Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 4
316 ' "" T í'¥.] IjESRÓK MORÓUNIUjAÐSINS HRAUN í ÖXNADAL. Hraundrangamir í baksýn. Bærinn eins og hann var um síðustu aldamót. Mun hann ekki hafa tekið miklum breytingum frá því á dogum Jónasar Hallgrímssonar ágengt, jafnaldrar biðu þroskans og starfskraftanna. Móðuharðind- in voru nj'lega afstaðin, jarðskjálf- ar hófust á Suðurlandi, skepnur fjellu, og allskyns harðindi þjörm- uðu svo að þjóðinni, að fjöldi manna ljet lífið úr hungri og pest- um. Einokununni var ekki enn lokið, siglinga.r tregar, danskir kaupmenn, danskir embættisinenn, — og konungi þóknaðist að afnema alþingi með öllu sjö árum fyrir fæðingu Jónasar# — Þá var dapurt í sveitum..... Níu ára gamall missir Jónas föð- ur sinn og verður tökubarn frammi í Eyjaf. Vafalaust hafa allar þessar miklu hörmungar haft djúpstæð á- hrif á hina ungu og viðkvæmu barns sál, og síst væri fjarstæða að ætla, að þangað mætti rekja uppruna hins ævilanga lífstrega skáldsins. er síðar hlaut eldskírn nýrra erfið- leika. nýrra sorga. — Síðari ár æv- innar reikar þessi gestur jarðar um öræfi og byggðir landsins, um fram- andi borgir og beykiskóga, þjáður af ástarharmi, sjúkdómi og fátækt. — En þjóðin var sjálf þjáð, ekki síður en skáld hennar Og Jónas Ilallgrímsson ljet sjer annara um hennar hag en sinn eiginn. Frá barnæsku var hann nákunn- ugur högum bændafólksins; — og þegar hann þroskast, hefir lokið námi í Bessastaðaskóla, dvalið í háskólanum í Kaupmannahöfn, kVnnst frelsiskröfum erlendra Jijóða og notið hinnar miklu útsýn- ar, — þá skildi hann að fullu. hvern- ig íslendingum var innanbrjósts. Úti við strendur landsins var tung- an óhrein: Danskan hafði í Revkja- vík það einkaleyfi fram yfir ís- lenskuna, segir Jón Thoroddsen, að best þótti fara á því að kenna börnunum hana fyrri en íslenskuna, ella, sögðu menn, gæti aldrei orðið lag á errinu. . . Ofríki og stjórn- leysi höfðu í senn bælt alþýðu manna; undir niðri þráði hún frelsi og sjálfstjórn, en vonlevsið og van- trúin á landið lömuðu kjarkinn og blinduðu sjón hennar til hálfs. Með þessa þekkingu á þjóð sinni kvað Jónas Hallgrímssön sjer hljóðs, Ilann rak ekki upp skerandi öskur,, notaði hvorki stóryrði nje kjarn- yrði tungunnar, heldur mælti á hinu ástkæra, ylhýra máli, sem hanni liafði numið af folkinu í dalakotun- um og þýðendum Miltons og Hóm- ers. Og boðskapurinn, sem hann flutti, er af mörgum talinn allt ann- a.n en hyldjúp speki. lleiðrík og silfurtær ljóð, eins og hans, eru ald- rei talin speki, jafnvel ekki sann- leikurinn sjálfur, ef hann er sagður með látlausum orðum. Og J>ó að. Jónas llallgrítnsson hefði gaman af að ganga með silfurgljáandi hnappa í frakka heiðbláum, ]»á var hann, andvígur allri sundurgerð í ljóðum sínum og ritum. Þar mælir hann eins og skilgetinn sonur dalanna, segir þjóðinni blátt áfram, að land- ið hennar sje fagurt, og hún eigi vor í vændum, ef hún treysti guði og sjálfri sjer. Nú á dögum kynnu slík orð að þykja lielst til liógvær og lítt áberandi greinargerð fyrir jafnstórfeldum þjóðfjelagsumbótum og þeim var ætlað að glæða; en þó er vafasamt, að nokkur orð, sem mælt voru á íslenska tungu, hafi haft meiri og dýpri áhrif. Fólkið fann, að hann mælti á þess eigin niáli, tilfinningar þess voru hans tilfinningar; í raun og veru viss.i það áður allt, sem hann sagði. En samt var eitthvað nýtt í ljóðum hans, ný fegurð, nýr sannleikur, ný speki, — eitthvað sem var náskylt guði og kraftaverkunurn. Fólkið trúði ljóðum skáldsins betur en sín- um eigin orðum. Það hafði heyrt rödd þjóðarinnar, rödd landsins, rödd íslenskrar náttúru, hinn eilífa söng, sem yljar á þorranum og fyll- ir loftið angan, þó að allt s.je þak- ið klaka og snjó. Og hjörtu fólksins hófu nýtt landnám i sínu eigin landi... Við hvert kvæði, sem birtist eft- ir Jónas Hallgrímsson, fann þjóðin betur og betur, að hún átti gott land og fagra tungu. Hinn snauði og Ji.jakaði bóndi fann, að hann var frjálsborinn maður. Ilann varð upp- litsdjarfari. Almenningur krafðist rjettar síns. Þeir, sem áður höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.