Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Page 2
ti:iS LESHÓK MORGUNDLAÐSINS mjer þó ekki, því hún snerti mig1 að vissu levti. í hvert sinn er póst- skip kom frá Danmörku, sagði hún að Jörgensen. fyrri hóteleig- andinn hefði komið með skipinu, allur reifaður og blóði drifinn, og væri hann nú að rölta um í gömlu lnisunum, og einkum í geymslu- húsinu við Veltusuml. Jörgensen þessi hafði fyrir allmörgum árum orðið fyrir vagni á götu í Kaup- mannahöfn, og slasast svo mjög, að það varð hans bani. Ekki get jeg neitað því, að þessi margend- urtekiia saga kerlingarinnar skaut mjer nokkurn skelk í bringu, því jeg var oft sendur bæði í björtu og dimmu út í gamla húsið til þess að sækja hitt og annað. Jeg býst við að jeg hafi stundum bitið á jaxlinn og bölvað í hljóði þegar jeg fór inn í þetta daugalega hús, en aldrei sá jeg Jörgensen, þrátt fyrir hina nákvæmu lýsingu U'anuu gömlu. Vestan við ganja geymsluhúsið og áfast við það, var nýleg skúr- bygging, og stóð húh við Vallar- stræti. Byggingu þessari var skipt í ]>rent. Austast var hesthús, þá svínaklefi, og í vesturenda geymslu- klefi fjTÍr reiðtýgi o. fl. Við vest- urenda skúrsins var inngangnr að húsagarðinum frá Vallarstræti. Fyrir vestan innganginn var gamalt hús. einlyft með risi, og sneri hlið ]>ess að Vallarstræti, en gafl að Aðalstræti. I austurenda þess var þvottahús, og inn af því baðklefi með gljáðu baðkeri. 1 vesturendanum var á þessum árum íbiið Coghills hestakaupmanns, og voru inngöngudyr að henni út að Vallarstræti. Coghill var kátur karl, og hafði mesta yndi af að glettast á ýmsa lund við starfs- stúlkur hótelsins, og hló hátt og lengi þegar þær snerust illa við glensi hans og gælum. ITann var altaf síreykjandi. Dálítið gat hann fleytt sjer í íslensku, en best kunni hann blótsyrði, og notaði þau ó- spart. Áfast við fyrnefnt hús (Coghills- hús) var einnig gömul l)ygging með risi, og sneri hlið hennar að Aðalstræti, en gafl að Austur- stræti. Var hús þetta nefnt „Oilda- skálinn“ meðan fyrnefndur Jörg- ensen hafði þar veitingasölu á hendi. í vesturhlið ]>essa húss voru þrjú herbergi, og hafði hvert þeirra fengið sjerstakt heiti hjá bæjar- mönnum, eins og nú skal greint: Syðst var nokkuð rúmgóð stofa með borðum og bekkjum, og var oftast n§fnd „Almenningur“. Þang- að fóru þeir gestir, sem ætluðu að hafa þarna nokkra dvöl til sam- ræðna og samdrykkju sjer til skemtunar. Yfirleitt voru þessir gestir fremur kyrlátir, þótt stund- um væi'i sungið þar lítið lag eða kveðin skemtileg vísa. I miðju húsinu var minni stofa, og var hún í daglegu tali fólks kölluð ,,Svínastían“. Ekki var stofu þessari gefið ]>etta nafn vegna þess að hún væri sjerstaklega ó- þrifaleg, heldur mun það frekar hafa verið fundið upp til þess að smána gesti þá, sem þangað sóttu. Stofa þessi yar einskonar „Bar“. Ilátt borð í brjósthæð var í innri hlið stofunnar, og við það drukku menn standandi, það sem þeir keyptu. Þarna var mest drukkið brennivín í staupum og blikkmál- um, sem tóku hálfpela og kvart- pela. Meðfram borðinu að innan- verðu var gangur fyrir þjónustu- fólkið( sem bar veitingar til gest- anna í báðum stofunum. í klefa bak við ganginn var skápur fyrir glös og bakka, en ofan á skápniun voru á stokkum fjórir lakkbornir eikarkútar með svörtum gjörðum. Á botnum kútanna, sem fram sneru, voru koparkranar, og fyrir ofan þá málað nafn þess áfengis, sem í þeim var: Brennivín, Cognae, Romm og Whisky. Því ber ekki að neita, að oft var þarna nokkuð sukksamt, og eink- um um vertíðarlokin, enda sóttu þangað mestmegnis innlendir og erlendir sjómenn, og svo þeir bæj- armenn, sem taldir voru minstir hófsmenn í áfengisnautn. Á þess- um árum kom þó sjaldan til veiu- legra óspekta eða slagsmála innan dyra, en stundum kom það fyrir, að menn jöfnuðu reikninga sína úti í Aðalstræti, enda meira svigrúm þar til slíkra hluta. Þó stóðu þess- ir bardagar sjaldan lengi, því nóg var til af röskum drengjum, sem höfðu ánægju af að gerast sjálf- boðaliðar hjá hinum tveim lög- regluþjónum bæjarins til þess að bæla niður slíkar óeyrðir, einkum ef í hlut áttu útlendir ribbaldar, sem rjeðust að innlendum mönn- um. Þá skal talin þriðja stoían, sem var í norðurenda byggingarinnar, á horni Aðalstrætis og Austur- strætis. Stofa þessi var kölluð „Ká- etan“, og var nafnið dregið af því, að þarna sátu oftast að drykkju, auk Jslendinga, skipstjór- ar og stýrimenn af erlendum skip- um áður en nýja hótelið var bygt, og einnig eftir það. Inngangur í stofu ]>essa var bæði innan frá: hótelinu og frá húsagarðinuni. Þá sögu heyrði jeg sagða um Bene- dikt Oröndal skáld, að einhverju sinni hefði hann hvarflað frá nokkrum betri borgurum á nýja hótelinu og setst að í „Iváetunni“, og sagt er þangað var komið: „Iljer er gott að vera, því hjer brúkar maður enga tilbúna manna- siði“. Mun honum hafa þótt þarna frjálsara til orðs og æðis en í söl- unum inni í hótelinu. Jeg þarf ekki að lýsa nýja hót- elinu við Austurstræti, því það var alþekt af öllum bæjarbúum, bæði fyr og síðar. Þó mætti ýmislegt segja frá fyrstu árunum áður en stækkun þess og endurbvgging

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.