Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGOTNBLAÐSINS 389 Kvenskátar í Vatnsdalshólum „Nú angar vorið um vík og tanga, í Vatnsdalshólunum fjólan grær, og blærinn leikur um bjarta vanga. í brjóstum okkar gleðin hlær". (Orkt hefir móðir eins kverí- skátans) t ÞAÐ VAR eina bjarta sumar. nótt, að 137 kvenskátar lögðust til svefns, í tjöldum sínum, í skjóli Vatnsdalshóla. Þær höfðu allar þráð að hittast þarna og að skemta sjer, eins og þær gera jafnan, þegar „varðeld- aruir seiða og þær syngja sín ljóð". Þær höfðu safnast þarna saman íir 8 kauptúnum og bæjum lands vors. Sólin hafði vermt þær allar fyrsta daginn, og ekki brá þeim í brfln, þótt dimm þoka læddist inn dalinn fyrstu nóttina. Von þeirra var svo heit, að upp hlyti að stytta og guð ljeti geisla sína stafa á þær í þessari útilegu. Margar þeirra hafa sjálfsagt beðið heitt um gott veður. Þótt kvenskátar sjeu við öllum veðrum búnar, vilja þær auðvitað helst hið besta. Fyrsta dagskrain byrjaði kl. 8 f. h. Ill.jóm- aði þá lúðurþytur, sem tilkynti fótaferð. Kl. 8,30 f. h. var fáninn dreginn á stöng. Við það tækifæri . stóðu allar stúlkurnar í búningum, í stórum hring kringum fánastöng- ina og var henni komið fyrir á miðjum vellinum. Meðan þessi at- höfn fór fram heilsuðu aliar með fánakveðju, að skátasið. Leið langt fram á dag, uns þok- unni ljetti, en ekkert gat skert gleði þessara ungu meyja. Líf þeirra var alt í einu sem leikur einn. Sum- ar mölluðu matinn, aðrar þvoðu upp, sumar fóru í leiki, enn aðrar í göngur, til þess að kanna ókunna stigu. I'm kl. 4 e. h. fór að sjá í bláa j'm kvenikátamótinu 7. — 12., júíí 1944 eftir VÓrunju ^MÍíoa bletti á himninum og raddirnar hljómuðu hátt og hvelt: „Sólin, blessuð sólin, er að koma". Þegar sólin loks roðaði alla Vatnsdalshóla, var haldið af stað, inn milli þeirra og rakin slóð, en það er sjerstakur leikur skáta. Eftir kvöldverð kom að lang- þráðustu og bestu stund dagsins: Varðeldinum. ITvert fjelag kom með eitthvert skemtiatriði, sum mörg. Fyrsta varðeldakvöldið flutti ein ung skátastúlkan fi'umsamið kvæði og leyfði hiin að birta það hjer: Allir kvenskátarnir reyndu, eftir mætti, að kyrja skátasöngva sína og ættjarðarljóð, svo fjöllin mættu bergmála og flytja söng þeirra út í víðan geiminn. Ylinn lagði frá eldinum, og vang- ar ungu kvenskátanna roðhuðu bæði af bálinu og af fögnuði. Það getur engin nema sá, er reynir, metið þá gleði og þann fÖgnuð og frið, sem gagntekur allar, sem sitja kringum varðeldinn. Islenska sumarnóttin er, að vísu, svo björt, að ekki þarf að kynda bál eða brenna blysum, en hún er oft döggvot og köld, og þá er gott að finna ylinn og að heyra snarkið undir logunum, sem rísa við him- inn. Vatnsdalshólar eru einkenni- legir. Þar rísa rauðleitir hólar upp, hver við annan. Flestir eru þeir brattir, eins og sykurtoppar í laginu. Við fyrstu sýn má vera, að einhverjum finnist þeir hrjóst- oar ugir og berir, en við nánari athug- un sjást ýmsar blómSurtir vaxa þar í grjótinu og skriðunum. Á, milli hólanna er víðast smáþýfi. Ef þið eigið eftir að koma í Vatnsdalshóla, skuluð þið taka eft- ir fuglasöngnum í kyrðinni. Steinklappan situr og syngur iðin steinklöppuljóð sín, á hverj- um hól. Þarna á hún friðland, í urðinni og öllu grjótinu. Ungarnir honnar vorn einmitt að læra söngva a>ttar sinnar, þegar kvenskátarnir gistu í ríki þeirra. 1 loftinu sveifl- ar sjer fimlega hrossagaukurinn og hvín í vængjum hans. Ilann vill líka láta til sín taka og vill lofa dýrð himins á sinn sjerkennilega hátt. Á kvöldin kurrar í rjúpunni. Ilún er að bjóða „góða nótt". Einn dagur leið sem annar. Gönguferðir voru farnar upp á Jörundarfell og Hnjúk. Upp á Jör- undarfell fóru um 20 stúlkur og fengu ágæta fylgdarkonu, sem las upp öll nöfn fjallahringsins, sem af bók eða kbrti. Víðsýnt var af Jörundafelli og rómuðu allar, er þangað fóru, ferðina. Af Hnjúki sjest inn Vatnsdalinn og er hann fagur mjög í sólskininu, eins og við sáum hann. Nokkrar stúlkur fóru að hinu forna höfuð- bóli Þingeyrum, skoðuðu þær kirkjuna og mörg forn og góð verðmæti hennar. Altaristaflan þar er óvenju fögur og vel við haldið. Þegar síðustu logarnir slokn- uðu, áttu allir kvenskátarnir mætar minningar um för þessa og þótti Framhald á bls. 392

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.