Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 3
LESBÓK MORG'UNBLAÐSE'íS 387 vatnið heitt, rúm 60 stig þar sem það er heitast. En með jarðborun-< um yrði sjálfsagt hægt að ná í heitara vatn. Og í það dauðlangar Siglfirðinga, eigi síst síðan Ilita- veita Reykjavíkur fór að sýna hví- líkt þjóðþrifafyrirtæki hún er. — VarJa er efi 4 því, að Siglufjörður gæti fengið nóg heitt vatn í Fljót- um til að hita upp allan kaupstað- inn. Mesta vandaspursmálið er hvern ig á að konta heita vatninu til Siglufjarðar. En finnast ekki ráð til þess? Og þá ætti Fljótin að njóta góðs af landkostum sínum. Heita vatnið ætti að verða þeim tekjulind, en ekki tekið af þeim. Þótt andi Þor- móðar hins ramma landnáhtsmanns sje máske enn vel vakandi í Siglu- firði, þá verður að koma í veg fvrir deilur unt landkosti og landnytjar. Og er þá ekki álitamál að gera Fljótin, Siglufjörð, lljeðinsfjörð og Ólafsfjörð að einu lögsagnarum- dæmi? Ef vjer lítum á landabrjefið, þá sjáum v.jer fljótt, að landfræð- islega eiga þessir þrír staðir samau. Milli Ólafsfjarðar og Stíflu er Lág- heiði. d.júpt skarð í gegn um f.jöll- in. Yfir þá heiði kemur bráðum bílvegur, og þá verða góðar sam- göngur þar á miHi. Ólafsfjörður og Stífla mynda þá sem hálfhring þarna yst á skagánum, og miðdep- illinn í þeim hring er Siglufjörð- ur.- Það •virðist því ofur eðlilegt, að þessar þrjár bygðir myndi eina heild í stað þess að vera þrískiftar. ★ LENGI lá það orð á, að Fljótamenn vaeri ramgöldróttir, og höfðu þeir að þessu leyti á sjer álíka frægðar- orð norðanlands, eins og Arnfirð- ingar vestra. Þaðan var t. d. send-- ingin sem kvað: Jeg er skjótur eins og valur, undirförull sem kjói. I. Siglufjörður. II. Hjeðinsfjörður. III. Ólafsfjörður. IV. Lágheiði. V. Fljótin. Hjer má sjá, hvernig Ólafsfjörð- ur, Lágheiði og Fljótin mynda halfhring um Siglufjörð. ctaoin shrdlu cmfæyp vbgkéj,,, Föðurland mitt er Flókadalur, J'æddur á Ysta-Mói. Utn þennan orðrótn mun miklu hafa valdið hvað Fljót voru afskekt og að menn hafa orðið einrænni þar en í öðrum sveitum. Má og vera að skapgerð þeirra hafi frarn eftir ölduni verið önnur en nágranna þeirra, vegna kynblöndunar frá; landnámstíð. Á það gæti máske bent, að þaðan var Sneglu-IIalli, hinn einkennilegasti maður, er forn- sögur geta um, orðgífur tnikið, ein- rænn í háttum, en vitur maður og skáld gott. Ymsar þjóðsagnir eru úr Fljót- unt. Ein er þessi. Maður cr nefndur (íísli. Hann fór að búa á Möðruvöllum í Iljeð- insfirði, en þeir höfðu lengi verið í ej-ði vegna reimleika. Þegar hamr gróf undirstöðu baðstofu fann hann hellu mikla undir gaflinum og und- ir henni hlóðir, en í þeim nokkúr rúnablöð með ýmsum ntyndum. Ljet hann þau í kistu sína. Fór þá aíí sækja að móður hans og lauk því svo að hún dó. Var Gísla þá ráð- lagt að brenna blöðin, og gerði hann það, pn jafnan sótti hann illa að. Síðar fluttist hann að Molastöð* um í Stíflu. Var það einu sinni, er hann reið til Holtskirkju, að marg- ar konur fjellu í ómegin í kirkj- unni og voru bornar út, én 3 vinnu konur frá Hraunum duttu í dá ái heimleið. Þá bjó á Ilraunum Einar, Guðmundsson umboðsmaður Reyni- staðarklausturjarða. Kona hans hjct Guðrún Pjetursdóttir. Um nóttina leið vinnukona ein 30 sinnum í öng- vit, önnur 15 sinnum og sú þriðja nokkrum sinnum. Aðra nótt byrj- uðu öngvitin og var þá að heyra sem húð væri dregin um bæinn. Hlupu þá tveir menn út og sáu flyksu nokkra í mannslíki hlaupa frá bænum fram til Fljóta og sögðu þeir, að hún hefði verið með rauð- mórauða skotthúfu. Við þetta Ijetti nokkuð öngvitunum; aldrei feugu ntenn þau um daga, en oft unt næt- ur. Þá var það einhvern dag. er pilt ar voru á sjó, að konur fóru að líða í öngvit, og sama kvöld koni Gísli á Molastöðum. Ávítaði Guðrún hann þá harðlega fyrir fylgju hans, og ,fór svo að hann grjet og sagðisti ekki geta að þessu gert. Um nótt- ina hjeldust öngvitin við, en um morguninn tók Guðrún vönd og hýddi allan bæinn innan, og síðan upp á bæinn og hýddi við alla glugga, og hjet því að hún skyldi fara þannig að bæði kvöld og morgna. Ljetti þá reimleikanum á, Hraunum, þóttr menn yrðu hans varir annarstaðar í Flótum. H.jer er önnur saga. Bjarni h.jet maður Sveinson, og b.jó á Tunguhálsi í Skagafirði. Einu sinni stóð hann yfir fje í vondu veðri og sá ntannsmynd nokkra fara all hvatlega utan hjeraðið. Gekk hann í veg fyrir þetta og spurði ófreskjuna hvaðan hún væri eða hvert hún ætlaði. Eti hún kvaðst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.