Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 2
138 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS mjer þó ekki, því hún snerti mig að vissu leyti. 1 hvert sinn er póst- skip kom frá Danmörku, sagði hún að Jörgensen. fyrri hóteleig- andinn hefði komið nieð skipinu, allur reifaður og blóði ilrifinn, og væri liann níí að rölta uin í göinlu hú.sununi, og einkuin í geymslu- húsinu við Yeltusund. .lörgensen þessi hafði fyrir allmörguiit arttm orðið fyrir vagni á götu í Kaup- mannahöfn, og slasast svo nijög, að það varð hans bani. Ekki get jeg seitað því, að þessi ntargend- urtekna saga kerlingarinnar skaut mjer uokkurn skelk í bringu, ])\í jeg var oft sendur hæði í björtu og dimitiu út í gamla húsið til þess að sækja hitt og annað. Jeg býst við að jeg hafi stunilum bitið á .iaxlinu og bölvað í hljóði þegar jeg fór inn í þetta daugalega hús. en ahlrei sá jeg Jörgensen. þrátt fyrir hina nákvaumi lýsingu O.innu gömlu. Vestan við gantja geymsluhúsið og áfast við það, var nýleu; skúr- bygging, og stóð hún við Vallar- stræti. Byggingu þessari var skipt í þrent. Austast var hesthús, þá svínaklefi, og í vesturenda geymslu- klefi fyrir reiðtýgi o. fl. Við vest- urenda skúrsins var inngangur að liúsagarðinum frá Vallarstræti. Fyrir vestan innganginn var gamalt hús, einlyf't með risi, og sneri hlið þess að Vallarstræti, en gafl að Aðalstræti. í austurenda þess var þvottahús, og inn af því baðklefi með gljáðu baðkeri. 1 vesturendanum var á þessum árum íbúð Coghills hestakaupmanns, og voru inngöngudyr að henni út að Vallarstræti. Coghill var kátur karl, og hafði mesta yndi af að glettast á ýmsa lund við starfs- stúlkur hótelsins, og hló hátt og lengi þegar þær snerust illa við glensi hans og gælum. ITann var altaf síreykjandi. Dálííið gat hann fleytt sjer í íslensku, en best kunni hann blótsyröi, og notaði þau ó- spart. Afast við fymefnt hús (Coghills- hús) var einnig gömul bygging með risi, og sneri hlið hennar að Aðalstræti, en gafl að Austur- stræti. Var híís þetta nefnt „tíilda- skálinn" meðan l'yrnefndur Jörg- ensen haí'ði |>ar veitinfrasölu á hendi. í vesturhlið þeusa húss voru þrjú lierbergi, og hai'ði hvert þein-a fengið sjerstakt heiti hjá liæjar- mönnuin, eins og nú skal greint : Syðst var nokkuð rúmgóð stoi'a með borðum og hekkjum, og var oftast n^fnd „Alinennitigur". Þang- að fóru þeir gestir, sem ætluðu að hafa þarna nokkra dvöl til sani- ra-ðna og samdrykk.ju sjer til skemtunar. Yfirleitt voru þessir gestir fremur kyrlátir, ])ótt stund- \\m væri sungið ])ar lítið lag eða kveðin skeintileg vísa. 1 iniðju húsinu var minni stofa, o«; var hún í daglegu tali fólks kölluð „Svínastían". Kkki var stofu þessari gefið ]>etta nafn vegna þess að hún va'i'i sjerstaklega ó- ])iifaleg, heldur mun það frekar hafa verið fundið upp til þess að smána gesti þá, sem þangað sóttu. Stofa þessi yar einskonar „Bar'". Ilátt borð í hrjósthæð var í innri hlið stofunnar, og við það drukku menn standandi, það sem þeir keyptu. Þarna var mest drukkið brennivín í staupum og blikkmál- um, sem tóku hálfpela og kvart- pela. Meðfram liorðinu að innan- verðu var gangur fyrir ]>.jónustu- fólkið^ sem bar veitingar til gest- anna í báðum stofumun. í klefa hak við ganginn var skápur fyrir glös og bakka, en ofan á skápnum voru á stokkum fjórir lakk))ornir eikarkútar með svörtum gjörðum. Á botnum kíítanna, sem fram sneru, voru koparkranar, OR fyrir ofan þá málað nafn ])ess áfengis, sem í þeim var: Brennivín, Cognae, Romm opr Whisky. Því ber ekki að neita, að oft var þarna nokkuð sukksamt, og eink- um um vertíðarlokin, enda sóttu þangað mestmegnis innlendir og erlendir sjómenn, og svo þeir bæj- armenn, sem taldir voru minstir hófsmenn í áfengisnautn. Á þess- iiin árum kom ])ó sjaldan til veiu- legra ós|>ekta eða slagsmála innan dyta. en stundum kom það fyrir, að nienn jöfnuðu reikninga sína úti í Aðalstiitti, enda meira svigrinn þar til slíkra hluta. Þó stóðu þess- ir bardagar sjaldan lengi, því nóg var til af röskum drengjum, sem höfðu ánægju af að gerast sjálf- boðaliðar hjá hinum tveim lög- regluþjónum hæjarins til þess að bæla niður slíkar óeyrðir, einkum et' í hlut áttu útlendir ribbaldar, sem rjeðust að innlendum mönn- um. Þá skal talin þriðja stofan, sem var í norðurenda byggingarinnar, á horni Aðalstrætis og Austur- strætis. Stofa þessi var kölluð „Ká- etan", og var nafnið dregið af því, að þarna sátu oftast að drykkju, aitk Islendinga, skipst.jór- ar og stýrimenn af erlendum skip- um áður en nýja hótelið var bygt, og einnig eftir það. Inngangur í stofu ])essa var bæði innan frá; hótelinu o£ frá húsagarðinum. Þá siigu heyrði jeg sagða um Bene- dikt Cröndal skáld, að einhverju sinni hefði hann hvarflað frá nokkrum betri borgurum á nýja hótelinu og setst að í „Káetunni", og sagt er þangað var komið: „Hjer er gott að vera, því hjer bit'ikar maður enga tilbúna maiina- siði". Mun honum hafa þótt þarna frjálsara til orðs og æðis en í sol- unum inni í hótelinu. Jeg þarf ekki að lýsa nýja hót- elinu við Austurstræti, því það var alþekt af öllum bæjarbúum, bæði fyr og síðar. Þó mætti ýmislegt segja frá fyrstu árunum áður eu stækkun þess og endurbygging

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.