Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 11
LESBÓK morgunblaðsins 67 « Hversu mikið jafnrjetti hafa konur? VIÐ SÍUUSTU ÞINGKOSNING- AR í Bandaríkjunum voru fimtíu og þrjú af hundraði af greiddum atkvæðum greidd af konum. Við næstu kosningar munu konur á- reiðanlega fá enn stærri meirihluta en nú, og jafnvel, þegar hermenn, irnir eru komnir heim, munu at- kvæði þau er konur Bandaríkj- anna greiða, verða fleiri en at- kvæði karlmannanna. Þær geta þá fengið alt sem þær vilja, sjeu þær aoeins samtaka innbyrðis. Það er vegna þess, að hinir áhyggjufullu lögvitringar okkar spyrja: „Hvað er það eiginlega, sem konurnar viljaf ‘ I Ameríku nvi í dag, er stöðugt verið að rjúfa þá hina miklu múra, er staðið hafa á milli kynjanna, og mikilvægi hins líffræðilega mis- munar kynjanna verður stöðugt minna. Konur hafa nú hetra tæki- færi til þess að gerast þátttakend- ur í hinum vinnandi heimi, er eitt sinn tilheyrði eingöngu karlmönn- um, en nokkru sinni áður. Þær verða stöðugt fleiri og fleiri kon- urnar er vinna fvrir sínu daglega brauði sjálfar, eru fjárhagslega ó- háðar. Þessi nýi hópur starfandi kvenna hefir fullan rjett á því að ráðast á lög þau, er standa í vegi fyrir gæfu þeirra og gengi. En þeg- ar þær biðja um fullkomið jafn- rjetti, vaknar sú spurning: TTvernig er hægt að öðlast þetta fullkomna jafnrjetti með lögum? Og eru það allar konur, sem vilja það? Pyrst og fremst ber að athuga það, að mest af órjetti þeim, er konur berj- ast gegn, er á sviði sálfstæðrar at- vinnu, og því ekki svo auðvelt að vinna bug á honum með lagaski])- un. Og því næst fer viðhorf konurm- ar til jafnrjettis, við karlmanninn (Þytt) eftir því, hvort áhugamál hennar eru á sviði atvinnu og sjálfstæðr- ar stöðu eða heimilis hennar. Konurnar eru ekki á eitt sáttar um þetta mál. Það sjest best á aft- urkippi þeim, er kom í breytingar- tillöu þá, er lögð var fyrir þingið um jafnrjettið. Upphaflega leit til- lagan þannig út: Menn og konur skulu hafa algjört jafnrjetti um gjörvöll Bandaríkin. Margar frarn- sæknar konur, svo sem Clare Luce þingmaður, Pearl Buck rithöfund- ur og fræðikonurnar Florenee Sabin og Mary E. Woolley, hugðu, að með lögum þessum yrði rutt úr vegi öllum þeim lagaákvæðum, er neituðu konum um jafnrjetti á borð við karlmenn t. d. um yfirráð og meðhöndlun fjár, yfirráð yfir börn- um. aðgang að vissum embættum o. fl. o. fl. En þá kvað við háraddað „Nei“, frá stórum hópi kvenna undir for- ustu frú Roosevelt, frú Carrie Capman Catt, og mörgum forráða- konum kvenfjelaga, kirkjufjelaga o. s. frv. Þær bentu á það, að jafn- framt því, að svipta burt lögum, er hvimleið voru kvenþjóðinni, mundu lög þessi einng nema á brott ýms lagaákvæði, er væru til vernd- ar konum, sem vnnu út á við, og margskonar fjölskyldu- og borg- aralög, er væru mjög svo æskileg. Þá var það greinilegt, að vonlaust var að tillagan næði fram að ganga, eins og hún var framborin. Þetta er ekkert undarlegt, ])eg- ar það er athugað. að móðir nátt- úra hefir sett sín eigin lagaákvæði um jafnrjetti karla og kvenna, og svo lengi sem þau lög eru í gildi og standa í veginum, verður hinu fullkomna jafnrjetti aldrei náð. Til dæmis eru konurnar frá nátt- úrunnar hendi lítt hæfari en kar- menn til þess að vinna margskon- ar erfiðisvinnu, þar sem líkams- kraftar, og þol eru undirstöðuat- riðin, en þar sem ofreynsla gæti stofnað í hættu hæfileikum kon- unnar til þess að ala börn. Þess- vegna eru sjerstök lög, til vernd- unar verkakonum, nauðsynleg. Stúlkur eru venjulega fullþroska fyrr en drengur og er þetta alstað- ar viðurkent með lögum, með því að leyfa stúlkum að gifta sig fyr en piltum. Það eru konurnar, sem fæða l)örnin. Þessvegna leggja lög vor / þyngri ábyrgð, þjóðfjelagslega og fjárhagslega á karlmennina, til þess að þeir geti sjeð fyrir konu og börnum. Á ófriðartímum kemur einnig til greina þessi líkamlegi mismunur kynjanna, með því að kalla á vígvöllinn karla en ekki konur. Hvort þessi sundurgreining nátt- úrunnar er í vil öðru hvoru kyn- inu, er ekki hægt að segja um. En það er greinilegt, að sum lagaá- kvæði vor eru hlnSholl öllu kynipu. Það er t. d. ekki náttúran, er bann- ar konum að eiga sæti í kviðdómi, eða gegna öðrum trúnaðarstöðum, sem þær eru áreiðanlega jafn færar um að rækja, og margur karlmað- urinn, eða eins og sumsstaðar tíðk- ast, að þær sjeu meðhöndlaðar eins og óæðri verur. Mörg af lögum þeim, er órjett- mætust eru í garð kvenþjóðarinn- ar, eru runnin frá hinu þjóðfjelags- lega viðhorfi okkar, daglegu venj- um og lmgarfari. Aðeins með því að gefa. konunni mjög mikla ment- un og margvísleg tækifæri í þjóð- fjelagi voru, verður sú hefðbundna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.