Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 6
422 LESBÓK MORCXUNELAÐSINS til bjargar hoilli svoit. Og hjer ætla jeg að hjónin á Seljálandi hafi staðið yfir moldum Barnsins, sem var hvítvoðungur í fimmtán ár. —. Iljeðan bjuggust afi og amma tiL moldar af æðruleysi því og óbif- anlegu þreki, sem bjargföst trii á forsjón Guðs og dulspök lífs- reynslan gefur þeim, sem langa ævi hafa þjónað lífinu af dyggð og föstum trúnaði. ITjer hafa fast- heldni og framsókn háð hjaðninga- víg sín um ótalin ár með misjöfnum föngum. aðferðum og lirslitum. T'Ijeðan hefir unga fólkið brotist lir þrengslum fábreytninnar, frá fátækt lífsins í Seljadal, í glaum og gleði sfldarversins eða borgar- innar. lljer var það, sem þau Svan- fríður og Þormóður gamli frá Fossi kvöddu, hvort á sinn hátt, jörðina sína, land feðra sinna, er þeim var ráðin förin mikla — út í heiminn, vestur í bláinn. — Þegar allt kom til alls, var hún ekki svo nauða-fátæk, þessi sveit. TTr jarðvegi hennar voru að vísu öll æskuverk Guðmundar runnin og henni voru með nokkrum hætti tengd flest hin bestu verk hans síðar á ævinni þótt sveitin hans A æri þá stærri og ríkari.Því að fyrir löngu var þá Tandið allt heimahagar hans og öll þjóðin nágrannar þjóð- skáldsins á Sandi. VI. Skáldið. ÞESS var fyrr getið, að Guðmund r;r byrjaði ungur að yrkja, og eitt- hvað mun hann ort hafa og ritað á skólaárum sínum, en fátt mun prentað af þeím æskuverkum hans. Elstu kvæðin, sem árfærð eru í ljóöabók hans Úr heimahögum, eru færð til ársins 1893. Þá er hann 24 ára. Fimm árum síðar, 1898 er smásagnasafnið Einir prentað, en kvæðin Úr heimahögum 1902. Þá er hann 33 ára. Þetta eru honum ár baráttunnar, baráttu til þroska ,í list, baráttu fyrir viðurkenningu, sem enginn listamaður getur án verið, baráttu fyrir lífinu og lífs- hamingjunni. Þetta ’eru storma- söm ár og örðug en sigursæl, þrátt fyrir allt. Á þessum árum er Guð- mundur næsta mikilvirkur, ritar fjölda blaðagreina og lætur hvar- vetna til sín taka með djörfung — og römmu orðbragði, ef svo bar undir. Ilann var frá upphafi uppreisnarmaður, ófyrirleitinn, ber- sögull og einþykkur. I skáldskap sínum brá hann allmjög út af venju um val á efni og meðferð þess. Lýsingar hans í bundnu máli og óbundnu á kjörum og örlögum fá- tæklinga og olnbogabarna lífsins, voru harla föstum dráttum mark- aðar. En var þetta skáldskapur, Kolbeinn? Var Bólu-Hjálmar skáld? Reynandi að spyrja Skagfirðinga, þeir þekktu kaidinn best. Hitt vissu allir, að Matthías var skáld og Steingrímur og Hannes Hafstein, meiri vafi um Gest Pálsson og Þor- stein Erlingsson, en þó voru það lærðir menn og líkast til voru þeir skáld líka, þrátt fyrir allt. En hjer var eitthvað bogið og farið aftan að siðunum. Tilgerð? Sjer- viska? Nú, eða Ijelegur smekkur, hreint og beint smekkleysi og tals- verð óskammfeilni. Ilvað sögðu menn um það, er Guðmundur tók Matthías á knje sjer í Sunnanfara? Eða hvernig hann hagaði sjer við blessaða prestana, sjera Jón Bjarna- son og sjera Friðrik Bergmann? Var Skókreppa listrænt viðfangs- efni? Og gat nokkrum dulist, að Útbygging var ljeleg tilraun til þess að svívirða klerkdóminn í landinu og þar með háyfirvöldin? Var von að vel færi? — Nei, sá sem siglir háan vind fær ágjöf, það sannast. Og Guðmundur fjekk marga ágjöf, mesta og eftirminni- legasta, er Úr heimahögum kom út og Kolskeggur ætlaði að kaffæra hann, sem mjög varð frægt, þótt ekkert yrði úr kaffæringunni. Iljá hinu fer ekki, að góður sjómaður lærir sitthvað um farkost sinn og sjálfan sig af því að lenda í garði. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.