Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 1
Agúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi: Minningar frá Hótel ísland Þcir atbiirðir gcrast við og við, scni manni i'inst að sncrti sig á Jianu hátt, að Jjcir veki upp gaml- ar minningnr frá löngu liðnum ár- um. Svo fór fyrir mjer þegar Hótel lsland brann til grunna 3. febrúar þ. á. Hús þessi öll hafði jeg þekt frá barmesku, og átt þar dvalai’heimili um nokkurt skeið. Fyrir hugskots- sjónum mínum birtust gömlu hús- in og fyrsta nýbyggingin, og dag- lega lífið innan húss og utan, cins og kvikmynd á vegg. Þar sem nú fækkar óðum þeim mön'num, sem muna bæinn og bæjarlííið árin 1880—1890, datt ínjer i hug við áðurneíndan atburð, að lýsa með nokkrum orðum húsakynnum hót- elsins, eins og þau voru fyrir 1S90, að viðbættum stuttuin athugasemd- ttm. Árin 1888 og 1889 var jeg vika- piltur hjá J. G. Halberg veitinga- manni í Ilótel ísland. Þá var jeg á 15. og 10. árinu. Hafði jeg þar margvísleg störf á hendi (var sem Danir kalla „Altmuligmand“), braut í eldinn, bar inn kol, fór í sendiferðir, skenkti gestum öl og brennivín. hirti hesta íerðaniauna og gætti alisvína, sem að jafnaði voru 2—3 að tölu. Flestir, sem hesta íengu geymda, voru úr nærsveitum bæ.jarins, og dvöldu í bænum hálfun eða heilan sólarhring. Einn var sá þessara ferðamanna, sem varð mér minnis- stæðastur, en það var Grímur Thomsen á Bessastöðum. Hann fanst mjer öllum mönnum ólikur að háttvísi. Talaði hann æíinlega hlý- lega til mín, og bað mig þrífa hest- inn vel og gefa honum vel meðan hann væri til geymslu í hesthús- inu. Einu sinni gaf hann mjer tvær krónur fvrir þessa þjónustu. Þótti mjer og mínum líkum í þá daga Jjetta vera stór peningur. Ekki minnir mig betur, en að Grímur kæmi altaf ríðandi á satna klárnum, stórum og sterklegum brúnum hesti, og í íylgd með honum var oftast nokkuð stór svartur hunditr af útlendu kvni. A lóð hótelsins var húsaskipun eins og hjer segir, og tel jeg þau elstu fyrst, og byrja í Veltusundi. J-æt jeg hverju húsi fylgja nokkr- ar athugasemdir og stuttorða lýs- ingu: Xokkuð stórt gamalt geymslu- hús var á horni Veltusunds og Vallarstrætis, og snteru gaflar í suður og norður. Ilúsið var einlyft nteð írcmur háu risi, og kjallari undir því. í húsinu var geymdur ýmiskonar vamingur, víntunnur, kassar og skran, en kol og annar eldiviður í kjallaranum. Gömul kcrling, Guðrún að nafni, sótti alt vatn, sem notað var í hót- elinu, í Prentsmiðjupóstinn við Aðalstræti (nr. 9). Auk Joess var lítill vatnspóstur í húsagarði hót- elsins, en vatn úr honum var að- eins notað til gólfþvotta, ræstingar á ílátum og til skolunar á flöskum, en þótti ekki hæft til drykkjar eða. matargerðar. 01 til hótelsins kom í ámum og tunnum frá Englandi, og var látið í hálfflöskur, en „Gamle Carlsberg“ kom frá Khöfn, og voru eitt hundrað flösk- ur í hverjum kassa. Gunna gamla var l'orn í skapi, og trúði íastlega að til væru alls- konar forynjur og draugar. Þegar vel lá á henni, eða rjettara sagt, Joegar hún hafði fengið sjer ofurlít- ið í staupinu, sagði hún mjer niarg- ar slíkar sögur, sem mjev eru nú gleymdar. En ein sagan gleymdist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.