Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 2
H86 LESP.ÓK MORGTJNBLAÐSINS mannvirki, 600 mctra löng og fall- hæðin í henni H metrar. Ilt er að- stöðu þarna í gljúfrinu að vinna, en verra er þó hitt, að ekkert steypuefni er þar nærri nema blá- grýti á einum stað uppi í hólunum og er það sprengt og malað. Allan sand og möl verður að flytja á bíl- um neðan úr llaganesvík. Er það löng leið og verður að greiða bíl- unum hátt gjald fyrir hverja np- flutta smálest. Vegna allra þessara erfiðleika, og annara erfiðleika, sem því fylgja, að koma rafmagns- leiðslunni til Siglufjarðar, svo og vegna dýrtíðar, verður virkjun þessi afar dýr. En hjer við bætist svo það, að greiða verður fyrir land- spjöll, af völdum virk.junarinnar, og eru þau hin herfilegustu. * STlFLA er einhver fegursta bygð í Skagafirði og þótt víðar væri leit að. Eins og áður er sagt hefir fyrr- um verið stórt vatn í dalnum, eu er nú þorrið, að mestu, og eftir er sljettur vatnsbotninn, vaxinn kaf- grasi hlíðanna á milli, svo að hann er yfir að sjá eins og gríðarlega stór akur. Þykir flestum undur fag- urt að horfa yfir þetta land, og svo kvað piltur, sem þar var alinn: Vaxa fiflar fróni á fæst því ríflegt heyið. Ó, hve líflegt er að s.já ofan í Stíflu-greyið. ! Umhverfís þessa miklu, grænu sljettu, eru há fjöll og fögur og neðst í hlíðunum standa bæir og er skamt á milli þeirra, því að þarna var þjettbýli. Engjar þeirra eru á sljettunni og er þar uppgripa hey- skapur, þíisundir hesta af stargresi. En nú verður þessari fögru bygð fórnað. því að þegar rafveitustífl- an í hólunum er fullgerð, fer alt á kaf í vatn. Auðvitað verður Siglufjarðar- bær að greiða fyrir landspjöll. Þó er enn eigi sýnt hvcrnig fer um þær skaðabætur. Og „eitt verður ekki bætt í peningum, og það er hin unaðslega náttúrufegurð Stíflu- dalsins", sagði Langvad verkfræð- ingur, við frjettaritara Morgun- blaðsins fyrir skemstu. Og hvað á' að verða um fólkið seni þarna býp nú? M.jer var sagt að 6 jarðir mundu missa allar eða mestallar engjar sínar og sumar mikið af túnum. Þessar jarðir eru: Knappstaðir, Tunga, Tlringur, Nefstaðir, Melbreið og Gautastaðir. Eins mun fara um jarðirnar Ilún- staði, Þorgautssta_ði, Iláakot og Ilamar, sem ckki eru í ábúð, en nytjaðar frá öðrum bæ.jum. Er ]>e1ta mestur hluti bygðarinnar. — Einu sinni voru 20 bæir í Stíflu, en nii eru þar taldar 1") jarðir, en ekki búið nema á 10. Þó er Stíflan, kjarninn itr Hraunahrepp, því að á seinustu árum hafa bændur þar borið rúmlega þriðjung af öllum; hreppsg.jöldum. Til marks um það hvað flóðið í Stíflunni mun ná hátt, má geta þess, að það nemur við bæjarþröskuld á Oautastöðum, bæn um sem næst er hólunum að sunn- an, og virðist hann þó standa hátt. Ekki trúi jeg öðru en því, að mörgum þykir mjög breytt til hins verra, ]>egar hinar fögru engjar í Stíflu eru horfnar, og stórt stöðu- vatn fyllir dalinn. Þá verður ekki jafn líflegt að horfa yfir Stíflu. Og þá verður bygðinni þar stórkost- lega hnekt, því að ekki verður bú- andi á sumum jörðunum. Þær hl.jóta að leggjast í eyði. „ Þegar fram líða stundir verður sagan um þessa fögru bygð, sem sökt var, líkust þjóðsögu um horf- ið töfraland, sem margur grætur. • Jeg gat þess áður, að örlög Fl.jóta og Siglufjarðar væri samtvinnuð. Á því, sem nú hefir verið sagt, má sjá, að Siglufjörður hefir meiri skyldur vi.ð Fljótin heldur en áð- ur. llann verður að bæta þeim upp að einhverju leyti það sem þau hafa mist. Og Fljótin hafa yfir ýmsum gæðum að ráða sem Sigluf.jörð hungrar og þyrstir eftir, og fram- tíð Siglufjarðar er að miklu leyti undir því komin, að hann fái að njóta ]>eirra. En þá ættu Fljótin líka að njóta góðs af því, og vel- megun verða þar meiri en verið hef ir. En svo launast ásælni best, að hún verði báðum aðiljum að gagni, en að annar aðilinn bíði ekki halla og fái ekkert í sinn hlut, eins og nú er um rafvirkjunina, því að Fl.jótirt fá ekki að n.jóta góðs af henni Alt rafmagnið fer til Siglufjarðar. Þau gæði Fljóta, sem Sigluf.jörð- ur hefir nú helst augastað á, er landi nytjar og jarðhiti. Fljótin eru frjóvsöm sveit. Þar má hafa mikinn heyskap og mjólk- urframleiðslu í stórum stíl. En mjólk vantar Siglufjörð tilfinnan- lega og þar eru öll skilyrði til mjólkj urframleiðslu nýtt út í ystu æsar, og farið að seilast vestur í Fljót. En þá er ekki r.jett að Sigluf.jörð- ur sölsi þar undir sig jarðirnar, held ur eiga bændur að njóta góðs af framleiðslunni. Ólafur Stephensen stiptamtmaður segir á einum stað J ,,Ekki má því neita, að á nokkrum stöðum þessa lands sje svo gott und ir bú, að undan kú kunni meira, að fást yfir höfuð en 6 fjórðungar smjörs um árið, svo sem í vissum sveitum Austfjarða og Vestfjarða, Stranda og Þingeyjarsýslum, að ógleymdum Fljótum og Ólafsfirði." Þettá . er ekki breytt. Landgæði Fljóta eru hin sömu enn. Jarðhiti er víða í Fljótum, hjá Lambanesreykjum, Oili, Reykjar- hóli, Barði, Stóru-Reyk.jum í Flóka- dal og víðar. Ekki er yfirborðs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.