Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 4
LESBÓK MOROUNBLAÐSINR 388 vera úr Fljótum og ætla suður í Ilreppa að drepa mann. — Bjarni kvað ilt að leggja á fjöll í vondu veðri og skipaði henni að fara aftur norður í Fljót og drepa þann er hafði sent hana. Við það sneri draugurinn óðfluga gegn hríð- inni og frjetti Bjarni seinna að bóndinn á Skeið hefði orðið hráð- kvaddur þennan dag. og því þótti sýnt að hann hefði sent draug þennan. Og hjer er sagan um Barðs-Gátt: Einu sinni kom sunnlenskur kaupa- maður að Barði. Kom hann seint um kvöld og var vísað í vinnu- mannaskála. ITann spurði hvað prestskonan hjeti, en þeir sögðu að hún hjeti Gátt. Um morguninn kom prestkonan í skálann. Þá sagði kaupamaður: „Komið þjer sælar, Gátt mín". Vinnumennirnir fóru að hlæja en hún svaraði stillilega: „Guð hlessi þig, en ekki heiti jeg Gátt“. Kaupamaður reiddist og sagði að vera mætti að vinnumenn fengi aðra Gátt til að hlæja að að ári. Næsta sumar kom draugastelpa í skálann á Barði og drap 2 vinnu- mennina. Gekk hún um svo að hana sáu jafnt freskir menn sem ófresk- ir. Var hún kölluð Barðs-Gátt. Att lokum kom kunnáttumaður henni fyrir í mannslegg, setti tappa í og gróf í kirkjugarðinum. Liðu nú langir tímar og var Barðs-Gátt nær gleymd. En um eða eftir 1760 var verið að taka gröf og kom þá upp mannsleggur með tappa í. Einn grafarmaður kipti tapnanum i'>* og1 kom út gufa, sem hvarf út í hláinn, En eftir þetta fór Barðs-Gátt að. gera vart við sig að nýju. Drap hún fje sjera Sigurðar Einarssonar og sótti mjög að vinnumönnum í skálanum á Barði. Guðmundur að- stoðarprestur föður síns svaf þá eina nótt í skálanum og hafði rauð- skeftan hníf að vopni. Um nóttina var þt-ifið til rúmfatanna, en hann rak þá hnífinn fram og i eitthvað, sem tók hart viðbragð. Varð honum hnífurinn þá laus, og fanst hann nokkrum dögum seinna fastur í mannshdi-ðahlaði út og upp á Gerði. i ITjer er líka eina saga, þótt hún sje ekki um Fljótamenn: Einu sinni var TTalli Magnússvni skáldi (í Vatnshlíð) send sending; er hann var á ferð í Fljótum, og var svo fyrir mælt að sendingin skyldi ráðast að honum, hvort sem hún hitti hann á sjó eða landi. Flest- ir segja að sending þessi hafi verið frá Þórði á Strjúgi. Þegar TTallur varð draugsins var, hörfaði hann undan honum upp í fjall eitt í Austur-Fljótum, nálægt TToltsstíg- inu. Þetta var um sumar. Komst TTallur á snjófÖnn eina og gat var- ið sig þar þangað til hann fjekk ráðrúm til þess að taka á móti draugnum, annað hvort með á- kvæðum 'eða fjölkyngishrögðum. Sagt er honum vildi það til lífs, að þeim, sem sendinguna sendi gleymdist að taka það fram að draugurinn skyldi ráðast að TTalli jafnt á snjó sem annarstaðar. .Teg hefi tekið þessar sögur hjer með, vegna þess hvað þær eru skáld legar. Yngri er sagan um vitmann- inn síra Pál Tómasson á Knapps- stöðum í Stíflu. ITann var fenginn til þess að fara vit í Grímsey og vígja þar hjarg. Var illur andi í helli nokkrum í hjarginu, og þegar menn sigu þar, kom grá og loðin út úr bjarginu og skar á fpcti^n. Síra Páll tók þegar eftir því, að hvassar hrúnir stóðu lít úr herginu og höfðu vaðirnir höggv- ist sundur á þeim. En ekki þýddi að segja Grímseyingum það. Síra Páll fór því í vað niður í bjargið, stakk hamri í úlpuvasa sinn og skipaði Grímseyingum að syngja hátt sálma á hjarghrúninni og hafa ekkert lát á söngnum á meðan hann yæri niðri. Gerði hann það til þess að þeir heyrðu ekki hamarshöggin, er hann var að rnola skörpustu hrúnirnar af bjarginu. Af þessu trúðu Grímseyingar því statt og stöðugt að hann hefði vígt hjargið og mun sú trú hafa haldist alt fram að þessu, því að enginn maður hefir farist í bjarginu síðan. ★ FL.TÓTTN hafa orðið fyrir mörg- um áföllum, og hera* þess sjálfsagt minjar enn í dag. Þess er t. d. getið í annálum, að veturinn 1697 hafi verið mjög harður og frosta- samur norðanlands,’ og hafi fólk þá hrunið niður úr hungri og vesöld, þar af 80 í Fljótum. Það hefir ver- ið mikill hnekkir fyrir svo litla hvgð. og ekki er lanert síðan (1920) að tvö skip úr Siglufirði fórust og voru á heim nær eingöngu Fljóta menn. Fóru þá í sjóinn flestir verk- færir menn úr sveitinni, og voru ekki eftir nema konur og hörn til þess að sjá um búskapinn, og má nærri geta hver afturkippur hefir; þá komið í hann. og að sveitin hefir verið sem ljemagna lengi eftir slíkt áfall. En jeg hefi þá trú, að FTjótin eigi í vændum hetri tíma en þá, sem liðnir eru. Saga Fljót- arina er miklu líknri því, að íhi'i- arnir þar hafi orðið fyrir gjörn- ingum, heldur en að heir hafi gert öðrum galdraglett'-'T'. En úr illum álögum er hægt að komast, og Fljót in komast úr sínum álögum. Þau eru svo fögur og þar eru svo miklir landkostir, sjeu þeir hagnýttir á rjettan hátt. .Teg vona að meðferð- in á Stíflu sje seinasta áfallið sem yfir þá sveit kemur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.