Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1944, Side 5
LESBÖIv MOItGUNBLAfXSINS 141 við, en fyrir að koma sér í vinfengi við kompagniið skrifaði þeim þessa sök soleiðis, að þessi dún skyldi leggjast til höndlunarinnar. Síðan varð undir straff afsköffuð þessi óregluleg raeðhöndlan. Þetta er hið foniemsta, þessi íslenzki prestur gjörði í Grænlandi. Allir hinir, sem voru danskir, kærðu sig ei uin höndlunina. Islenzkir yrðu ei dönskum betri í suraum sökum. Nú er hann dauður og begraíinn. Eftir lifir mannorð mætt, þó maðurinn deyi. Nú er eg á reisunni eftir reka- vi^i, nokkuð til byggingar og nokk- uð til eldiviðar. A þessari reisu mættum vð mörgum grænlenzkum. Þessu gleymda eg, þegar fór að tala um þessa eður þeirra flutn- inga. Þegar við áttum fimm mílur til kaupstaðarins, varð vindurinn oss mótfallinn, so við máttum sigla til einnrar eyjar og vera þar um nóttina. Þar voru tvö grænlenzk tjöld. Við komum þangað. Þar var ekkert að heyra utan grát og gól. Allt kvenfólkið sat í einum hóp og karlmennirnir fyrir sig. Allt grét. Kvinnurnar grétu sem hundar setja upp spángýlur, cn mennirnir voru allt hægari. Orsökin var þessit að þeir sunnlenzku og norðlenzku, sem á þeim skipum voru og eg heyrði, að skyldu vera í ætt við hver aðra, höfðu lengi ei saman talað. V Nú fóru þeir að tala um tíðina, þvörnin hún hefði sig umbreytt á Jjessu ári. Því sögðu mér margir danskir. að þetta fólk hefði saman búið þar syðra, þó lengi væri nú ,síðan. Orsök til þessa gráts var ástvinamissjr og giftingarstand. Við heyrðum so lengi uppi vorum sömu hryggðar atferð, og alla tíð mitt í harminum var Angesrok! nefndttr. Það var þeirra spámaður pður prestur, sem heiðingjarnir setja sinn átrúnað á, og viti menn: Þessi heiðingi verður f mörgu sann- orður í spádóm sínum. — Allir prestar í Grænlandi eru hönum mótfallnir og vita ei. hvar frá þessi speki skuli koma, að einn heiðingi skuli hafa so mikinn klógskap um, guðlega hluti, eg meina að spá um hulda hluti, sem er um gæfu og ógæfu. Presturinn í G'óðuvon, llerr Brun, var oft í ósamþykki við j>enn- en Angegok, það er spámaður Þó heyrði eg sagt, að grænlenzkir hefðu drepið einn fvrir rangan spá- dóm. Þessi spámaður er heiðingjanna hjáguð, sem þeir ráðgast við í upp- áfallandi nauð og bágindum, en Nalegasuak er þeirra ypparsti qg mesti guð. Iíann hefir skapað sól og stjörnur, himin og jörð, og allt gott gjörir hann. Sá annar er Torna- suak eður underjords (Undirdjúpa), guð. Hann gjörir ei annað en það, sem þeir hrygejast af, so sem er hörð veður, aflaleysi uppá alla atvinnu bæði til sjóar og lands. Þennan eru þeir hræddir við. Þeir segja, að þessi himins og jarðar guð (Nalegasuak), hann gefi þeim so ágæta jörð að vera á, þegar jieir^ skulu héðan fara fyrir þann tíman- lega dauða, að þar séu svo margir selir og fuglar, að þeir kunni afla þar á einum degi meir en jjeir kunna hér á heilu ári og jörðin, sem þar er, sé so græn og blómleg með alls konar ávexti, so sem krækju- ber, bláber og einirber, þar fyrir utan so mörg hreindýr, harar, rjúp- ur og aðra landfugla. Þar fyrir þegar þeir deyja, láta þeir sig inn setja í helluhús hæst á fjöllum uppi í Jæirra skinnbát sepi þeir lifandi væru. í bezta búningi og veiðar- færum. Því hærra fjallið er, því betra er það eftir þeirra meiningu. Þegar þeir eru þar upp bornir, er ei annað en sorg og harmur að hejma. Eg hefi aldrei hevrt nokkurt fólk syrgja so aumkunarlega semi þeir grænlenzku hver aðra, en kven- fólksins harmur yfir gengur. Það er ei gjört einn dag eður og mánuði, heldur til þeirra dauða, því það hefur óviðráðanlega geðsmuni. Það sá eg á einni konu við kaupstaðinn. Hún hét Helvig. Þessi ekkja hún skreið á hnjánum öll j>aug ár, eg var þar, hafði j>ó ei börn, sem lifðu. Halldór Eiríksson átti barn við henni eftir lýsingu hennar, þó ei meðganga vildi. Hún var bæði skírð og kunni sinn kristindóm. Það voru ogso þær aðrar kvinnur, sem voru giftar í kaupstaðar náfcýlum, so sem bevkirs konan, meðhjálpara eður djákna konan, Jóns .Tónssonar kona. Allar vildu J>essar sér sjálfar ráða, þegar til efnanna kom, voru ann- ars hlýðnar og undirgefnar, þegar að óskum gekk. Eg vissi einn grænlenzkan prest, ættaðan frá Jullandi. Eg talaði við hann í Sjálandi. Þar hafði hann fengið prestabrauð, átti grænlenzka konu, er hann hafði með henni saman búið í Grænlandi víst fimni ár. Áttu þaug saman þar tvö börn, dreng og stúlku, gaf þeim báðum að eta og drekka af brjóst- um sínum. Nú var gott á milli hjónanna. Ilún var óvön landsins ásigkomulagi, hvar fyrir prestur- inn mátti taka sér jómfrú, sem bæði skyldi taka á móti prestum og öðr- uni nafnkenndum mönnum, sérdeil- is þegar hann var ei sjálfur í nær- veru, einninn sjá eftir hússins eður heimilisins háttalagi í einn og annan máta, sem hann kunni ei sjálfur úr ráða, því sú grænlenzka kona vissi ekkert um þvílíkar sakir að sýsla. Þegar hún var komin þar, yarð madaman undarleg í orðum, so presturinn mátti ganga úr vegi frá henni. Iíún var karlmaðúr í kröftum, saumaði kvenna bezt bæði klæði og léreft. Þegar þessi reiði kunni "éi dempast heldur fór vax- andi, fór hún gangandi út í sókn- 'C'N. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.