Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 385 skáld og ráðherra. En svo benti afi mér á það einu sinni að ráð- herrastaðan væri ótrygg. Menn gætu orðið að hrökklast úr henni, þó verðugir væru. Og þá dofnaði heldur áhugi minn fyrir stjórn- málunum. — Hvað hafðir þú fyrir stafni á Fáskrúðarbakka? — Afi lét inig ráða því. — Varstu ekki smali og hesta- strákur og þessháttar. — Nei. Ekki mikið. Eg var lat- ur. Toldi ekki við neina vinnu. Við höfðum altaf smala úr Reykjavík á sumrin, og eg var með þeim, þegar mér sýndist. En annars ekki. Eg átti bágt með að vinna. En okkur afa þótti vænt hvorum uin annan. Afi ætlaði að kosta mig í skóla. Eg hlakkaði óumræðilega til þess. VIÐSKILN AÐURINN En svo dó hann þegar eg var á 11. árinu eins og eg sagði áð- an. Krabbinn tók hann. Hann lá' á Landakoti. Læknirinn vildi ekki segja honum hverskyns var. Hann ætlaði að telja afa trú um að honum batnaði. En Björn gamli var ekkert flón. Hann fann að það hallaðist á hina sveifina. Því gekk hann eitt sinn fast að lækninum og spurði hvað að sér væri og fékk að vita sannleikann. Þá klæddi hann sig upp úr rúm- inu, fór upp í Borgarnes, þar átti hann hest sinn, og reið heim að Fáskrúðarbakka. Ilann hélt sér við á morfíni og dó eftir háifan mánuð. Síðustu dagana sem hann lifði var hann mest af á fótum. Þá sagði hann mér ^ýmislegt, sem hann sagðist hafa ætlað að láta mig vita seinna. Hann talaði við mig eins og eg væri fullorðinn, því nú var ekki hægt að draga það lengur, nú var kominn tími til stefnu. — Hvað sagði hann þér? — Það var margt. — Meðal annars —? — Hann sagði mér t. d. að eg skyldi ekki halda áfram að vera hjá sínu fólki, heldur fara út í heiminn og láta ráðast. Eg skyldi vera hvergi smeykur. Ilann héldi að allt myndi ganga vel fyrir mína í fyrsta sinn. Hann sagði: Maður er það sem maður sjálf- ur veit að maður er. Hvað aðrir segja kemur ekki málinu við. Þetta hefir komið sér á- kaflega vel fyrir mig í lífinu. Eg hefi haft þetta hugfast, sem gamli maðurinn sagði. Og raunar margt annað. — Eins og til dæmis? Ilann sagði mér til dæmis eitt og annað um konur. Það kom sér líka vel fyrir mig síðar. En eg tala ekki um það. Hann arfleiddi mig að sinni reynslu, og hún var ekki ónýt. Á HRAKNINGI — Hvað varð svo um þig? — Fyrsta kastið varð eg við- loða hjá skyldfólkinu á Nesinu, í vegavinnu á sumrin, einn vetur á Hvítárbakkaskólanum hjá Sig- urði Þórólfssyni. Þar lærði eg mikið. Þar orkti eg kvæði og samdi sögur og leikrit. •— Áttu þau ritverk enn? — Ekki sögurnar. Eg hef lán- að einhverjum þær og ekki feng- ið þær aftur. Nú leizt mér ekki á að leggja út á skáldabrautina strax, því skáldin höfðu lítil laun, lifðu í fá- tækt og vesaldómi, að mér skild- ist. Það þótti mér óefnilegt. Ætl- aði eg fyrst að verða ríkur og skáld á eftir. Þá fór eg til Norðfjarðar. Þá var eg 14 ára. Þá sá eg móður mína í fyrsta sinn. Á Norðfirði var ég tvö ár, sjó- maður, beitingamaður, verkamað- ur. Og svo fór eg til Reykjavík- ur. Þar var eg þangað til vorið 1924. Það voru skemmtileg ár. Atvinna stopul, á hrakhólum með húsnæði og oft svangur. — Gaztu ekki unnið fyrir mat þínum ? — Það gekk upp og ofan. Lít- il atvinna í bænum á þeim árum. Bar stundum út reikninga. Var á skrifstofu hjá Jóni heitnum Lax- dal, og lengi í Sanitas hjá Lofti. Og svo lenti eg á Vífilstaðahæli. Fékk berkla. Var þar í fjóra mánuði. En það var of stutt. Fékk ekki fullan bata. Þegar eg kom þaðan tók verra við, því enginn vildi hafa berklasjúkling- inn. — Gaztu kostað þig á hælið? — Jón Laxdal hjálpaði mér. SKEMMTILEG ÁR — En hvernig gaztu lifað at- vinnulaus, húsnæðislaus og matar- laus. — Það var oft erfitt nokkuð. Reinholt Richter bjargaði mér einu sinni frá því að drepast al- veg. Guðrún gamla í K. F. U. M. var mér altaf einstaklega góð, móðir séra Friðriks Friðriksson- ar. Eg gat altaf fengið að borða hjá henni þegar eg vildi. En það er svo einkennilegt. Eftir því sem maður er soltnari, eftir því á mað- ur erfiðara með að þiggja mat. Þá kemur upp í manni sultar- drambið. Eg veit þú skilur þetta ekki. Þýðir ekki að lýsa því fyr- ir þér. Eg skil það naumast sjálfur. — Þetta voru ágæt ár, margar glaðar stundir. — Þó þú værir svangur. — Ást hafði eg meyja. — Ekki gaztu lifað á því. — Nei. Þvert á móti. En eg var kátur og bjartsýnn og blöskr- aði ekki neitt. Eg hafði fjarska mikla trú á sjálfum mér á þeim árum. Eins og reyndar fleiri ung skáld og upprennandi hér í bæ. — Hver voru þau? — Mörg þeirra eru gleymd. A. m. k. er eg nú búinn að gleyma nöfnunum. En það var Tómas, Sigurður Grímsson, Magnús Ás- geirsson, Guðmundur Frímann o. fl. o. fl. Eg átti heima hjá hinum og þessum, skrifaði og samdi og lét reka á reiðanum með það, hvort eg hefði nokkuð að éta eða ekki. MEÐ 2 KRÓNUR 1 NÝJU LANDI Vorið 1924 tók eg mig upp og fór til Noregs. Þorsteinn Gísla- son ritstjóri lánaði mér fyrir far- inu. Eg kom til Bergen þjóðhá- tíðardaginn 17. maí með kr. 2 í vasanum. Fór með dót mitt á brautarstöðina og labbaði síðan upp á „Flöjen“ til að skoða mig um. Þar hitti eg ungt fólk, konur og karla, er tók mér tveim hönd- um. Þau voru öll í þjóðhátíðar- skapi. Þau buðu mér með sér að vera og vildu hafa mig sem lengst. Mér líkaði mæta vel við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.