulinn. Eg man að það þafði eg orkt áð- ur en eg fór í barnaskóla. En þá var eg 8 ára. Vísurnar eru svona: Snæfellsjökull himinhár hrósa eg þér með orði og tungu. Króna þín er kaldur snjár koladimmar jökulsprungur. Snæfellsjökull himin hár, hrósa eg þér með orði og tungu. Fótskör þín er bára blá brimið hvíta, svartir drangar. fegurð þín er helg og há huga minn þú kóngur fangar. Fótskör þín er bára blá brimið hvíta, svartir drangar. FRAMTÍÐARDRAUMAR — Þú hefir verið staðráðinn í því að leggja fyrir þig skáldskap- inn? — Já. Á þessum árum. En ég ætlaði líka að verða stjórnmála- maður. Afi minn var heimastjórn- armaður. En hann átti dálítið erf- itt með að binda sig við ákveðinn stjórnmálaflokk. Eg ætlaði að stofna nýjan flokk, og fá afa til að ganga í hann. Afi hafði góð orð um það. Það þótti mér góðs viti. Og þá fannst mér eg geta orðið svipaður Hannesi Hafstein,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.