Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 innar og settumst þar að. Það var lítið snoturt hús í fallegum garði. Þar áttum við heima í 7 ár. Veturinn 1926 dvaldi ég aftur í París til þess að kynnast bet- ur franskri list. Árið 1929 seldum við húsið og fluttum heim. Eg hafði alltaf hugsað mér að verða íslenzkur málari, fannst það vera skylda mín, að flytja heim og vinna hér heima. , — Ilvaða málarar höfðu mest áhrif á þig meðan þú dvaldir er- lendis ? Meðan eg var í Danmörku hreif sœnski málarinnIsaksson mig mest. Er til Parísar kom var það vitan- lega margt sem hreif mig í söfn- um þessarar heimsborgar listanna. Þar varð eg mest hrifinn af verk- um Courot og Delacroix, og síðar kynnti eg mér rækilega verk Ce- sanne og hafði mikla ánægju af. ST ARFSÁHU GINN ER MIKILL — En íslenzku málararnir, sem eldri eru en þú? — Eg hefi lært mikið af Ás- grími Jónssyni og Jóni Stefáns- syni. Ekki kannske beinlínis af því, hvernig þeir hafa gert mynd- ir sínar, heldur af persónulegri kynningu við þá. Það var mér á fyrstu árunum geysimikil uppörf- un, að kynnast því,' hve mik- ill er starfsáhugi þeirra, og virð- ing þeirra fyrir listinni. — Ilvernig hefir þii unað þér, síðan þú komst heim fyrir 14 ár- um ? — Eg get ekki annað sagt, en eg hafi unað mér vel, einkum síð- an eg kom upp húsi mínu með vinnustofu við Kaplaskjólsveg ár- ið 1932. I vinnustofu minni hefi eg haldið sýningar að heita má á hverju ári síðan. — Eg hefi þá bjargföstu trú, að íslenzk myndlist eigi mikla framtíð fyrir sér. Þjóðin er list- hneigð. Áhugi almeniiings fyrir myndlist er mikill. En í íslenzkri náttúru er stórbrotin efniviður, afbragðs uppistaða í nýsköpun í list. Er þess ekki að vænta, að hún sé komin langt enn, þegar þess er gætt hve íslenzk myndlist er ung. Verkefni listarinnar hlýt- ur alltaf að vera það, að opna augu manna fyrir því, að sjá hlutina í réttara og fegurra ljósi, og þar með alla tilveruna. En þá um leið, að gera mennina betri og fullkomnari. Aðaltilgangurinn með málara- listinni er vitanlega ekki sá, að nota hana til veggskreytingar eða tilbreytinga á veggflötum mismun- andi salarkynna. En fyrsta skilyrðið til þess að menn geti gert listaverk sem gagn er í, er það, að í listamanninum sé vakandi sköpunarþrá, sem knýr hann til starfa, og honum takist á táknrænan hátt að endurtaka með persónulegri túlkun eitthvað það, sem hann hefir séð eða reynt eða einhverjar tilfinningar sínar, svo það komi í ljós fyrir augum áhorfandans. Allir beztu málararnir hafa notað augun vel og túlkað það í myndum sínum, sem þeir hafa séð. FYRIRMYNDIR MÁLARANNA — Um efnisval og vinnubrögð málaranna ? — Er margt hægt að segja. Málararnir hafa svo til alltaf ein- hverjar ákveðnar fyrirmyndir fyrir sér. En þó þeir hafi eina aðal fyrirmynd, útsýn, hlut eða endurminning fyrir augum, ’vefj- ast inn í sömu mynd ótal sýnir, úr öllum áttum, sem líka koma til greina við heildarsamning myndarinnar. Náttúran er sá nægtabrunnur, sem listamenn alltaf geta.ausið af, sótt þangað áhrif, hugmyndir, fyrirmyndir, þó, sem sagt, að þeir sameini í einni mynd áhrif frá fleiri stöð- um og jafnvel nokkuð fjarskyld- um efnum. sem horið hafa fyrir augu listamannsins. Eg held að enginn geti orðið myndlistamaður, fái ekki yrkisefni með því einu að lesa og læra, án þess að hann verði fyrir áhrifum frá því sem hann sér, og hefir séð, í kringum sig í lifandi og dauðri náttúrunni. En yrkisefnin eru mörg, við- fangsefnin mörg og umhugsunar- efnin. Þess vegna hefi eg aldrei getað hugsað mér, síðan eg byrj- aði að mála, að fást við nokkuð annað en þetta eina, ekkert, sem dreift geti huganum frá málara- listinni og öllum hennar fjöl- breyttu viðfangsefnum. Mannsæf- in er ekki það löng, að maður Jón Þorlcifsson: Kona við sauma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.