Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ' ' 317 Akurcvri á dögum Jónasar Hallgrímssonar. setið hljóðir, hófu raust sína. — Og þá var alþingi endurreist. ★ Jónas Iíallgríinsson vissi, að líð- andi stund var tengiliður fortíðar og þess, sem koma skal. Þess vegna leit hann bæði um öxl og fram á* veginn. Hann ann fortíðinni, bergir af Mímisbrunni óðs og sagna, dáir frjálsræði og forna hetjulund. Mörg fegurstu kvæði sín yrkir hann und- ir háttum Eddunnar, blæs í þá nýrri! fegurð — lífsanda framtíðarinnar. Vel gætu þessi kvæði verið kveðin í dag, eins og fvrir hundrað árum. Við dáum þau enn meira en sam- tíðarmenn skáldsins. Er þetta ekki að skilja lögmál tungunnar og tím- ans, vera í senn spámaður og skáldf Jónas Hallgrírnsson orti fyrir alla, þjóðina. Eftir hans daga hafa öll> íslensk skáld tekið málstað alþýð- unnar, en enginn með jafnmiklum árangri. En þó eru önnur skáld oft- ar nefnd, ef eggja þarí til snöggra átaka, eða skipta þjóðinni í illvíga andstöðuflokka. Þá hverfur um stund hin blíða rödd skáldsins frá Iírauni; en þegar storminn lægir, hljómar hún á ný, mildari og fegurri og hjartanlegri en nokkru sinni áð- ur. Á gleðistutidum eru ljóð hans sungin. A sorgarstundum yeita þau hugsvölun. 1 hvert sinn, er rifj- ast upp fyrir manni lfna eða ljóð eftir Jónas Hallgrínfsson, er að því sálubót. Þjóðin og landið verða manni hugstæðari — bæði í sæld og þrautuni. ★ ÞAÐ VERÐUR varla sagt, að seinni tíma skáld hafi lagt nokkurt verulegt kapp á að temja sjer tungu tak Jónasar Hallgrímssonar og ljóðastíl. En þó er stundum, eins og málblæ hans andi frá því, sem nú •er fegurst ritað á Islandi. Enginn má skilja orð mín, svo, að jeg vilji. að allir yrki og skrifi eins og hann; fjölbreytni og frumleikur, ef ekki er helber hjegómi, auðga bókmennt- ir og allar listir. En hitt boðar hvorki gæfu nje þroska, að lista- menn og skáld þjóðarinnar missi sjónar á því, sem fegurst er og best. Undanfarið hefir það reynst óhjá kvæmilég nauðsyn þjóðanna að' smíða morðtól og drepa menn. Er nokkur furða, þó að skáld ruglist í ríminu á slíkuui tímum, listam'enn á línum og litum ? Minni umbrotí hafa áhrif á ljóð og listir, og eng- irm veit, hvað kann að glatast eða rísa upp úr hinu mikla öngþveiti. Jónas Hallgrímsson mun ekki glatast. Elskulegri vin getur enginn eignast, betri son og tyggari á ekk- ert land. I dag hylla hann ekki að- eins skáld og listamenn, heldur bændur og búalið við vinnu sína, og sjómenn á miðum úti, fólk í bæ og borg — öll þjóðin. Á hverju vori, þegar, loftin blána, og andvari leik- ur um gróandi jörð, hvíslar íslensk náttúra nafn elskhuga síns — vor- fypðans Ijúfa. ★ Allir góðir menn vænta þess, að upp úr rústum styrjaldarinnar rísi ný og fegurri jörð,tað mannheimur allur fari batnandi og tryggi frelsi og líf þegna og þjóða. Jónas Hall- grímsson var og er einn af frum- herjum frelsis og umbóta í íslensku þjóðlífi. Fylgið dæmi hans, skáld og listamenn; gangið til starfa með sama hug og hann — og þjer mun- uð blessun liljóta og verða langlífir í landinu. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.