Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JB9 hófst, en eftir þann tínia cr saga hótelsins öðrum betur kunn en mjer, því jeg fór úr vistinni frd Halberg um haustið 1889, til að sinna öðr- um störfum. A þeim árum, sem jeg sfarfaði í hótelinu, höfðu Ilalbcrgs-hjónin danskar ráðskonur, cr höt'ðu ásamt frúnni umsjón með matreiðslu o. fI., því öll gestaþjónusta varð að vera , góðu lagi vegna hinna mörgu orlendu ferðamanna, sem gistu í hótclinu, einkum á sumriti. Fyrri ráðskonan, sem mjer var samtíða, hjet Laura. Ilún giftist .lohs. llansen, kaupmannh Kflir lát hans hjelt hún versluninni- á- fram með nafninu „Johs. Ilansens Enke“. Var hún uin langt árahil ein af góðkunnustu verslunum hæjarins. í tilefni af ltrúðkaupi þeirra var starfsfólki hótelsins hornar dýrar krásii’ og ljúffeng vín. Þá bragðaði jeg fyrst Kampa- vín, og þóttist maðUr að meiri eft- ir að hafa glevpt slíka guðaveig. öíðari ráðskonan hjet Sigue Schumacker. Iljá henni sá jeg blindraletur og áhöid til þess að skrifa það. llún átti systur í blindrahæli erlendis, og fjekk oft brjef frá henni, og skrifaði hcnni 'aftur með þessum áhöldum. Þótti mjer þessi tæki hin merkilegustu, og undraðist mjög þá hugvitsemi, að geta kent blindu íólki að lesa sendibrjef með fingrunum, þar sem það gat ckki notið aðstoðar augn- anna. Að lokuin verð jeg að geta þoss, að vel líkaði nijer vistin hjá Ilal- herg og frú Dorotheu. llann var sjerlega prúður og dagfarsgóður. en þó ákveðinn í fyrirskijnuium, eins og fyrverandi skipstjóra sómdi. Frú Dorothoa var töluvert gustmeiri, og gekk ríkt eftir, að þjónustufólkið leysti öll sín störf vel og samviskivsamlega af hondi, og mátti mikið af henni læra. Ilún hafði það til, að ganga um her- hergiit á eftir stúlkunum með hvítan klút í hendinni og bregða honum á húsgögnin, tii þess að komast að raun um, hvort þær hefðu þurkað nægilega vel af þeim rykið. Væri eitthvað öðruvisi en henni líkaði, leiðbeindi hún þeim með nokkrum vel völdum orðum og dálítilli þykkju. Þrátt fyrir þetta, held jeg þó, að öllum stúlkunimi hafi verið fremur hlýtt til hennar. Ár Loginn mikli hefir nú brent til ösku alt sent byggt hafði verið á grunnum gömlu húsanna, og eftir standa aðeins syiðnir raftar og sprungnar undirstöður. Þarna lifði eldri kynslóðin marga glaða daga ,— og nætur, og minningarnar hverfa með henni í haf gleymsk- innar. En aftur rís vonandi upp nýtt Ilótel ísland, og þar mun yngri kyn- slóðin eignast sínar íagnaðarstund- ir. Hafnar borgin Brest Myndin sýnir liluta af höfn hinnar kimnu hafnarborgar Brest á vesturströnd Frakkl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.